
NBA: Fimmtán sigrar í röð hjá Miami Heat
Miami Heat hélt áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann öruggan 97-81 sigur á Minnesota Timberwolves. Þetta var fimmtándi sigur liðsins í nótt og með honum bætti liðið félagsmetið.