Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttamynd

Spyr hvort öku­menn myndu keyra á gangandi á götunni

Formaður reiðhjólabænda segir ökumenn ekki þurfa að sýna hjólreiðafólki einhverja sérstaka varúð heldur einfaldlega fara að umferðarlögum. Hann spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi sem neyðast til að ganga á götunni. Atvik í Spönginni þar sem ökumaður bíls keyrir utan í hjólreiðamann sem bregst við með skemmdarverkum hefur vakið mikla athygli.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Að jafnaði til­kynnt um tólf kyn­ferðis­brot í hverri viku

Tilkynnt kynferðisbrot voru 459 síðastliðna níu mánuði, sem jafngildir um fimmtíu slíkum brotum á mánuði og tólf í hverri viku. Þolendur í kynferðisbrotum voru í 86 prósent tilvika konur, og um tveir af hverjum þremur þeirra voru undir 25 ára og þar af næstum helmingur þolenda undir 18 ára, eða um 47 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Kvartanir mannsins um ómannúð­lega með­ferð áður til skoðunar hjá NEL

Lögreglan á Norðurlandi eystra segir kvartanir manns til Nefndar um eftirlit með lögreglu, NEL, áður hafa verið til meðferðar hjá nefndinni án athugasemda hennar. Fjallað var um mál mannsins í kvöldfréttum Sýnar í gær. Ekki er fjallað um það í yfirlýsingu embættisins hvort kvartanir mannsins séu á rökum reistar en þó tekið fram að embættið hafi ekki skilað sínum athugasemdum til NEL.

Innlent
Fréttamynd

Ungi öku­maðurinn á Ísa­firði úr lífs­hættu

Ungur karlmaður sem hafnaði í sjónum við Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði á föstudagskvöldið er úr lífshættu. Hann er enn á gjörgæsludeild Landspítalans. Þetta staðfestir Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, í samtali við Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Hófu ekki rann­sókn á heimilis­of­beldi fyrir mis­skilning

Lögmaður konu, sem taldi sig hafa lagt fram kæru á hendur fyrrverandi sambýlismanni sínum í ágúst árið 2024, fékk þau svör í apríl árið eftir að engin rannsókn hefði verið hafin á meintu heimilisofbeldi mannsins í garð konunnar. Nefnd um eftirlit með lögreglu telur ljóst að mistök hafi verið gerð við skýrslutöku yfir konunni.

Innlent
Fréttamynd

Um 140 um­sækj­endur um al­þjóð­lega vernd týndir og eftirlýstir

Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem hafa fengið neitun og á að vísa úr landi eru týndir og eftirlýstir. Þeim hefur fjölgað verulega sem er fylgt úr landi og þeim sem fara sjálf. Kristín María Gunnarsdóttir, deildarstjóri heimferða- og fylgdadeildar ríkislögreglustjóra, segir flesta sem er vísað frá landi skilja að þau séu komin á endastöð. Fæst séu sátt, en flest skilji stöðu sína.

Innlent
Fréttamynd

Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði

Lögregluþjónar í miðbænum stöðvuðu í nótt átta ökumenn vegna gruns um að þeir væru í umferðinni undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Flestum þeirra var sleppt eftir sýnatöku en einn reyndi að stinga lögreglu af. Hann missti þó stjórn á bílnum og endaði utan í vegriði.

Innlent
Fréttamynd

Um fimm­tíu þúsund manns í mið­borginni í Kvenna­verk­fallinu

Um fimmtíu þúsund manns lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur í gær eftir að konur og kvár lögðu niður störf um allt land í tilefni af fimmtíu ára afmæli kvennaverkfallsins. Lögregla segir gærdaginn hafa gengið vel, skipuleggjendur kalla eftir því að stjórnvöld bregðist við.

Innlent
Fréttamynd

Grímu­klæddur og ofur­ölvi í slags­málum

Lögregluþjónar handtóku í nótt mann sem var grímuklæddur og mjög ölvaður. Hann hafði verið að slást í miðbænum en samkvæmt dagbók lögreglu var gat hann ekki valdið sjálfum sér vegna ölvunar og var vistaður í fangaklefa.

Innlent
Fréttamynd

Bíll fór í sjóinn á Ísa­firði

Einn maður var í bíl sem lenti í sjónum við Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði á tíunda tímanum í kvöld. Maðurinn var hífður upp úr sjónum og fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði. Sjúkraflugvél er á leið með manninn til Reykjavíkur. 

Innlent
Fréttamynd

Grun­sam­leg út­boð í sam­ráði sem gæti verið víð­tækt

Samkomulag um þátttöku í útboðum og skipting á landssvæðum er á meðal þess sem samkeppniseftirlitið og héraðssaksóknari eru með til rannsóknar í samráðsmáli Terra og Kubbs. Formaður bæjarráðs Vestmannaeyja segir mikið undir en Vestmannaeyjabær bauð út sorphirðumál sveitarfélagsins á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis

Nefnd um eftirlit með lögreglu hefur ávítt lögregluembætti fyrir að heimila lögreglumanni að hefja störf á ný, mánuði eftir að hann var sakaður um heimilisofbeldi. Rannsókn á meintu ofbeldi var felld niður en niðurstaða nefndarinnar var sú að embættið hefði átt að láta kærufrest líða áður en lögreglumanninum var heimilað að mæta til starfa.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lendingar meðal sak­borninga en enginn í varð­haldi

Rannsókn lögreglu á meintum fíkniefnahring á Raufarhöfn og víðar er enn í fullum gangi að sögn rannsóknarlögreglumanns sem sér enn ekki fyrir endann á málinu. Íslenskir ríkisborgarar eru meðal sakborninga en fjórum sakborningum hefur verið vísað til Albaníu. Á sumum stöðum hafi kannabisframleiðsla staðið yfir í nokkur ár.

Innlent
Fréttamynd

Neita öllum á­sökunum um sam­ráð

Staðfest er að sex voru handteknir en síðan sleppt eftir skýrslutöku vegna meintra brota fyrirtækjanna Terra og Kubbs á samkeppnislögum. Forráðamenn Kubbs hafna öllum ásökunum.

Innlent
Fréttamynd

Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Ber­lín

Eduardo Aguilera Del Valle og Maria Estrella Jimenez Barrull hafa verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir að flytja inn um 3,4 kílógrömm af kókaíni til landsins. Efnin fundust í ferðatöskum sem þau höfðu meðferðis í flugi frá Berlín í Þýskalandi til Keflavíkur þann 16. ágúst síðastliðinn.

Innlent