Forstjóraskipti hjá Ice-Group Jón Gunnarsson forstjóri sjávarútvegsfélagsins Ice-Group hefur látið af störfum sem forstjóri félagsins vegna aldurs eftir fimm ár í starfinu. Hann tekur við stjórnarformennsku hjá félaginu. Viðskipti innlent 1. ágúst 2025 11:36
Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Sigurður H. Ólafsson hefur verið ráðinn viðskiptastjóri innviðalausnasviðs tæknifyrirtækisins Ofar. Innviðalausnir eru nýtt svið hjá Ofar en Sigurður býr að 30 ára reynslu úr upplýsingatæknigeiranum. Viðskipti innlent 29. júlí 2025 11:21
Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Lagardère Travel Retail, sem rekur mathöllina Aðalstræti, Bakað kaffihúsin, Loksins Café & Bar, KEF Diner og Sbarro, mun hætta starfsemi sinni á flugvellinum í lok sumars, fyrr en áætlað var. Nýir aðilar munu taka tímabundið við rekstri meðan á undirbúningi nýrra útboða stendur. Viðskipti innlent 27. júlí 2025 17:26
Ása Ninna kveður Bylgjuna Fjölmiðlakonan Ása Ninna Pétursdóttir mun láta af störfum á Bylgjunni. Hún hefur unnið við dagskrárgerð á útvarpsstöðinni síðustu þrjú ár og stjórnað þættinum Bakaríinu á laugardagsmorgnum, en einnig í öðrum þáttum á Bylgjunni. Lífið 25. júlí 2025 17:09
Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Stofnendur umboðsskrifstofunnar Atelier Agency, Guðmundur Birkir„Kíró“ Pálmason og Kristjana Björk Barðdal, hafa endurskipulagt rekstur fyrirtækisins og stofnað nýju umboðsskrifstofuna og ráðgjafafyrirtækið Fura media. Um leið hættir Kristjana sem umboðsmaður Guðmundar. Viðskipti innlent 23. júlí 2025 13:03
Orri til liðs við Íslandsbanka Orri Heiðarsson hefur verið ráðinn til Íslandsbanka í hlutabréfamiðlun bankans. Viðskipti innlent 21. júlí 2025 16:13
Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Fjöldi þekktra íslenskra vörumerkja varða rekin undir nýju félagi, Dröngum ehf. eftir að Samkeppniseftirlitið samþykkti kaup Orkunnar á Samkaupum. Viðskipti innlent 18. júlí 2025 16:44
Vaka stýrir Collab Vaka Njálsdóttir hefur verið ráðin til starfa hjá Ölgerðinni sem vörumerkjastjóri orkudrykksins Collab. Viðskipti innlent 16. júlí 2025 13:58
Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sæmundur Sæmundsson framkvæmdastjóri EFLU hefur ákveðið að láta af störfum hjá fyrirtækinu. Viðskipti innlent 14. júlí 2025 11:26
Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Davíð Arnar Runólfsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures. Samkvæmt tilkynningu um hann hafa umsjón með uppbyggingu og rekstri áfangastaða fyrirtækisins við Fjaðrárgljúfur, Óbyggðasetrið, Kerið og Raufarhólshelli sem Arctic Adventures reka ásamt Kynnisferðum. Viðskipti innlent 14. júlí 2025 11:01
Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Markús Þór Andrésson hefur verið ráðinn safnstjóri Listasafns Reykjavíkur en hann hefur starfað sem deildarstjóri sýninga og miðlunar hjá safninu frá árinu 2017. Alls bárust sjö umsóknir um starfið en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Lífið 10. júlí 2025 13:34
Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Alvotech hefur ráðið Lindu Jónsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs. Linda tekur við starfinu af Joel Morales sem verið hefur framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech. Atvinnulíf 10. júlí 2025 09:11
Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Akademias hefur ráðið Atla Óskar til að stýra rekstri framleiðsludeildar Akademias en Akademias framleiðir rafræn námskeið, verkefni og leiki fyrir starfsmannaþjálfun á vinnustöðum Viðskipti innlent 9. júlí 2025 15:14
Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Linda Kristinsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður lánastýringar Einstaklingssviðs Íslandsbanka og Harpa Baldursdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns fjármála og reksturs á Einstaklingssviði bankans. Viðskipti innlent 8. júlí 2025 10:45
Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sylvía Kristín Ólafsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Nova, Hún tekur við af Margréti Tryggvadóttir, sem hefur gegnt starfinu í sjö ár, og mun hefja störf hjá Nova með haustinu. Viðskipti innlent 7. júlí 2025 20:58
Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Eyþór Máni Steinarsson Andersen, einn eigenda Hopp, er hættur sem framkvædmastjóri fyrirtækisins en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu frá upphafi. Hann segist þó ekki vera að fara langt og muni nú leggja áherslu á deili- og leigubílaþjónustu fyrirtækisins. Viðskipti innlent 5. júlí 2025 16:40
Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Alþingi kaus nýtt bankaráð Seðlabanka Íslands 18. júní síðastliðinn. Á fyrsta fundi ráðsins 25. júní var Bolli Héðinsson kosinn formaður ráðsins og Gylfi Zoëga kosinn varaformaður. Innlent 4. júlí 2025 20:38
Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Lára Björg Björnsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík. Lára mun sinna verkefnum fyrir rektor HR og einnig samskiptasvið háskólans, með áherslu á almannatengsl og miðlun. Hún hefur þegar hafið störf. Innlent 4. júlí 2025 16:42
Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Þrír sóttu um að verða dómari við Landsrétt en skipað verður í embætti frá 1. september 2025. Innlent 4. júlí 2025 13:36
Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Trausti Sigurður Hilmisson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðsmála og upplifana og Jóhanna Hauksdóttir verið ráðin forstöðumaður einstaklingsviðskipta. Þau hafa þegar hafið störf. Viðskipti innlent 4. júlí 2025 09:53
Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur skipað Sigurborgu Kristínu Stefánsdóttur í embætti skrifstofustjóra stefnumótunar og fjárlaga í innviðaráðuneytinu að undangengnu mati hæfnisnefndar. Innlent 2. júlí 2025 13:01
Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Húrra Reykjavík, ein heitasta tísku- og lífsstílsverslun landsins, hefur ráðið til sín nýjan framkvæmdarstjóra. Sá er viðskiptafræðingur og mikill tískuáhugamaður og heitir Marteinn Högni Elíasson. Tíska og hönnun 2. júlí 2025 13:01
Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, hefur fallist á beiðni Rögnu Árnadóttur um lausn frá embætti skrifstofustjóra Alþingis frá 1. júlí í stað 1. ágúst næstkomandi eins og áætlað var. Ragna hafði áður beðist lausnar til að taka við embætti forstjóra Landsnets. Innlent 1. júlí 2025 10:01
Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Hafrún Sif Sveinsdóttir hefur verið ráðin til Mílu og mun hún leiða þjónustu og upplifun fyrirtækisins. Viðskipti innlent 30. júní 2025 12:17
Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Akademias, sem aðstoðar vinnustaði með rafræna fræðslu hefur ráðið Bjarna Ingimar Auðarson sem rekstrarstjóra Avia. Avia er hugbúnaður sem býr yfir þrefaldri virkni: fræðslukerfi, samskiptakerfi og innranet. Viðskipti innlent 27. júní 2025 16:57
Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Baldvin Þorsteinsson hefur tekið við sem forstjóri Samherja hf. en Þorsteinn Már Baldvinsson, faðir Baldvins, hefur látið af störfum eftir að hafa gegnt starfi forstjóra í 42 ár frá stofnun félagsins 1983. Viðskipti innlent 26. júní 2025 11:07
Þessi vilja verða safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjö manns sóttu um stöðu safnstjóra Listasafns Reykjavíkur sem auglýst var á dögunum. Einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Lífið 25. júní 2025 16:14
Benedikt nýr skólameistari VMA Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Benedikt Barðason í embætti skólameistara Verkmenntaskólans á Akureyri til fimm ára frá 1. ágúst næstkomandi. Innlent 25. júní 2025 10:13
Verður nýr skólameistari á Húsavík Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Halldór Jón Gíslason í embætti skólameistara Framhaldsskólans á Húsavík til fimm ára frá 1. ágúst næstkomandi. Innlent 25. júní 2025 08:28
Næstráðandi á fjármálstöðugleikasviði hættir hjá Seðlabankanum Aðstoðarframkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, sem hefur starfað hjá bankanum samfellt í fimmtán ár, hefur ákveðið að láta af störfum. Talsverðar mannabreytingar hafa orðið meðal lykilstjórnenda á sviði fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum á undanförnum misserum. Innherji 24. júní 2025 16:02