Björgunarsveitin í Keflavík bjargaði tveimur mönnum naumlega úr höfninni Björgunarsveitin í Keflavík var á fullu í alla nótt, eins og björgunarsveitir um allt land, til að koma í veg fyrir alls konar tjón, fok á ruslatunnum, þakplötum og öllu þessu „klassíska“. Eitt útkall stóð þó framar öðrum, þegar tveir ungir menn urðu innlyksa í höfninni. Innlent 22. febrúar 2022 08:51
Veðurvaktin: Viðvaranir enn í gildi og miklar samgöngutruflanir Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi víða um land vegna lægðarinnar sem nú liggur yfir landinu. Þegar fram líður á morgun breytast viðvaranirnar margar hverjar í gular áður en þær falla úr gildi um miðjan dag í dag. Veður 22. febrúar 2022 06:19
Hafa mestar áhyggjur af vatnstjóni í borginni Almannavarnir biðla til fólks, sérstaklega þeirra sem búa á suðvesturhorninu, að huga vel að niðurföllum við hús sín og í næsta nágrenni fyrir kvöldið. Rauð viðvörun hefur verið gefin út vegna óveðurs í kvöld þar sem spáð er mikilli úrkomu. Innlent 21. febrúar 2022 14:59
Veðurvaktin: Enn ein lægðin skellur með hvelli á landinu Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. Innlent 21. febrúar 2022 14:34
Laus hross vegna yfirfullra skurða Skurðir á Suðurlandi eru víða að fyllast eða þegar orðnir fullir af snjó. Af þeim sökum eru girðingar víða á bólakafi. Vegna þessa eiga hross greiða leið út á vegi. Innlent 21. febrúar 2022 14:12
Biðla til fólks að fara ekki yfir Öxnadalsheiði Lögreglan á Norðurlandi eystra biðlar til fólks að leggja ekki af stsað á Öxnadalsheiði vegna lélgrar færðar og umferðaróhapps. Innlent 21. febrúar 2022 12:14
Höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflói á rauðri viðvörun Veðurstofan hefur uppfært veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi í rauða vegna ofsaveðurs sem gengur yfir landið í kvöld. Appelsínugular viðvaranir eru annars í gildi á öllu landinu. Veðurfræðingur býst við miklu vatnsskemmdaveðri en annar hvellur gengur svo yfir landið strax í fyrramálið. Innlent 21. febrúar 2022 11:55
Andhverfur í veðrinu gætu leikið landsmenn grátt Óveðrið sem skellur á landsmönnum í dag og í nótt er tvíþætt. Suðaustan illviðri sem byrjar að herja á landið síðdegis nær hámarki í kvöld. Í nótt mætir hins vegar andhverfa þess á svæðið, skyndilegur suðvestan hvellur. Innlent 21. febrúar 2022 10:47
Appelsínugul viðvörun allsstaðar á landinu í kvöld Verulega slæmu veðri er spáð á landinu öllu í kvöld og í nótt. Gul veðurviðvörun tekur vildi víða um land um miðjan daginn í dag en verður svo að appelsínugulri viðvörun þegar líður á kvöldið. Veður 21. febrúar 2022 06:45
Útilokar ekki að rauð viðvörun verði gefin út í fyrramálið Búist er við aftakaveðri á landinu öllu annað kvöld og aðfaranótt þriðjudags. Búið er að gefa út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt en veðurfræðingur útilokar ekki að viðvörunargildi verði hækkað upp í rautt fyrir Suðurland. Innlent 20. febrúar 2022 22:55
Brá þegar hann opnaði útidyrnar í morgun Íbúa í Vestmannaeyjum brá heldur betur í brún þegar hann opnaði útidyr sínar í morgun en við honum blasti þéttur snjóveggur. Allt var kolófært í Eyjum í morgun en annað eins fannfergi hefur ekki sést þar í um fimmtán ár. Innlent 20. febrúar 2022 20:00
Appelsínugul veðurviðvörun nær yfir allt landið Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir allt landið fyrir seinnihluta morgundagsins og fram á þriðjudag. Fyrr í dag náði viðvörunin ekki til Austfjarða en Veðurstofan hefur breytt því. Innlent 20. febrúar 2022 15:02
Skafrenningur og þungfært víða Aðstæður fyrir akstur eru víða slæmar og á það sérstaklega við með suðurströndinni þar sem vindur er mestur. Á Suðurlandi eru hálkublettir og skafrenningur á hringveginum. Annars staðar er þó víðast þæfingsfærð, hálka eða hálkublettir. Innlent 20. febrúar 2022 13:23
Ekki séð eins mikinn snjó síðan 2008 Veðurviðvaranir hafa verið í gildi á öllu Suður- og Vesturlandi síðan í gær. Í Vestmannaeyjum hefur gríðarlegt fannfergi valdið miklum truflunum á samfélaginu og segjast Eyjamenn ekki muna eftir eins miklum snjó í rúman áratug. Innlent 20. febrúar 2022 12:53
Rúta fauk útaf Reykjanesbraut Rúta endaði utan vegar við Reykjanesbraut í morgun. Engan sakaði en mikið rok og skafrenningur var á svæðinu. Innlent 20. febrúar 2022 10:26
Götur ófærar í Eyjum Götur eru ófærar í Vestmannaeyjum eftir veðurham næturinnar. Björgunarfélag Vestmannaeyja stóð í ströngu í gær að losa fasta bíla úr snjónum. Innlent 20. febrúar 2022 08:35
Hundruð strandaglópa í Bláa lóninu Um 330 ferðamenn eru strandaglópar í Bláa lóninu vegna lokuna á Grindavíkurvegi. Leiðsögumaður á svæðinu hefur helst áhyggjur af þeim ferðamönnum sem eiga bókað flug eldsnemma í fyrramálið. Innlent 19. febrúar 2022 22:23
Fólk haldi sig heima vegna ófærðar Veður hefur gert fólki lífið leitt í dag og björgunasveitir hafa sinnt um þrjátíu verkefnum á höfuðborgarsvæðinu og svipuðum fjölda á Suðurnesjum og Suðurlandi. Lögreglan segir einfaldlega best að halda sig heima í kvöld. Innlent 19. febrúar 2022 18:55
„Óveður af verri gerðinni“ og jafnvel rauð viðvörun strax á mánudag Veður er víða tekið að versna verulega en gular og appelsínugular viðvaranir Veðurstofu eru í gildi fyrir landið vestan og suðvestanvert frá því um hádegi og um landið suðaustanvert seinni partinn. Innlent 19. febrúar 2022 15:36
Úr gulu í appelsínugult: Búist við mjög snörpum vindhviðum við fjöll Gular viðvaranir fyrir Suður- og Suðausturland eru orðnar appelsínugular. Búist er við austan stormi með töluverðum vindstyrk. Innlent 19. febrúar 2022 11:50
Von á stormi syðst á landinu Gular veðurviðvaranir eru í gildi vegna veðurs í dag og fram á morgundaginn. Fyrsta viðvörunin tekur gildi á Suðurlandi skömmu eftir hádegi í dag. Innlent 19. febrúar 2022 07:39
Minnst níu hafa látist af völdum Eunice í Evrópu Í fyrsta sinn í sögunni var rauð viðvörun gefin út í Lundúnarborg í dag vegna stormsins Eunice sem gekk yfir Bretlandseyjar og meginland Evrópu. Að minnsta kosti fjórir hafa látist á Bretlandseyjum og fimm á meginlandinu. Erlent 18. febrúar 2022 23:52
Milljónum sagt að halda sig heima vegna veðurofsa á Bretlandseyjum Milljónum manna á Bretlandseyjum hefur verið sagt að halda sig innandyra en von er á einu mesta óveðri síðari tíma. Óveðrinu, sem fengið hefur nafnið Eunice, geta fylgt vindhviður sem ná fjörutíu metrum á sekúndu. Erlent 18. febrúar 2022 07:28
Fremur hægur vindur á landinu í dag en bætir í á morgun Fremur hægur vindur verður á landinu í dag, frost um allt land og éljaslæðingur norðaustantil. Innlent 18. febrúar 2022 07:19
Febrúar mun kaldari en undanfarin ár Fyrstu fimmtán dagar febrúarmánaðar hafa verið mun kaldari en sömu dagar síðustu ára. Meðalhiti í Reykjavík var 1.-15. febrúar 2,1 stiga frost sem er 2,5 gráðum undir meðal lagi áranna 1991 til 2020 og 3,3 gráðum kaldara en meðallag síðustu tíu ára. Veður 18. febrúar 2022 06:22
Mikilvægt að átta sig á snjóflóðahættu Hætta er talin á snjóflóðum úr fjöllum eða við þéttbýli víða á landinu vegna fannfergis síðustu daga. Landsbjörg segir hættuna töluverða í Esjunni og biður göngufólk að fara varlega. Innlent 17. febrúar 2022 21:42
Mokstursdrengir segja þakklæti viðskiptavina bestu launin Her ruðningstækja kappkostar að hreinsa tólf hundruð kílómetra langt gatnakerfi borgarinnar og um 600 kílómetra af stígum. Ungir drengir í Hlíðunum tóku sig líka til og bjóða fólki að moka bílastæði og innkeyrslur. Innlent 17. febrúar 2022 19:26
Golfvöllurinn í Eyjum í rúst eftir að mikill sjór gekk á land Guðgeir Jónsson vallarstjóri segir ljóst að Eyjamenn þurfi að bretta upp ermar og taka til hendinni en í veðurham sem gekk yfir Vestmannaeyjar skolaði miklu efni upp á brautir og 17. teigurinn er svo gott sem horfinn. Innlent 17. febrúar 2022 11:54
Rólegt veður víðast hvar en líkur á ofankomu Reikna má með að veðrið verði með rólegra móti í dag og á morgun, þó víða megi gera ráð fyrir ofankomu. Innlent 17. febrúar 2022 07:23
Spá þrjátíu sentímetra hækkun sjávarmáls fyrir 2050 Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna og annarra stofnanna, spá því að sjávarmál við austurströnd Bandaríkjanna muni hækka um 25 til þrjátíu sentímetra fyrir árið 2050. Sú hækkun er sambærileg þeirri hækkun sjávarmáls sem hefur átt sér stað á síðustu hundrað árum. Erlent 16. febrúar 2022 11:05