Stefnir í „meinlítið“ páskaveður "Lykilorðið þarna er vísir. Þetta er rosalega ómerkilegt í rauninni og ef við tökum saman skírdag til mánudags þá er þetta meinlítið veður,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á veðurstofu Íslands, um hvað hafi verið átt við með orðunum vísi að páskahreti í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Innlent 17. apríl 2019 11:02
Húsbíll fauk út af á Reykjanesbraut Húsbíll hafnaði utan vegar í miklu hvassviðri á Reykjanesbraut við Keilisvöllinn í Hafnarfirði skömmu eftir hádegi í dag. Innlent 16. apríl 2019 13:46
Veðrið hefur áhrif á Strætóferðir Slæmt veður á Suður- og Vesturlandi hefur áhrif á leiðir Strætó á landsbyggðinni í dag. Innlent 16. apríl 2019 10:26
„Þetta er heiðarlegur stormur“ "Þetta er heiðarlegur stormur,“ segir vakthafandi veðurfræðingur um veðrið sem nú gengur yfir landið. Gul viðvörun er í gildi á Miðhálendinu og á Suðurlandi en viðvörunin færist yfir á Snæfellsnes og Breiðafjörð eftir því sem líður á daginn. Innlent 16. apríl 2019 08:42
Enn ein lægðin væntanleg á morgun með stormi Í dag má búast við svipuðu veðri og hefur verið undanfarna daga og á morgun er von á enn einni lægðinni til landsins, með stormi sunnan- og suðvestanlands. Innlent 15. apríl 2019 07:03
Betur gekk að koma fólki frá borði Veðrið á suðvesturhorninu undanfarna sólarhringa hefur varla farið fram hjá neinum. Mikið hefur verið fjallað um hvassviðrið og þá helst áhrif þess á flugsamgöngur. Innlent 14. apríl 2019 09:43
Dregur úr vindi eftir læti síðustu daga Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á Suðausturlandi þar sem spáð er úrhellisrigningu. Innlent 14. apríl 2019 07:51
Þakklæðning á hárri byggingu á Keflavíkurflugvelli að fjúka Á tíunda tímanum barst beiðni um aðstoð til björgunarsveita á Suðurnesjum vegna þaks á hárri byggingu inni á Keflavíkurflugvelli. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, staðfesti að björgunarsveitarfólk væri á leið á vettvang og hafði ekki frekari upplýsingar á þessari stundu. Innlent 13. apríl 2019 22:35
Biður farþega um að sýna biðlund vegna flugtafa Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir allt kapp vera lagt á það að koma farþegum á áfangastaði og reyna leysa úr þeirri stöðu sem uppi er eftir að tugum flugferða var frestað vegna veðurs. Innlent 13. apríl 2019 16:51
Hvassviðrið setur flugsamgöngur enn úr skorðum Hvassviðrið sem hrjáði Keflavíkurflugvöll í gærkvöld heldur áfram að valda vandræðum. Vegna veðurspár hefur verið gripið til þess ráðs að aflýsa seinni-parts flugi til Bandaríkjanna og Evrópu. Innlent 13. apríl 2019 09:42
Veðrið: Endurtekið efni frá í gær Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út á Vesturlandi, Suðvesturlandi, Suðurlandi og Suðausturlandi auk miðhálendisins. Innlent 13. apríl 2019 08:29
Björgunarsveitir að störfum í Hafnarfirði Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út á höfuðborgarsvæðinu vegna veðursins en tilkynnt var um að þakklæðningar séu að losna á tveimur húsum í Vallahverfi í Hafnarfirði. Innlent 12. apríl 2019 22:37
Farþegar í fimmtán þotum sitja fastir: „Guð, gefðu mér æðruleysi“ Farþegar í fimmtán flugvélum Icelandair sitja fastir á Keflavíkurflugvelli og þurfa að bíða þar til veður lægir til að komast frá borði. Innlent 12. apríl 2019 18:02
Mikið svifryk í borginni vegna sandfoks frá Landeyjasandi Mun aukast seinnipartinn. Innlent 12. apríl 2019 14:36
„Tvær heiðarlegar haustlægðir“ á leið til landsins Suður af landinu er að finna 980 millibara lægð sem stefnir norður og mun nú bæta í vindinn hér á Íslandi. Innlent 12. apríl 2019 08:10
Mikil hlýindi í kortunum en veðrakerfin „gefa í“ um helgina Í dag er útlit fyrir suðaustlæga og austlæga átt með dálítilli vætu um landið sunnanvert. Innlent 11. apríl 2019 07:28
Rykmistur yfir borginni væntanlega ættað frá Eyjafjallajökli Suðaustan áttin blæs því yfir suðurströndina. Innlent 10. apríl 2019 15:04
Tveggja stafa tölur í kortunum Það má búast við allt að tíu stiga hita á nokkrum stöðum á landinu á morgun ef marka má spákort Veðurstofunnar. Innlent 10. apríl 2019 08:07
Lægð væntanleg um miðja viku en „vorstemning“ eftir helgi Lítil breyting verður á veðrinu næstu daga, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Innlent 8. apríl 2019 07:49
Gera ráð fyrir lægð á föstudag Engar markverðar breytingar verða á veðrinu næstu daga og helst veðrið svipað fram eftir vikunni. Það er ekki fyrr en á föstudag sem lægð er í kortunum með vaxandi vindi og úrkomu að því er kemur fram í veðurpistli vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Innlent 7. apríl 2019 08:22
Veðurfræðingur segir vetrinum lokið og spáir sólríku veðri Gæti orðið talsverð dægursveifla á hita. Innlent 4. apríl 2019 20:45
Stormur væntanlegur og gul viðvörun á Snæfellsnesi Á morgun dregur svo vel úr vindinum en áfram verður einhver væta um vestanvert landið og hiti víða yfir frostmarki. Innlent 3. apríl 2019 07:47
Varað við hvassviðri á Suðausturlandi fram yfir hádegi Draga á úr vindi og stytta upp eftir hádegið. Innlent 2. apríl 2019 07:28
Dimm él á Suður- og Vesturlandi Dimm él er á Suður-og Vesturlandi og einnig snjóar á norðausturhorni landsins nú í morgunsárið. Lögreglan beinir því til vegfarenda að fara sérstaklega varlega í umferðinni. Innlent 1. apríl 2019 08:38
Hægari vindur en éljagangur Veðurstofan áætlar að það verði ákveðin vestanátt í dag með éljagangi, en þó að það gæti orðið léttskýjað á Austurlandi. Innlent 29. mars 2019 07:10
Hvassviðri og ofankoma Gular viðvaranir eru í gildi fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Norðurland vestra og Miðhálendið og munu þær vara fram á kvöld. Innlent 27. mars 2019 08:00
Veturinn hvergi farinn Ljóst er að veturinn er ekki tilbúinn að sleppa takinu á landinu ef marka má veðurspá næstu daga. Él og kuldi eru handan við hornið. Innlent 26. mars 2019 07:11
Má búast við miklum leysingum og álagi á frárennsliskerfi Það má búast við miklum leysingum um allt land í dag þar sem farið er að bæta í vind og hlýna að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Innlent 25. mars 2019 07:40
Grófu snjógöng til þess að komast að dýrunum Það hefur snjóað duglega í Fnjóskadal undanfarna daga. Heimilisfólkið á Brúnagerði fór ekki varhluta af því eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Innlent 24. mars 2019 10:15