Framkonur stöðvuðu sigurgöngu Vals - myndir Framkonur eru deildarbikarmeistarar kvenna í handbolta 2012 eftir fjögurra marka sigur á Íslands- og bikarmeisturum Vals í kvöld, 28-24. Handbolti 28. desember 2012 21:39
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 24-28 | Framkonur deildarbikarmeistarar Framarar eru deildarbikarmeistarar kvenna í handbolta eftir fjögurra marka sigur á Íslands- og bikarmeisturum Vals, 28-24, í úrslitaleik Flugfélags Íslands bikarsins í Laugardalshöllinni í kvöld. Handbolti 28. desember 2012 15:28
Tekst Fram að stöðva sigurgöngu Valskvenna? Valur og Fram mætast í úrslitaleik deildabikars kvenna í Laugardalshöll klukkan 17.30 í kvöld. Valskonur mörðu sigur á Stjörnunni eftir tvíframlengdan leik og vítakeppni í gærkvöldi en Fram fór létt með ÍBV. Handbolti 28. desember 2012 13:09
Leik lokið: Fram - ÍBV 40-18 | Fram mætir Val í úrslitaleiknum Framkonur áttu ekki í miklum vandræðum með að vinna ÍBV í kvöld og tryggja sér sæti í úrslitaleik Flugfélags Íslands deildarbikarsins en Fram mætir Val í úrslitaleiknum í Laugardalshöllinni á morgun. Handbolti 27. desember 2012 19:30
Leik lokið: Valur - Stjarnan 32-31 | Valur vann í vítakeppni Valskonur eru komnar í úrslitaleik Flugfélags Íslands deildarbikarsins eftir sigur á Stjörnunni eftir tvær framlengingar og vítakeppni í fyrri undanúrslitaleiknum í Strandgötu í kvöld. Valur mættir annaðhvort Fram eða ÍBV í úrslitaleiknum í Laugardalshöllinni á morgun en seinni undanúrslitaleikurinn hefst bráðum í Strandgötunni. Handbolti 27. desember 2012 14:31
Vinna Valskonur alla titlana á árinu? | Undanúrslitin hefjast í kvöld Undanúrslitaleikirnir í deildarbikar kvenna í handbolta fara í kvöld. Þá mætast Valur og Stjarnan annars vegar og Fram mætir ÍBV hins vegar. Handbolti 27. desember 2012 11:02
Aron og Jenný handboltafólk ársins Aron Pálmarsson, leikmaður Kiel, og Guðný Jenný Ásmundsdóttir, leikmaður Hauka, hafa verið kjörin handboltafólk ársins af stjórn Handknattleikssambandi Íslands. Handbolti 20. desember 2012 19:30
Betra líkamlegt ásigkomulag skortir Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik mætir Tékkum í umspilsleikjum um sæti á heimsmeistaramótinu næsta sumar. Landsliðsþjálfarinn segir að bæta þurfi frammistöðuna frá því á EM í Serbíu til að eiga möguleika og að stelpurnar þurfi að vera í betra standi. Handbolti 18. desember 2012 07:00
Leikdagar ákveðnir fyrir deildarbikar HSÍ | Karlarnir leika í janúar Leikdagar í deildarbikar Handknattleikssambands Íslands hafa verið gefnir út. Líkt og undanfarin ár leik fjögur efstu liðin í efstu deildum karla og kvenna um bikarinn. Handbolti 11. desember 2012 18:30
Þorgerður Anna dregur sig úr landsliðshópnum Það er búið að fækka um fjóra í íslenska kvennalandsliðshópnum sem er á leiðinni á EM í Serbíu í desember. Athygli vekur að skyttan unga, Þorgerður Anna Atladóttur, dregur sig úr hópnum vegna persónulegra ástæðna. Handbolti 23. nóvember 2012 11:28
HK og FH mætast í Símabikarnum Bikarkeppni HSÍ fékk nýtt nafn í hádeginu en nú verður keppt í Símabikarnum þar sem að Eimskip, sem hefur verið styrktarðili bikarkeppninnar síðustu ár hélt samstarfi við HSÍ ekki áfram. Dregið var um leið í 16 liða úrslitin hjá bæði körlum og konum. Handbolti 22. nóvember 2012 13:23
Níu sigrar í röð hjá Framkonum Framkonur héldu áfram sigurgöngu sinni í N1 deild kvenna í kvöld með 19 marka heimasigri á nýliðum Selfoss, 33-14, í Framhúsinu í Safamýri. Handbolti 16. nóvember 2012 21:55
HK upp að hlið FH HK-konur komust upp að hlið FH í 4. til 5. sæti N1 deildar kvenna í handbolta eftir fjögurra marka sigur á Gróttu, 23-19, á Seltjarnarnesi í kvöld. HK-konur náðu þarna að rífa sig upp eftir stórt tap á móti Íslandsmeisturum Vals á þriðjudaginn. Handbolti 16. nóvember 2012 20:38
Hrafnhildur reddaði skóm á allt landsliðið Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, fyrirliði Vals og íslenska kvennalandsliðsins, fer fyrir sínu liði jafnt innan sem utan vallar. Hrafnhildur og félagar hennar í landsliðinu eru að fara að keppa á sínu þriðja stórmóti í röð í næsta mánuði en það þurfti einkaframtak frá henni sjálfri til að útvega nýja skó á allar landsliðsstelpurnar. Handbolti 14. nóvember 2012 08:00
Áttundi stórsigur Valskvenna í röð - myndir Valskonur eru aftur komnar á topp N1 deildar kvenna í handbolta eftir 23 marka sigur á HK, 44-21, í Digranesi í kvöld en leikurinn var færður til vegna þátttöku Valsliðsins í Evrópukeppninni um síðustu helgi. Handbolti 13. nóvember 2012 21:13
Eins og draugar á fyrstu æfingunni Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og félagar hennar í kvennaliði Vals voru grátlega nálægt því að komast áfram í Evrópukeppninni um síðustu helgi þegar þær féllu út á móti rúmenska liðinu H.C. Zalau á færri mörkum skoruðum á útivelli. Handbolti 13. nóvember 2012 18:00
Guðrún Ósk ófrísk og ekki meira með í vetur Framkonur verða án aðalmarkvarðar síns það sem eftir er tímabilsins í kvennahandboltanum því Guðrún Ósk Maríasdóttir hefur þurft að draga sig í hlé eftir að í ljós kom að hún á von á barni með kærasta sínum Árna Birni Kristjánssyni. Guðrún Ósk er einn allra besti markvörður N1-deildarinnar og hefur verið í kringum A-landsliðið síðustu árin. Sport 13. nóvember 2012 07:00
Úrslit dagsins í N1-deild kvenna ÍBV komst upp í annað sæti í N1-deild kvenna eftir öruggan sigur á Fylki. Þrír leikir fóru fram í deildinni í dag. Handbolti 10. nóvember 2012 15:55
Florentina ætlar að sækja um ríkisborgararétt Florentina Stanciu, markvörður ÍBV, ætlar að sækja um íslenska ríkisborgararétt. Það kom fram í kvöldfréttum Rúv í gær. Handbolti 9. nóvember 2012 09:23
Þær eru ógeðslega stórar Íslandsmeistarar Vals í kvennahandboltanum fá stórt próf í kvöld og á morgun þegar rúmenska liðið H.C. Zalau mætir á Hlíðarenda og spilar tvo leiki í 2. umferð EHF-bikarsins. Handbolti 9. nóvember 2012 06:00
Sigur hjá ÍBV í Eyjum ÍBV festi stöðu sína í þriðja sæti N1-deildar kvenna í kvöld er liðið vann fjögurra marka sigur, 28-24, gegn Haukum í Vestmannaeyjum. Handbolti 7. nóvember 2012 20:11
Úrslit kvöldsins í N1-deild kvenna Fjórir leikir fóru fram í N1-deild kvenna í kvöld. Sem fyrr unnu Valur og Fram örugga sigra á andstæðingum sínum. Handbolti 6. nóvember 2012 21:56
Eyjakonur fyrstar til að vinna í Digranesinu í vetur Eyjakonur unnu sinn fjórða sigur í röð í N1 deild kvenna í dag þegar þær sóttu tvö stig í Digranes. ÍBV vann 35-30 sigur á heimastúlkum í HK sem höfðu fyrir leikinn unnið alla heimaleiki vetrarins. Handbolti 3. nóvember 2012 17:31
Fram og Valur safna áfram stórsigrum Fram og Valur eru áfram með fullt hús á toppi N1 deildar kvenna í handbolta eftir stórsigra í dag. Fram hefur unnið alla sjö leiki sína en Valskonur hafa unnið alla sex leiki sína. Það er ekki búist við að liðin tapi stigum fyrr en þau mætast innbyrðis í fyrsta sinn en það verður ekki fyrr en eftir áramót. Handbolti 3. nóvember 2012 15:50
ÍBV í þriðja sætið - Öll úrslit kvöldsins Heil umferð fór fram í N1-deild kvenna í kvöld. ÍBV er komið upp á þriðja sæti deildarinnar eftir sigur á FH en Fram er eitt á toppi deildarinnar. Handbolti 30. október 2012 21:22
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 23-26 Fram er enn taplaust á toppi N1 deildar kvenna eftir þriggja marka sigur á Stjörnunni á útivelli 26-23. Jafnt var í hálfleik 13-13 en Fram náði mest fimm marka forystu eftir hlé og vann nokkuð öruggan sigur. Handbolti 30. október 2012 19:00
Úrslit dagsins í N1-deild kvenna Topplið Vals og Fram unnu bæði örugga sigra í N1-deildinni í dag. Þau eru sem fyrr efst og jöfn með fullt hús stiga eftir fimm leiki. Handbolti 27. október 2012 17:05
Mömmurnar elda ofan í stelpurnar fyrir leik Fram-stelpur eru brattar fyrir leikina gegn Tertnes í Evrópukeppni félagsliða um helgina en þeir fara fram í dag og á morgun klukkan 16.00. Báðir leikir fara fram í Safamýrinni. Handbolti 20. október 2012 07:30
Valur vann í Valencia Valsstúlkur gerðu sér lítið fyrir í kvöld og skelltu spænska liðinu Valencia, 27-22, í fyrri leik liðanna í 2. umferð EHF-keppninnar í handknattleik. Handbolti 19. október 2012 20:10
Valskonur spila á Spáni í kvöld og á morgun Íslands- og bikarmeistarar Vals mæta um helgina spænska liðinu Valencia Aicequip í tveimur leikjum í 2. umferð EHF-bikars kvenna í handbolta. Handbolti 19. október 2012 16:00