Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Bein út­sending: Ný leiguvísitala kynnt til leiks

Hús- og mannvirkjastofnun efnir til kynningarfundar um nýja vísitölu leiguverðs og upplýsingar úr nýrri leiguskrá sem stofnunin hefur sett á laggirnar. Fundinum er streymt í beinni og hefst klukkan 10.

Strand í við­ræðum um krónu­tölu­hækkun

Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins vara við því að krónutölunálgun sé höfð að leiðarljósi við gerð kjarasamninga. Það valdi því að kostnaður sé vanmetinn við upphaf kjaraviðræða. Breiðfylking stærstu stéttarfélaga og landssambanda á almennum vinnumarkaði segir Samtök atvinnulífsins hafna nálgun fylkingarinnar um þjóðarsátt. 

Berjast um bestu til­löguna

Arkítektastofurnar Trípolí, Gríma arkitektar og Sei Studio keppast um bestu tillöguna að þróun lóðar Festar við Ægisíðu 102 í Reykjavík sem í dag hýsir þjónustustöð N1. Íbúabyggð kemur á svæðið og lofar Festi góðu samtali í nágrenninu.

Segja þeim upp sem hækka verð veru­lega

Samkaup, sem reka um sextíu verslanir á landinu á borð við Nettó og Krambúðina, segjast hafa fengið jákvæð viðbrögð frá ýmsum samstarfsaðilum um aðgerðir gegn verðbólgu. Á næstu misserum muni fyrirtækið ræða við alla sína birgja með það að markmiði að verðlækkanir skili sér í vöruverði til almennings. Hætt verði sölu á þeim vörum sem hækkað hafi óhóflega og ódýrari sambærilegar vörur valda til sölu.

Karamelluskyrið rýkur upp í verði

Verð á mjólkurvörum hækkaði í mörgum verslunum milli fyrstu og annarrar viku ársins samkvæmt niðurstöðum verðlagseftirlits ASÍ. Heildsöluverð á mjólk hækkaði um 1,6 prósent þann 8. janúar sem er strax farið að skila sér í meiri kostnaði fyrir neytendur. Áhugafólk um karamelluskyr finnur sérstaklega fyrir hækkun.

Aug­ljóst að frum­varpið hafi ekki verið samið af fag­fólki

Forstjóri útgerðarfélagsins Brims segir ljóst að frumvarp matvælaráðherra til laga um sjávarútveg hafi ekki verið samið af fagfólki eða aðilum með mikla reynslu og yfirsýn á sviði fiskveiðistjórnunar. Hann vill að frumvarpið verði unnið betur, í samvinnu við þá sem best þekki til, áður en lengra verður haldið.

Thelma Björk frá Heimkaupum til Olís

Thelma Björk Wilson hefur verið ráðin í starf sviðsstjóra smásölusviðs Olís. Hún mun jafnframt taka sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Olís.

Sjá meira