
Denver Nuggets í vandræðum - höllin upptekin
Árangur Denver Nuggets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta hefur komið mörgum á óvart og engum meira en eiganda sínum og umsjónarmönnum Pepsi Center, heimahallar liðsins. Höllin er nefnilega upptekin á mánudagskvöldið þegar Denver á að spila á móti Los Angeles Lakers í fjórða leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar.