Inter og Porto eigast við í kvöld
Í kvöld mætast Inter Milan og Porto í síðari leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn en hann hefst klukkan 19.45. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Portúgal 23. febrúar.