
Eldri borgarar eiga að borða allt sem þeim finnst gott og nóg af próteini
Hollur og góður matur er öllum nauðsynlegur en sérstaklega er mikilvægt að eldra fólk sé duglegt að borða kjöt, fisk og kjúkling, auk þess að drekka nóg af vökva. Þetta segir Berglind Soffía Ásbjörnsdóttir Blöndal, næringarfræðingur í Hveragerði.