NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Dwyane Wade kláraði San Antonio

Dwyane Wade átti enn einn stjörnuleikinn í gærkvöldi þegar Miami Heat vann góðan sigur á San Antonio Spurs á heimavelli. Cleveland vann góðan sigur á LA Lakers og Boston tapaði enn eina ferðina.

Körfubolti
Fréttamynd

Cuban ósáttur við ummæli Wade

Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks í NBA-deildinni, og Avery Johnson, þjálfari liðsins, verja Dirk Nowitzki af öllum mætti eftir að Dwayne Wade, leikmaður Miami, gagnrýndi þýska leikmanninn fyrir skort á leiðtogahæfileikum. Cuban og Johnson skjóta föstum skotum að Wade og segja honum að líta í eigin barm.

Körfubolti
Fréttamynd

Carmelo Anthony valinn í stjörnuleikinn

Vandræðagemlingurinn Carmelo Anthony hefur verið valinn í lið Vesturdeildarinnar sem tekur þátt í stjörnuleik NBA-deildarinnar þann 18. febrúar næstkomandi. Það var framkvæmdastjóri deildarinnar, sjálfur David Stern, sem valdi Anthony í leikinn vegna meiðsla Carlos Boozer.

Körfubolti
Fréttamynd

Sjötti sigur Detroit í röð

Rasheed Wallace spilaði líklega sinn besta leik á tímabilinu og leiddi Detroit til sigurs gegn Toronto í NBA-deildinni í nótt, 98-92. Þetta var sjötti sigurleikur Detroit í röð en Toronto hefur hins vegar tapað síðustu átta leikjum sínum gegn Detroit.

Körfubolti
Fréttamynd

Boston Celtics sett nýtt félagsmet

Boston Celtics setti nýtt félagsmet í NBA-deildinni í nótt með því að tapa 17. leik sínum í röð. Í þetta sinn steinlá liðið á heimavelli fyrir New Jersey, 92-78, þrátt fyrir að Paul Pierce, helsta stjarna liðsins, hafi spilað með liðinu á ný eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Fjölmargir leikir fóru fram í NBA í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Bosh hafði betur gegn Howard í frábæru einvígi

Toronto Raptors er heldur betur á góðu skriði í NBA deildinni þessa dagana og í nótt vann liðið fjórða leikinn í röð og þann níunda af síðustu ellefu þegar liðið skellti Orlando Magic 113-103. Stjörnuleikmennirnir Dwight Howard og Chris Bosh háðu mikið einvígi í leiknum og fóru báðir á kostum.

Körfubolti
Fréttamynd

Washington - San Antonio í beinni á miðnætti

Leikur Washington Wizards og San Antonio Spurs verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu á miðnætti í kvöld. Þar gefst NBA áhugamönnum tækifæri til að sjá einn litríkasta og besta leikmann deildarinnar Gilbert Arenas leika listir sínar.

Körfubolti
Fréttamynd

Leikmenn Indiana enn til vandræða

Lið Indiana Pacers er enn og aftur komið í fréttirnar á röngum forsendum en í dag greindi Indianapolis Star frá því að kráareigandi í borginni sakaði þrjá af leikmönnum liðsins um að hafa lamið sig illa aðfararnótt þriðjudags. Tveir af þessum leikmönnum voru einnig í eldlínunni í skotárásinni fyrir utan súlustað í borginni fyrr í vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

15 töp í röð hjá Boston

Boston tapaði í nótt 15. leiknum í röð í NBA deildinni og ekkert lát virðist vera á hrakförum liðsins, þar sem aðalstjarnan Paul Pierce er enn langt frá því að snúa aftur úr erfiðum meiðslum. Boston steinlá fyrir Detroit í nótt og nú hefur liðið tapað 23 af 25 leikjum meðan Pierce er meiddur.

Körfubolti
Fréttamynd

Memphis - Houston í beinni í nótt

Leikur Memphis Grizzlies og Houston Rockets verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan eitt eftir miðnætti í nótt. Hér er á ferðinni leikur tveggja liða með mjög ólíkan leikstíl og gaman verður að sjá hvort það verður sókn eða vörn sem hefur betur að þessu sinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Barkley vann tæpar 50 milljónir í Las Vegas um helgina

Fyrrum körfuknattleiksmaðurinn Charles Barkley sem nú er sjónvarpsmaður á ESPN sjónvarpsstöðinni, segist hafa unnið tæpar 50 milljónir króna í Las Vegas um síðustu helgi þar sem hann veðjaði m.a. á úrslitin í Superbowl. Barkley viðurkennir að hann eigi við vandamál að stríða þegar kemur að veðmálum og segist hafa tapað 170 milljónum á 6 klukkutímum í spilavíti í fyrra.

Körfubolti
Fréttamynd

Jordan og Dominique dæma í troðkeppninni

Dómnefndin í troðslukeppninni í stjörnuleiknum í NBA þann 17. febrúar næstkomandi verða engir smákallar og ef til vill betri troðarar en sjálfir keppendurnir. Í gærkvöldi var tilkynnt að fyrrum meistararnir Dominique Wilkins, Michael Jordan, Dr. Julius Erving, Kobe Bryant og Vince Carter verði í dómnefndinni að þessu sinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Shaquille O´Neal allur að koma til

Shaquille O´Neal virðist vera að ná heilsu á ný eftir löng og erfið meiðsli, en í nótt skoraði hann 22 stig á aðeins 21 mínútu í sigri Miami Heat á Charlotte. Dwyane Wade skoraði 27 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir Miami sem vann fjórða leikinn í röð, en Raymond Felton skoraði 20 stig fyrir Charlotte.

Körfubolti
Fréttamynd

Detroit herðir takið á Cleveland

Liðsmenn Detroit Pistons minntu LeBron James og félaga í Cleveland Cavaliers rækilega á það í nótt að liðið á enn nokkuð í að geta kallað sig stórveldi í Austurdeildinni. Detroit vann auðveldan útisigur á Cleveland 90-78 og var það fimmti sigur Detroit á Cleveland í röð í deildarkeppninni.

Körfubolti
Fréttamynd

Þriðji sigur Utah á Phoenix í vetur

Utah Jazz lagði Phoenix Suns nokkuð óvænt á útivelli í NBA deildinni í körfubolta í nótt og var þetta þriðji sigur Utah á Phoenix í vetur. Jazz ber því ábyrgð á vænum hluta aðeins 10 tapleikja Phoenix, en þar af eru tvö þeirra á heimavelli Suns. Þá áttust þeir Kobe Bryant og Gilbert Arenas við í miklu einvígi Washington og LA Lakers.

Körfubolti
Fréttamynd

Vafasamt met hjá Boston

Tíu leikir fóru fram í NBA í nótt. Indiana lagði LA Lakers í beinni útsendingu á Sýn. Sögufrægt lið Boston Celtics tapaði í nótt 14. leik sínum í röð og er þetta lengsta taphrina þessa stórveldis sem á að baki 16. meistaratitla. Denver vann langþráðan sigur þegar liðið skellti Portland í framlengingu.

Körfubolti
Fréttamynd

Indiana - LA Lakers í beinni á Sýn í kvöld

Leikur Indiana Pacers og Los Angeles Lakers verður sýndur beint á Sýn á miðnætti í kvöld. Lið Indiana er enn að slípa sig saman eftir mikil leikmannaskipti á dögunum og hefur liðið unnið 24 leiki og tapað 21. Lakers hefur ekki gengið jafn vel undanfarið en liðið vann þó stórsigur á Boston í síðasta leik þar sem Kobe Bryant fór á kostum með 43 stigum. Lakers hefur unnið 28 leiki og tapað aðeins 18.

Körfubolti
Fréttamynd

Langþráður sigur hjá Phoenix - Wade fór hamförum

Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Dwyane Wade tryggði Miami góðan sigur á Cleveland og Phoenix vann fyrsta leik sinn í vetur gegn toppliðunum í Vesturdeildinni þegar liðið skellti San Antonio í frábærum leik í beinni á NBA TV.

Körfubolti
Fréttamynd

Nash og Bosh leikmenn mánaðarins í NBA

Steve Nash hjá Phoenix Suns og Chris Bosh hjá Toronto Raptors voru í kvöld útnefndir leikmenn janúarmánaðar í NBA deildinni, en þeir verða báðir í byrjunarliðunum í Stjörnuleiknum sem fram fer í Las Vegas síðar í þessum mánuði.

Körfubolti
Fréttamynd

Carmelo Anthony ekki valinn í stjörnuliðið

Framherjinn Carmelo Anthony hjá Denver var ekki á meðal þeirra leikmanna sem í kvöld voru valdir sem varamenn í Stjörnuleiknum sem fram fer í Las Vegas síðar í þessum mánuði. Talið er víst að þáttaka Anthony í slagsmálunum í New York fyrir nokkrum vikum hafi spilað stóran þátt í því að þessi stigahæsti leikmaður í NBA var ekki valinn í liðið.

Körfubolti
Fréttamynd

Fjórða tap Denver í röð

Fjöldi leikja fór fram í NBA deildinni í nótt. Denver tapaði sínum fjórða leik í röð í nótt þegar liðið lá fyrir Portland á útivelli. Utah skellti San Antonio og Kobe Bryant sneri aftur með látum eftir leikbann og færði Boston 13. tapið í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Boozer úr leik í 4-6 vikur

Framherjinn Carlos Boozer hjá Utah Jazz verður frá keppni í 4-6 vikur eftir að í ljós kom að hann er með brákað bein í fæti eftir samstuð í leik gegn New Orleans á mánudagskvöldið. Þetta er mikið áfall fyrir lið Utah sem komið hefur verulega á óvart í NBA deildinni í vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

Rodman í raunveruleikasjónvarp (myndbrot)

Villingurinn og fyrrum NBA leikmaðurinn Dennis Rodman er nú kominn með sinn eigin raunveruleikasjónvarpsþátt sem framleiddur er af Mark Cuban, eiganda Dallas Mavericks. Þátturinn hefur fengið nafnið Geak to Freak og fjallar um það hvernig Rodman hjálpar venjulegu fólki að sleppa fram af sér beislinu. Smelltu á hlekkinn í fréttinni til að sjá brot úr þættinum.

Körfubolti
Fréttamynd

Eddie Jones á leið til Miami á ný

Hinn fjölhæfi Eddie Jones hjá Memphis Grizzlies er nú að ganga frá því að verða keyptur út úr samningi sínum við félagið og fregnir herma að hann muni ganga í raðir meistara Miami Heat á morgun. Jones, sem bæði getur spilað sem bakvörður og framherji, spilaði í sex ár með Miami á sínum tíma.

Körfubolti
Fréttamynd

Þriðja tap Lakers í röð

LA Lakers tapaði í nótt þriðja leik sínum í röð þegar liðið lá fyrir New York Knicks á útivelli 99-94, en liðið var án Kobe Bryant sem tók út leikbann. Miami þurfti hinsvegar ekki á Shaquille O´Neal að halda til að bursta Milwaukee og Dallas fékk góða hjálp úr óvæntri átt til að vinna Seattle.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe Bryant í bann fyrir olnbogaskot

Kobe Bryant hjá LA Lakers verður ekki með liðinu í nótt þegar það mætir New York Knicks eftir að hann var dæmdur í eins leiks bann fyrir að gefa Manu Ginobili hjá San Antonio olnbogaskot í leik liðanna á sunnudagskvöld. Bryant er steinhissa á þessum tíðindum.

Körfubolti
Fréttamynd

Minnesota stöðvaði 17 leikja sigurgöngu Phoenix

Kevin Garnett átti stórleik fyrir Minnesota Timberwolves í nótt þegar liðið stöðvaði 17 leikja sigurgöngu Phoenix Suns í NBA deildinni með 121-112 sigri á heimavelli sínum. Denver á enn í vandræðum þrátt fyrir að vera búið að fá Carmelo Anthony aftur úr meiðslum og Vince Carter tryggði New Jersey sigur á Utah með flautukörfu.

Körfubolti
Fréttamynd

Finley skoraði flautukörfu gegn LA Lakers

Michael Finley skoraði þriggja-stiga körfu og tryggði San Antonio 96-94 sigur á LA Lakers þegar 1,3 sekúndur voru eftir í leik liðanna í NBA-deildinni í nótt. Phoenix gefur ekkert eftir og vann sinn 17. sigur í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Sagan er með Phoenix

Phoenix Suns er óumdeilanlega heitasta liðið í NBA-deildinni um þessar mundir og hefur nú unnið 16 leiki í röð. Sú sigurhrina fer í sögubækur NBA sem sú sjötta besta frá upphafi. Miðað við tölfræðina bendir margt til þess að Phoenix verði meistarar þegar uppi er staðið í haust.

Körfubolti
Fréttamynd

Chicago með gott tak á Miami

Meistarar Miami töpuðu í þriðja sinn á tímabilinu fyrir Chicago í nótt, 100-97. þar sem Shaquille O'Neal lék ekki með. Kirk Hinrich spilaði frábæra vörn á Dwayne Wade og Miami tapaði í fimmta sinn í síðustu sex leikjum.

Körfubolti