
Mike Miller besti varamaðurinn
Mike Miller, leikmaður Memphis Grizzlies, var í gærkvöld kjörinn besti varamaðurinn á tímabilinu í NBA deildinni með nokkuð miklum yfirburðum. Miller skoraði 13,7 stig og hirti 5,4 fráköst að meðaltali í leik í vetur, en hann var færður á varamannabekkinn í upphafi leiktíðar þegar Mike Fratello þjálfari breytti uppstillingu sinni til að ná meiru út úr liðinu. Það heppnaðist einstaklega vel og var Miller lykilmaður liðsins áfram þó hann kæmi af bekknum.