Sprenging í matarinnkaupum á netinu Íslendingar versluðu mest í erlendri netverslun frá Kína árið 2023 eða fyrir rúmlega sex milljarða króna. Verslun í erlendri vefverslun nam rúmlega helmingi af innlendir vefverslun sem eykst um fimmtung á milli ára. Sprenging hefur orðið í verslun á netinu í dagvöruverslunum. 6.2.2024 14:36
Fengu afsökunarbeiðni og sektin verður endurgreidd Reykjavíkurborg hefur viðurkennt að mistök hafi verið gerð þegar íbúi við Frakkastíg var sektaður fyrir að leggja í eigin innkeyrslu. Dóttir íbúans segir Bílastæðasjóð þurfa að hafa á hreinu fyrir hvað eigi að sekt og hvað ekki. 6.2.2024 13:10
Gengu út úr tíma í Hagaskóla og fóru í verkfall fyrir Palestínu Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun út úr tíma og fóru í „skólaverkfall fyrir Palestínu“. Krakkarnir vilja að ríkisstjórnin bregðist við og sameini fjölskyldur en lýsa aðgerðinni einnig sem stuðningsyfirlýsingu. 6.2.2024 12:02
Eiriksson eignast systur í Grósku Veitingahjónin Friðgeir Ingi Eiríksson og Sara Dögg Ólafsdóttir ásamt Sveini Þorra Þorvaldssyni og Guðmundi Ragnarssyni hafa ákveðið að opna veitingastaðinn Eiriksdottir í Grósku í Vatnsmýrinni. Staðurinn mun einblína á hádegisverð. 6.2.2024 11:18
Fyrsta mathöllin handan við hornið á Akureyri Stefnt er á að opna fyrstu mathöllina á Akureyri í maí eða um það leyti þegar ferðamenn streyma í auknum mæli til höfuðstöðvar Norðurlands. Sex veitingastaðir verða í rýminu. 6.2.2024 07:02
Ekki lengur á Íslandi til að svara fyrir ofbeldi gegn konum Karlmaður frá Póllandi var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir líkamsárás gegn tveimur konum og hótunarbrot. Önnur konan er jafngömul manninum en hin tuttugu árum eldri. Maðurinn var ekki viðstaddur meðferð málsins. 5.2.2024 17:11
Persónuvernd fær á baukinn og stefnir í milljóna endurgreiðslu Ríkið þarf að endurgreiða Reykjavíkurborg fimm milljónir króna auk vaxta vegna slapprar stjórnsýslu þegar Persónuvernd sektaði borgina vegna Seesaw-kerfis sem notað var í nokkrum grunnskólum borgarinnar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Kópavogur gæti krafið ríkið um fjögurra milljóna endurgreiðslu. 5.2.2024 16:52
Leita vitna vegna ágreinings um ljósastöðu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að hörðum árekstri sem varð á gatnamótum Sæbrautar og Holtavegar í Reykjavík í gær. 5.2.2024 14:28
Freyja Haralds komin með kærasta Freyja Haraldsdóttir baráttukona, fósturmamma og doktorsnemi hefur fundið ástina. Freyja er skráð í samband á Facebook með David Agyenim Boateng. 5.2.2024 12:55
Ung börn með verki í brjóstum vegna hormónagels móður Dæmi eru um að ung börn hér á landi hafi fundið fyrir verkjum í brjóstum. Börnin sofa upp í hjá mæðrum sínum á nóttunni en mæðurnar hafa verið í estrógen-meðferð í gelformi. 5.2.2024 11:43