

NBA
Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Sjáið dramatískar kveðjustundir Dwyane og Dirk frá því í nótt
NBA-goðsagnirnar Dwyane Wade og Dirk Nowitzki spiluðu í nótt síðustu heimaleiki sína með liðunum þar sem þeir hafa eytt öllum og næstum því öllum ferli sínum í NBA-deildinni.

Magic Johnson hættur hjá Los Angeles Lakers
Magic Johnson tilkynnti óvænt í nótt að hann væri hættur sem forseti Los Angeles Lakers en hann var aðeins tvö ár í starfinu.

Wade með 30 stig í síðasta heimaleiknum og enn er smá von um uppklapp í úrslitakeppninni
Miami Heat hélt mikið kveðjukvöld fyrir goðsögnina sína Dwyane Wade í NBA-deildinni í nótt og Wade svaraði með einum besta leik sínum í langan tíma. Dirk Nowitzki átti líka sinn langbesta leik í síðasta heimaleik sínum með Dallas og hálfgert varalið Golden State Warriors var nógu gott til að vinna Pelíkanana. Þrenna frá Russell Westbrook og sigurkarfa Paul George tryggðu Oklahoma City Thunder sigur á Houston Rockets.

LeBron var „við gæi“ en er núna „ég gæi“
Bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James liggur vel við höggi þessa dagana og bandarískir fjölmiðlamenn eru farnir að ganga lengra en áður í gagnrýni sinni á hann.

Bestu strákarnir stökkva strax í NBA en besta stelpan vill klára skólann
Á meðan bestu strákarnir stökkva við fyrsta tækifæri þegar NBA-deildin kallar þá er þetta öðruvísi farið með bestu körfuboltastelpurnar og WNBA.

Stefnir í sömu örlög hjá vinunum Dwyane Wade og LeBron James
Brooklyn Nets og Orlando Magic tryggðu sér bæði sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með góðum útisigrum í nótt og nýttu sér þar með sárgrætilegt tap Miami Heat í framlengingu í Toronto. Milwaukee Bucks liðið vann sinn sextugasta sigur og Golden State Warriors tryggði sér efsta sætið í Vesturdeildinni.

Brooklyn hafði betur gegn besta liði deildarinnar
Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Besta lið austurdeildarinnar, Milwaukee Bucks, tapaði fyrir Brooklyn Nets og Philadelphia 76ers hafði betur gegn Chicago Bulls.

Fullkomið kvöld hjá Hayward í sigri Boston
Gordon Hayward fór á kostum er Boston Celtics hafði betur gegn Indiana Pacers í bandarísku NBA deildinni í körfubolta í nótt.

Gríska fríkið tryggði Bucks sigur í austrinu
Milwaukee Bucks vann magnaðan sigur á Philadelphia í nótt og tryggði sér um leið sigur í Austurdeild NBA-deildarinnar í nótt.

Þetta eru leikmennirnir sem hafa mest að sanna í úrslitakeppni NBA
Þetta verður óvenjuleg úrslitakeppni því í fyrsta sinn í þrettán þarf enginn að velta því fyrri sér hversu langt liðið hans LeBron James kemst.

Ein besta skytta í sögu NBA-deildarinnar hefur aldrei verið með eðlilega sjón
Steph Curry, leikmaður Golden State Warriors, hefur verið einn besti leikmaður NBA-deildarinnar síðustu ár enda ótrúleg skytta. Nú hefur komið í ljós að hann hefur skotið svona vel þó svo hann sjái ekki eðlilega. Það er ótrúlegt.

Denver hundeltir meistara Golden State
Denver Nuggets hefur ekki gefist upp í baráttunni um toppsæti Vesturdeildar NBA-deildarinnar en Nuggets slátraði San Antonio Spurs í nótt.

Westbrook steig í fótspor Wilt Chamberlain
Í aðeins annað sinn í sögu NBA-deildarinnar náði leikmaður 20/20/20 leik. Það gerðist árið 1968 hjá Wilt Chamberlain og Russell Westbrook, leikmaður Oklahoma City, lék það eftir í nótt.

Warriors vann uppgjör toppliðanna
Meistarar Golden State Warriors eru með tveggja vinninga forskot í Vesturdeild NBA-deildarinnar eftir sigur á Denver í nótt í uppjöri toppliðanna.

Bara fjögur lið í allri NBA-sögunni með fleiri sannfærandi sigra en Bucks í vetur
Milwaukee Bucks er með besta árangurinn í NBA-deildinni í vetur og klárar að öllum líkindum tímabilið með heimavallarrétt út alla úrslitakeppnina.

Horford með stórleik fyrir Boston
Fjöldi leikja fór fram í NBA-deildinni í nótt og það er mikil barátta um lokasætið í úrslitakeppninni í Austurdeildinni.

Geggjuð sigurkarfa hjá Atlanta gegn Milwaukee | Myndband
Það var nóg að gerast í NBA-deildinni. Golden State skellti Charlotte með 47 stiga mun og Atlanta vann dramatískan sigur á Milwaukee.

Carter orðinn fimmti leikjahæstur
Aðeins fjórir leikmenn hafa leikið fleiri leiki í NBA en Vince Carter.

LeBron James kominn í sumarfrí
LeBron James mun ekki taka þátt í síðustu sex leikjum Los Angeles Lakers í NBA körfuboltanum.

Harden hlóð í 50 stiga leik
James Harden fór á kostum í NBA körfuboltanum í nótt þar sem línur fara senn að skýrast fyrir úrslitakeppnina.

Meistararnir reiðir dómaranum eftir tap í framlengingu
Golden State Warriors tapaði í framlengingu fyrir Minnesota Timberwolves í nótt í NBA deildinni í körfubolta. Liðsmenn Warriors voru dómurunum mjög reiðir í lok leiksins.

Tuttugu ár frá einu sóðalegasta plakati Shaq | Myndband
Shaquille O'Neal lét menn finna fyrir því undir körfunni.

Tim Duncan vissi ekki hver Ginobili var þegar að Spurs valdi hann
Tim Duncan elskaði að spila með Manu Ginobili en hafði ekki hugmynd um hver maðurinn var þegar hann mætti til leiks.

Stórleikur Harden færði Houston nær toppliðunum
Houston Rockets pakkaði liðinu í öðru sæti vestursins saman í nótt.

Kobe sagðist vera betri en Jordan og LeBron
Spjallþáttastjórnandinn James Corden kom körfuboltagoðsögninni Kobe Bryant í erfiða stöðu í þætti sínum í vikunni.

Tæp 30 ár síðan Jordan átti ótrúlegan leik og skoraði 69 stig | Myndband
Í dag eru nákvæmlega 29 ár frá stigahæsta leik á ferli besta körfuknattleiksmanns allra tíma, Michael Jordan.

Segir að verstu tímabilin hjá LeBron eigi eitt sameiginlegt
Bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James hefur spilað í öllum lokaúrslitum frá og með árinu 2011 eða átta í röð. Í ár verður hann ekki einu sinni með í einum leik í úrslitakeppninni.

Besta skotkvöld Durant á ferlinum er meistararnir tóku forystuna í vestrinu
Golden State Warriors vann sannfærandi sigur í Memphis.

Miami Heat heiðraði Chris Bosh | Myndbönd
Treyja Chris Bosh var hengd upp í rjáfur á heimavelli Miami Heat í gær og var mikið um dýrðir er þessi frábæri körfuknattleiksmaður var heiðraður.

Bledsoe stal senunni í uppgjöri Giannis og Harden
Milwaukee Bucks er með besta árangurinn í NBA-deildinni.