Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Héraðsdómur Reykjaness félst í dag á kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum um að gæsluvarðhald yfir íslenskum karlmanni, sem grunaður er um að hafa stungið mann í Reykjanesbæ 20. júní síðastliðinn, skuli framlengt um eina viku á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Innlent 27. júní 2025 19:53
Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Maður á fertugsaldri var sleginn ítrekað með járnröri og hann rændur í Breiðholti. Rúmum tveimur árum síðar var rannsókn hætt og engin ákæra gefin út. Málið þvældist á milli lögreglunnar og saksóknara og fyrndist loks vegna seinagangs og misskilnings um hvort málið ætti heima á borði ákærusviðs lögreglunnar eða héraðssaksóknara. Ríkissaksóknari gerir athugasemdir við meðferð málsins. Innlent 27. júní 2025 17:03
Framlengja gæsluvarðhald í fíkniefnamáli Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur framlengt gæsluvarðhald yfir fimm einstaklingum sem grunaðir eru um aðild að fíkniefnaframleiðslu til 4. júlí. Allir hafa þeir kært úrskurðinn til Landsréttar. Innlent 27. júní 2025 10:51
Óku á yfir 60 og missa ökuréttindin Ökumenn sem óku á yfir sextíu kílómetra hraða við framkvæmdasvæði í Reykjavík í gær eiga von á að verða sviptir ökuréttindunum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir hraðakstur við vegavinnusvæði mikið vandamál hér á landi. Innlent 27. júní 2025 10:22
Tveir handteknir í tengslum við líkamsárás Tveir einstaklingar í annarlegu ástandi voru handteknir af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi eða nótt í tengslum við líkamsárás í miðborginni. Innlent 27. júní 2025 06:23
Ákærð fyrir að frelsissvipta dreng eftir dyraat Par á Austurlandi hefur verið ákært fyrir harkaleg viðbrögð í garð drengja sem gerðu hjá þeim dyraat. Samkvæmt ákæru náði maðurinn taki á einum dreng, dró hann inn í húsið og hélt honum þar í nokkrar mínútur. Innlent 26. júní 2025 23:55
Sérsveitin handtók vopnaðan mann í Sandgerði Sérsveitin var kölluð að húsi í Sandgerði upp úr hádegi þar sem maður með hníf var handtekinn sagður vera í ójafnvægi. Lögreglan yfirbugaði manninn og lagði hald á hnífinn. Innlent 26. júní 2025 19:23
Fimm sviptir réttindum fyrir að aka of hratt á vinnusvæði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu svipti í dag fimm ökumenn ökuréttindum sínum fyrir að aka of hratt á vinnusvæði þar sem hámarkshraði var 30 kílómetrar á klukkustund. Innlent 26. júní 2025 18:26
Lögregla varar við „Nígeríubréfum“ og öðrum netglæpum Tæplega tvö hundruð mál tengd netglæpum hafa komið á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári, eða um 33 á mánuði. Fæst slík mál, sem kunna að aukast yfir sumarmánuðina, séu eru þó tilkynnt til lögreglu. Innlent 26. júní 2025 11:22
Innbrot á veitingastað og grunur um íkveikju í bifreið Grunur leikur á um að gerð hafi verið tilraun til íkveikju í bifreið í Kópavogi í gærkvöldi eða nótt. Eldur kom þannig upp við afturdekk bifreiðar en vegfarendum tókst að slökkva hann áður en skemmir urðu á bifreiðinni. Innlent 26. júní 2025 06:10
„Þetta er svona hús sem er alltaf verið að flytja í og úr“ Íbúar í Borgarnesi vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar sérsveit réðst í húsleit þar á bæ í tengslum við rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin er tengjast fíkniefnaframleiðslu. Enginn sem fréttastofa ræddi við vissi hverjir bjuggu í húsinu. Innlent 25. júní 2025 17:26
Rannsókn á andláti í Garðabæ lokið Lögregla hefur lokið rannsókn á andláti áttræðs karlmanns í Garðabæ. Dóttir hans á þrítugsaldri sætir gæsluvarðhaldi grunuð um að hafa ráðið föður sínum bana. Innlent 25. júní 2025 14:05
Gæsluvarðhald aftur framlengt um fjórar vikur Gæsluvarðhald yfir karlmanni um fertugt sem grunaður er um alvarlega líkamsárás í Úlfarsárdal í síðustu viku hefur verið framlengt um fjórar vikur og gildir þar með til 22. júlí. Innlent 25. júní 2025 13:30
Bassi Maraj sakfelldur fyrir líkamsárás Raunveruleikastjarnan Bassi Maraj hefur verið sakfelldur fyrir líkamsáras á leigubílstjóra. Atvikið átti sér stað fyrir rúmum tveimur árum. Innlent 25. júní 2025 12:27
Slagsmál á hóteli í miðborginni Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út þegar tilkynnt var um slagsmál á hóteli í miðborg Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði var einn maður sagður mjög æstur og hafði hann, að sögn vitna, verið aðalvandamálið á svæðinu. Innlent 25. júní 2025 06:10
Margir í vandræðum vegna of skyggðra rúðna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í dag afskipti af minnst þremur ökumönnum sem keyrðu bíla með of skyggðar rúður. Voru þeir sektaðir og bílarnir boðaðir í skoðun. Einn hafði áður ekki sinnt því að fara í skoðun vegna sama atriðis og voru því skráningarmerki bílsins fjarlægð. Innlent 24. júní 2025 20:16
Segja manninn hafa glímt við alvarleg veikindi Maðurinn sem fannst látinn ásamt dóttur sinni á hótelherbergi á Edition hótelinu í Reykjavík var illa á sig kominn vegna alvarlegrar nýrnabilunar og hefði átt að vera reglulega í skilunarvél. Innlent 24. júní 2025 18:57
Telja einhvern hér á landi búa yfir vitneskju um hvað kom fyrir Jón Þröst Fimm írskir lögreglumenn eru staddir hér á landi til að taka skýrslur af fjörtíu og fimm einstaklingum í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Jónssonar. Vonir standa til að vísbendingar berist sem gætu nýst við að upplýsa málið. Innlent 23. júní 2025 20:23
Fleiri handteknir í Borgarnesi Sérsveitin og lögreglan réðust í síðustu viku í húsleit og handtökur í Borgarnesi í tengslum við umfangsmikla rannsókn á fíknefnaframleiðslu. Rannsóknin teygir anga sína frá Reykjavík að Raufarhöfn, en íbúi á Raufarhöfn lýsir grunsamlegri umferð á næturnar við hús sem lögregla hefur haft til rannsóknar. Innlent 23. júní 2025 19:35
„Annars værum við ekki að leggja í þessar miklu aðgerðir“ Íslenskir og írskir lögreglumenn stefna á að taka skýrslur af 45 einstaklingum í vikunni vegna rannsóknar á hvarfi Jón Þrastar Jónssonar í Dyflinni árið 2019. Innlent 23. júní 2025 12:25
Réðst á einstakling á sjötugsaldri með hníf Alvarleg stunguárás var framin í Reykjanesbæ í á laugardagskvöld. Árásarmaðurinn hefur nú verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Innlent 23. júní 2025 11:42
Neita öll sök í Gufunessmálinu Öll fimm sem ákærð eru fyrir aðild að Gufunessmálinu svokallaða neituðu sök þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Þrír karlmenn eru ákærðir fyrir að bana manni á sjötugsaldri, einn fyrir peningaþvætti og ein kona fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni. Innlent 23. júní 2025 11:09
Handtekinn fyrir að sveifla hamri Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann sem var að sveifla hamri á almannafæri. Er lögreglu bar að garði var búið að afvopna manninn og var hann handtekinn á vettvangi. Innlent 23. júní 2025 07:10
Enn annað innbrot í Laugardalnum Tilkynnt var um innbrot og þjófnað í geymslu í hverfi 104. Ekki er vitað hver gerandinn var. Í gær var greint frá því að brotist hefði verið inn á heimili í hverfinu á meðan íbúarnir voru heima og í fyrradag var greint frá því að brotist hefði verið inn í verslun. Innlent 22. júní 2025 18:35
Bíll valt eftir aftanákeyrslu Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir aftanákeyrslu sem olli því að bíll valt á Reykjanesbraut í morgun. Innlent 22. júní 2025 16:41
Tveir handteknir grunaðir um eignaspjöll Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af tveimur einstaklingum sem sáust brjóta rúðu í húsbíl. Þeir eru grunaðir um eignaspjöll og voru báðir handteknir í lögregluumdæmi þrjú, sem nær yfir Kópavog og Breiðholt. Innlent 22. júní 2025 08:36
Braust inn í íbúð í Laugardalnum og allir voru heima Lögregla fór á vettvang eftir að tilkynning barst um innbrot og þjófnað í hverfi 104 í Reykjavík. Íbúarnir voru heima en þjófurinn komst út með þýfið og lét sig hverfa þegar hann varð heimilismanna var. Innlent 21. júní 2025 17:22
Sigríður fannst heil á húfi Sigríður Jóhannsdóttir, 56 ára Kópavogsbúi sem leitað hefur verið að frá því um síðustu helgi, fannst heil á húfi skömmu eftir hádegi og var hún færð á slysadeild til aðhlynningar. Innlent 21. júní 2025 14:07
Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna alvarlegrar stunguárásar Lögreglan á Suðurnesjum hefur handtekið einn einstakling eftir alvarlega líkamsárás í Reykjanesbæ. Árásarþoli var með alvarlega stunguáverka og er á sjúkrahúsi en líðan hans er stöðug. Einstaklingurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Innlent 21. júní 2025 13:48
Sæki um íslenska vegabréfsáritun til að ferðast annað Starfsfólk lögregluembættisins á Suðurnesjum segist taka eftir því að einstaklingar sæki um vegabréfsáritun hérlendis án þess að hyggjast ferðast um landið. Svar við umsóknum berst hraðar hérlendis og nýta einstaklingar sér það til að komast inn á Schengen-svæðið. Lögreglustjóri kallar eftir skýrari lagaheimild til að afturkalla vegabréfsáritanir. Innlent 21. júní 2025 11:14