Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttamynd

Nafn mannsins sem drukknaði við Örfirisey

Maðurinn sem drukknaði við Örfirisey í lok maí, eftir að hafa örmagnast á sjósundi, hét Michal Gabriš. Hann var frá Slóvakíu og varð aðeins 27 ára. Hann hafði nýlokið hringferð um Ísland á hlaupahjóli.

Innlent
Fréttamynd

Grunur um í­kveikju á Hjarðar­haga

Umtalsvert magn bensíns fannst í sýnum sem tekin voru á vettvangi mannskæðs eldsvoða að Hjarðarhaga í Reykjavík. Tveir létust í brunanum og grunur er uppi um að kveikt hafi verið í.

Innlent
Fréttamynd

Til­kynningum um nauðganir fjölgaði milli ára

142 tilkynningar um kynferðisbrot bárust lögreglu á fyrstu þremur mánuðum ársins. Það eru álíka margar tilkynningar og bárust lögreglu á sama tíma á síðasta ári. Hins vegar fjölgaði tilkynningum um nauðganir.

Innlent
Fréttamynd

Reyndi að stinga lög­reglu af á stolnum bíl

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið mann sem reyndi af stinga lögreglu af á stolnum bíl í hverfi 105 í Reykjavík og ók hann meðal annars yfir grasbala til að reyna að koma sér undan.

Innlent
Fréttamynd

Konan er fundin

Konan sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í dag er komin í leitirnar. 

Innlent
Fréttamynd

Þrír reyndu að komast undan lög­reglu

Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu höfðu í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Meðal annars reyndu þrír ökumenn í mismunandi ásigkomulagi að reyna að komast undan lögregluþjónum. Þá var einn vopnaður maður sem reyndi að komast undan á hlaupum, svo eitthvað sé nefnt.

Innlent
Fréttamynd

Yfir­fara þurfi öryggis­mál við Brúar­á

Erlendur ferðamaður, kona á fertugsaldri, sem féll í Brúará í gær var úrskurðuð látin á vettvangi. Um er að ræða þriðja banaslysið í Brúará á aðeins nokkrum árum. Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir þetta mikið áhyggjuefni, mikilvægt sé að yfirfara öryggismál við ána sem sé á landi í einkaeigu.

Innlent
Fréttamynd

Er­lendur ferða­maður féll í Brúar­á

Fjölmennt lið frá björgunarsveitum auk þyrlu Landhelgisgæslunnar var kallað út á fimmta tímanum í dag vegna einstaklings sem féll í ána Brúará við Hlauptungufoss. Einstaklingurinn er fundinn en lögregla hefur ekki veitt neinar upplýsingar um líðan hans. Um er að ræða erlendan ferðamann.

Innlent
Fréttamynd

Mál áfengisverslananna komin til ákærusviðs, aftur

Rannsóknir á tveimur netverslunum með áfengi eru komnar aftur til ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, eftir að hafa verið sendar aftur til rannsóknardeildar fyrir tveimur mánuðum. Málin hafa nú verið í rannsókn í hálfan áratug.

Innlent
Fréttamynd

Neitaði að blása í áfengismæli

Ökumaður sem stöðvaður var í Reykjavík í gærkvöldi vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis, neitaði að blása í áfengismæli. Í dagbók lögreglu segir að hann verði því einnig kærður fyrir að neita að veita atbeina við ransókn máls.

Innlent
Fréttamynd

Sérsveitin kölluð út vegna vopnaðs manns

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út til aðstoðar lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu við útkall á Frakkastíg við Hverfisgötu. Tilkynnt var um mann vopnaðan hníf. Hann hafði ekki uppi ógnandi framferði og engan sakaði.

Innlent
Fréttamynd

Sári djúpt snortinn yfir stuðningi

Sári Morg Gergó, ungverskur karlmaður sem slasaðist illa í brunanum á Hjarðarhaga fyrir tveimur vikum, er á góðum batavegi. Hann segir brunasár á líkamanum gróa vel. Síðustu tvær vikur hafi verið rússíbanareið.

Innlent
Fréttamynd

Ofur­ölvi þjófur gisti í fanga­geymslu

Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu stöðvuðu nokkra ökumenn í gærkvöldi og í nótt vegna gruns um að þeir væru undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þó virðist nóttin hafa verið róleg ef marka má dagbók lögreglu. Þar kemur fram að tveir hafi gist fangageymslur í nótt og að 69 mál hafi verið skráð í kerfi lögreglu frá fimm seinni partinn í gær til fimm í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Hrotta­legu of­beldi lýst í á­kæru á hendur Stefáni, Lúkasi og Matthíasi

Þeir Stefán Blackburn, Lúkas Geir Ingvarsson og Matthías Björn Erlingsson hafa verið ákærðir fyrir manndráp í Gufunessmálinu svokallaða. Í ákærunni er hrottalegu ofbeldi mannanna í garð karlmanns á sjötugsaldri lýst. Þeir hafi til að mynda brotið fimm tennur í manninum eftir að hafa numið hann á brott frá heimili hans. 

Innlent