Ölgerðin breytir slagorðinu fyrir Kristal Ölgerðin hefur breytt slagorði sínu fyrir sódavatnsdrykkinn Kristal. Breytingin er hluti af sýnilegum breytingum út á við í framhaldi af vottun Samtakanna 78 á Ölgerðinni sem hinseginvænum vinnustað, fyrst íslenskra fyrirtækja. Breytingin er lítil en táknræn. Upphafið að mun lengri og betri vegferð okkar allra segir forstjórinn. 19.1.2024 14:41
Nýfætt barn fannst í innkaupapoka í London Nýfætt stúlkubarn fannst pakkað inn í handklæði í innkaupapoka í austurhluta Lundúna. Barninu heilsast vel á sjúkrahúsi þökk sé hundaeiganda sem fann það og hélt á því hita. Leit að móðurinni stendur yfir. 19.1.2024 14:20
Halla lítur í kringum sig Halla María Svansdóttir, veitingakona í Grindavík sem rekið hefur veitingastaðinn hjá Höllu í heimabæ sínum, segir tíma til kominn að vera raunsæ og hugsa um sjálfan sig. Hún leitar að atvinnuhúsnæði til leigu í eitt til tvö ár. 19.1.2024 13:55
Dropp stal efsta sætinu af bensíninu hjá Costco Póstþjónustufyrirtækið Dropp er sigurvegari Íslensku ánægjuvogarinnar 2023. Fyrirtækið fékk hæstu einkunnina frá neytendum eða 83,9. Íslandsbanki hlaut lægstu einkunn ársins 53,9. 19.1.2024 09:31
Snuðuðu mann með heilaskaða um ellefu milljónir króna Tryggingafélagið TM mátti ekki skerða bætur til karlmanns sem slasaðist alvarlega á hestbaki. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem taldi ósanngjarnt og óheiðarlegt af fyrirtækinu að bera fyrir sig kvittun fyrir fullnaðargreiðslu. 19.1.2024 09:04
Loka laugum og pottum fyrir norðan vegna nístingskulda Kuldakastið norðan heiða hefur haft þau áhrif að heitum pottum og í sumum tilfellum sundlaugum í heild sinni hefur verið lokað til að spara heita vatnið. Sautján gráðu frost mældist síðdegis á Akureyri. 18.1.2024 17:17
Verðlaunaðir fyrir umhverfisvænt sementslaust steinlím Gonzalo Patricio Eldredge Arenas og Heiðar Snær Ásgeirsson hlutu nýsköpunarverðlaun forseta Íslands við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Verðlaunin eru veitt þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt voru af Nýsköpunarsjóði námsmanna árið 2023. 18.1.2024 16:28
Fylgir ráðum Sveins Andra og tekur aftur upp nafnið B5 Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðarins B og Nýju vínbúðarinnar, upplýsir að skemmtistaðurinn muni notast við nafnið B5 á meðan deilt er um nafnið fyrir dómstólum. 18.1.2024 13:29
Rauðar tölur eftir hikst í kjaraviðræðum Gengi langflestra félaga í Kauphöllinni lækkaði í fyrstu viðskiptum dagsins. Telja má líklegt að tíðindum af erfiðleikum í kjaraviðræðum sé um að kenna. 18.1.2024 10:27
Falið að bæta verðlagseftirlit og stafræna þjónustu Albert Þór Kristjánsson hefur tekið við stöðu forstöðumanns í upplýsingatækni og stafrænni þróun á fjármála- og rekstrarsviði og Rakel Másdóttir hefur tekið við stöðu verðstýringar- og verkefnastjóra á verslunar- og mannauðssviði hjá Samkaupum. Þau hafa bæði þegar hafið störf hjá fyrirtækinu. 18.1.2024 10:01
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur