
HK kærði aftur
Kæru HK vegna félagaskipta markvarðarins Egidijusar Petkeviciusar úr Fram í HK var vísað frá í gær vegna formgalla en HK-menn stóðu ekki nógu vel að kærunni. Þeir létu það ekki stöðva sig heldur lögðu inn nýja kæru vegna málsins í gær.