Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni um framhald sóttvarnaaðgerða en ráðherrar í ríkisstjórninni sögðust í gær vongóðir um að létt yrði á aðgerðum fyrr en seinna. 8.9.2021 11:32
Sautján sjúklingar létust þegar flæddi inn á sjúkrahús Að minnsta kosti sautján sjúklingar létust þegar á flæddi inn í spítala í Hidalgo-héraði í Mexíkó í nótt. Áin sem rann í nágrenni sjúkrahússins flæddi yfir bakka sína og það leiddi til rafmagnsleysis á spítalanum. 8.9.2021 07:59
Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af bráðabirgðastjórninni Bandarísk stjórnvöld segjast hafa áhyggjur af nýskipaðri bráðabirgðastjórn í Afganistan sem talíbanar kynntu til sögunnar í gær. 8.9.2021 07:03
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um stöðu mála í Skaftárhlaupinu og heyrum í sérfræðingum um þau mál. 7.9.2021 11:32
Hlaupið heldur að sækja í sig veðrið Hlaupið úr Eystri-Skaftárkatli virðist heldur vera að sækja í sig veðrið á ný með morgninum eftir að rennslið við vatnshæðarmælinn við Sveinstind var nokkuð stöðugt í nótt. 7.9.2021 06:51
Segjast nú hafa landið allt á valdi sínu en andspyrnan gefst ekki upp Talíbanar hafa nú ítrekað þær fullyrðingar sínar að þeir hafi náð fullum yfirráðum yfir Panjshir-dal norður af Kabúl í Afganistan. 7.9.2021 06:37
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður staðan tekin á hlaupinu í Skaftá en hættuástandi var lýst yfir á svæðinu í gær. 6.9.2021 11:35
Taívanar kvarta yfir umferð kínverskra herþota Yfirvöld í Taívan segja að nítján kínverskar herþotur hafi flogið inn fyrir skilgreint varnarsvæði Taívans í gær. Varnamálaráðuneyti landsins segir að þeirra á meðal hafi verið orrustuþotur og sprengjuflugvélar sem borið geti kjarnorkusprengjur. 6.9.2021 06:55
Talíbanar segjast hafa náð yfirráðum yfir Panjshir Talíbanar segjast nú hafa náð yfirráðum yfir Panjshir-dal, sem er síðasta vígi andstæðinga þeirra í Afganistan. Miklir bardagar hafa geisað á svæðinu síðustu daga en dalurinn er norður af höfuðborginni Kabúl. 6.9.2021 06:49
Biden ver ákvörðunina um að yfirgefa Afganistan Joe Biden Bandaríkjaforseti varði þá ákvörðun að kalla alla hermenn heim frá Afganistan í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. 1.9.2021 07:37