Bikarmeistararnir mæta á Ásvelli Dominos-deild kvenna fer aftur af stað í kvöld eftir smá hlé vegna bikarúrslitanna og verður þá heil umferð spiluð. Þetta er 22. umferðin af 28 í deildinni. Nýkrýndir bikarmeistarar Keflavíkur heimsækja Hauka í Schenkerhöllina á Ásvöllum. Körfubolti 20. febrúar 2013 13:45
Bikarkóngarnir tveir Stjarnan og Keflavík tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í körfubolta í Laugardalshöllinni um helgina en þjálfarar liðanna eru tveir sigursælustu menn í bikarúrslitunum, Teitur Örlygsson og Sigurður Ingimundarson. Körfubolti 18. febrúar 2013 07:00
Hundrað stig hjá Birnu í Höllinni Keflvíkingurinn Birna Valgarðsdóttir varð um helgina aðeins fimmta konan til þess að spila tíu bikarúrslitaleiki. Körfubolti 18. febrúar 2013 06:00
Birna spilar sinn tíunda bikarúrslitaleik í dag Birna Valgarðsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, spilar tímamóta bikarúrslitaleik í Laugardalshöllinni í dag þegar Keflavíkurkonur mæta Val í úrslitaleik Poweradebikars kvenna í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 13.30. Körfubolti 16. febrúar 2013 10:00
Sigurður og Sverrir Þór geta báðir unnið annað árið í röð Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari karlaliðs Grindavíkur, og Sigurður Ingimundarson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur, geta báðir unnið bikarinn annað árið í röð i dag en þeir eru þeir einu í Laugardalshöllinni í dag sem urðu bikarmeistarar í fyrra. Körfubolti 16. febrúar 2013 09:00
Tveir risaleikir í Höllinni í dag Fréttablaðið fékk Inga Þór Steinþórsson, þjálfara beggja Snæfellsliðanna, til þess að spá í úrslitaleiki Powerade-bikarsins sem fram fara í Laugardalshöllinni í dag. Hann spáir Keflavík og Grindavík sigri í leikjunum og flestir aðrir spámenn Fréttablaðsin eru sammála. Körfubolti 16. febrúar 2013 06:00
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 68-60 | Keflavík Bikarmeistari Keflavík varð í dag Bikarmeistari í körfubolta kvenna þegar liðið bar sigur úr býtum gegn Val, 68-60, í Laugardalshöllinni. Keflavík byrjaði leikinn mikið mun betur og leiddi með 21 stigi í hálfleik. Körfubolti 16. febrúar 2013 00:01
Færri dómarar í bikarúrslitaleiknum í ár Grindavík og Stjarnan mætast á morgun í bikarúrslitaleik karla í körfubolta í Laugardalshöllinni og dómaranefnd KKÍ hefur raðað niður dómurum á leikinn sem og á kvennaleikinn sem er á milli Keflavíkur og Vals. Körfubolti 15. febrúar 2013 11:45
Ein óheppnasta körfuboltakona landsins Berglind Gunnarsdóttir er ein efnilegasta körfuboltakona landsins og búin að vera lengi í stóru hlutverki hjá Snæfelli þrátt fyrir að vera ekki orðin tvítug. Körfubolti 13. febrúar 2013 06:30
Er hún með svona lélegan umboðsmann? KR-ingar duttu heldur betur í lukkupottinn þegar þeir fengu til sín bandarísku körfuboltakonuna Shannon McCallum. Shannon McCallum skoraði 45 stig um helgina í átta stiga sigri KR á Snæfelli, 72-64, í Hólminum. Körfubolti 11. febrúar 2013 19:00
KR vann í Hólminum | Keflavík á toppnum KR vann sætan sigur á Snæfelli í Hólminum í dag. Keflavík er enn á toppi Dominos-deildar kvenna eftir útisigur gegn Fjölni. Körfubolti 9. febrúar 2013 18:18
Shannon með 147 stig á 139 mínútum - myndir Shannon McCallum hefur heldur betur stimplað sig inn í íslenska körfuboltann síðan að hún gekk til liðs við kvennalið KR á dögunum. McCallum var aðeins tveimur stigum frá því í kvöld að brjóta 40 stiga múrinn í þriðja leiknum í röð. KR vann þá Hauka 73-54 og svo gott sem tryggði sér sæti í úrslitakeppninni. Körfubolti 6. febrúar 2013 23:35
Snæfell minnkaði forskot Keflavíkur - úrslitin í kvennakörfunni Snæfell minnkaði forskot Keflavíkur á toppi Dominosdeildar kvenna í körfubolta í kvöld en 20. umferð af 28 fór þá fram. Snæfell vann Njarðvík í Ljónagryfjunni á sama tíma og topplið Keflavíkur tapaði heima á móti Val. Körfubolti 6. febrúar 2013 21:08
Valskonur unnu topplið Keflavíkur Valskonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld þegar þær skelltu sér til Keflavíkur og unnu 19 stiga sigur á toppliði Keflavíkur, 97-78. Þetta var aðeins annað tap Keflavíkurliðsins á deild og bikar á tímabilinu. Körfubolti 6. febrúar 2013 20:55
Keflavík vann toppslaginn í Stykkishólmi Keflavík er með sex stiga forystu á toppi Domino's-deildar kvenna eftir sigur á Snæfelli í Stykkishólmi, 75-66. Körfubolti 2. febrúar 2013 17:33
Arnar Freyr og Ingibjörg í Keflavík Leikstjórnendurnir og parið Arnar Freyr Jónsson og Ingibjörg Jakobsdóttir hafa gengið til liðs við Keflavík eftir hálfs árs dvöl í Danmörku. Körfubolti 31. janúar 2013 23:33
Ólöf Helga glímir við taugaskemmdir í skothendinni - ferillinn í hættu Ólöf Helga Pálsdóttir, fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Njarðvíkur á síðasta tímabili og núverandi leikmaður Grindavíkur í Dominos-deild kvenna hefur nánast ekkert getað spilað með Grindavíkurliðinu á þessu tímabili. Víkurfréttir segja frá því í dag að það sér óvíst hvort Ólöf Helga leiki hreinlega aftur körfubolta en hún er 27 ára gömul. Körfubolti 31. janúar 2013 18:32
Landsbyggðin vann í Stjörnuleiknum Það var stuð og spenna í Stjörnuleik Dominos-deildar kvenna í kvöld en þar þurfti að framlengja leikinn til þess að knýja fram úrslit. Körfubolti 30. janúar 2013 22:07
Smith vann þriggja stiga keppnina Stjörnuleikurinn í Dominos-deild kvenna fer fram í kvöld og nú er nýlokið æsispennandi þriggja stiga keppni. Körfubolti 30. janúar 2013 20:43
Stjörnuleikur kvenna í Keflavík í kvöld Stjörnuleikur kvenna í körfubolta fer fram í kvöld eftir tveggja ára hlé en leikurinn fer að þessu sinni fram í Toyota-höllinni í Keflavík eða á heimavelli toppliðs Dominos-deildar kvenna. Körfubolti 30. janúar 2013 16:00
Keflavíkurkonur í Höllina í tuttugasta sinn Það verða Keflavík og Valur sem spila til úrslita í Powerade-bikar kvenna í körfubolta í Laugardalshöllinni 16. febrúar næstkomandi en það kom í ljós þegar Keflavíkurkonur unnu 73-70 sigur á Snæfelli í Stykkishólmi í dag. Valskonur komust í úrslitaleikinn með sigri á Hamar í Hveragerði í gær. Körfubolti 26. janúar 2013 17:25
Valskonur vandræðalaust í úrslit Valur er komið í úrslit Powerade-bikarkeppni kvenna eftir öruggan sigur á Hamri í Hveragerði, 86-39. Körfubolti 25. janúar 2013 21:28
Valur lagði Hauka | Löng bið KR á enda Heil umferð fór fram í Domino's-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Topplið Keflavíkur og Snæfells unnu bæði sigra í leikjum sínum. Körfubolti 23. janúar 2013 20:58
Löng taphrina endar í DHL-höllinni í kvöld Heil umferð fer fram í Dominos-deild kvenna í körfubolta en tveir leikir fara fram á höfuðborgarsvæðinu og tveir verða spilaðir á Suðurnesjunum. Þetta er 18. umferð deildarinnar en eftir hana eru tíu umferðir eftir af deildarkeppninni. Körfubolti 23. janúar 2013 17:00
Valskonur missa tvö stig til Snæfells Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur úrskurðað Snæfelli 20-0 sigur í leik á móti Val í Dominos-deild kvenna í körfubolta í fyrsta leik ársins 2013 en þetta kemur fram í frétt á heimasíðu sambandsins. Snæfell hefur þar með tíu stiga forskot og betri innbyrðisstöðu á móti Val í baráttunni um heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Körfubolti 23. janúar 2013 15:01
Sextán ára stelpa fékk flest atkvæði í Stjörnuleikskosningunni Sara Rún Hinriksdóttir, sextán ára stelpa úr Keflavík, fékk flest atkvæði í netkosningu um byrjunarliðin í Stjörnuleik kvenna í körfubolta sem fram fer í Keflavík miðvikudaginn 30. janúar næstkomandi. Körfubolti 23. janúar 2013 11:30
Enginn tvíhöfði í Hólminum Körfuknattleikssambandið hefur gefið út tímasetningar á undanúrslitaleikjum í Powerade-bikarnum sem fara fram um næstu helgi. Snæfellingar fengu heimaleiki hjá bæði körlum og konum en leikirnir fara samt fram sitthvorn daginn. Körfubolti 21. janúar 2013 15:45
Keflavík vann eftir framlengingu - öll úrslitin í kvennakörfunni Þrjú efstu liðin í Domnios-deild kvenna unnu öll sína leiki í kvöld þegar 17. umferðin fór fram. Topplið Keflavíkur bjargaði sér fyrir horn á móti KR á heimavelli og vann eftir framlengingu. Snæfell og Valur unnu líka sína leiki en Valskonur voru næstum því búnar að missa frá sér sigurinn í lokin á móti botnliði Fjölnis. Körfubolti 16. janúar 2013 21:07
Keflavík í undanúrslit bikarsins Keflavík tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum Powerade-bikarkeppni kvenna með sigri á KR-ingum. Körfubolti 12. janúar 2013 15:38
Keflavíkurstúlkur í stuði | Úrslit kvöldsins Það er ekkert lát á góðu gengi kvennaliðs Keflavíkur í körfubolta en liðið vann í kvöld sinn fimmtánda sigur í sextán leikjum í deildinni. Körfubolti 9. janúar 2013 20:54
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti