Hamborgarafabrikkunni skellt í lás á Akureyri Hamborgarafabrikkan hefur ákveðið að loka útibúi sínu á Akureyri. Húsaleigusamningur rennur út um áramótin sem framkvæmdastjóri veitingastaðarins segir meginástæðu lokunar. 13.12.2023 11:25
Þvertekur fyrir kröfu um 25 prósenta launahækkun Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjórar, segir ekkert til í því að flugumferðarstjórar krefjist 25 prósenta launahækkunar í kjaraviðræðum sínum við Isavia og Samtök atvinnulífsins. Almenningsálitið hafi aldrei verið með flugumferðarstjórum í liði og meðallaun komi kjaraviðræðum ekkert við. 13.12.2023 10:54
Bein útsending: Íbúafundur Grindvíkinga í Laugardalshöll Boðað hefur verið til íbúafundar fyrir Grindvíkinga í Laugardalshöll klukkan 17. Fundurinn er í beinu streymi á Vísi. 12.12.2023 16:52
Eva Ruza fjórði sendiherrann Eva Ruza Miljevic er nýr velgjörðasendiherra SOS Barnaþorpanna og tók hún formlega við hlutverkinu í dag. Fyrir í hópi sendiherra SOS voru Eliza Reid, Hera Björk Þórhallsdóttir og Rúrik Gíslason, og bætist Eva í þennan glæsilega hóp. 12.12.2023 16:45
Ráðin framkvæmdastjóri hjá RÚV Hrefna Lind Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra stafrænnar þróunar hjá Ríkisútvarpinu. Starfið var auglýst í október og sóttu 47 um. Intellecta annaðist ráðningarferlið sem var bæði vandað og ítarlegt að því er segir á vef RÚV. 12.12.2023 16:06
Játaði að hafa logið til að taka skellinn í héraðsdómi Rúmlega fertugur karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir rangan framburð fyrir dómi í umfangsmiklu fíkniefnamáli árið 2019. Með því reyndi hann að taka á sig sök í málinu. 12.12.2023 15:51
Stólaskiptin höfðu mikil áhrif á traustið Landsmenn bera mest traust til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en minnst til Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra í nýrri könnun Maskínu þar sem spurt er út í traust til ráðherra þjóðarinnar. Traust til ráðherra er lítið heilt yfir. 12.12.2023 14:25
Slysið á hárgreiðslustofunni í Kópavogi fær áheyrn Mál konu sem slasaðist við fall úr stól á hárgreiðslustofu í Kópavogi árið 2017 fær áheyrn hjá Hæstarétti. Rétturinn telur málið hafa fordæmisgildi og féllst á áfrýjunarbeiðni konunnar. 12.12.2023 13:42
Porsche í Nauthólsvík sem fær fólk til að klóra sér í kollinum Líklegt er að einhverjir kærastar og eiginmenn sem eiga eftir að finna jólagjöf fyrir sína heittelskuðu hafi fengið fyrir hjartað í gær þegar Kristján Einar Sigurbjörnsson sneri aftur á samfélagsmiðla og gaf unnustu sinni Hafdísi Björk Kristjánsdóttur Porsche. 12.12.2023 13:20
Ísland styður tillöguna um tafarlaust vopnahlé Ísland er á meðal fjölmargra þjóða sem ætla að styðja tillögu tveggja Afríkuríkja á neyðarfundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust vopnahlé á Gaza. Þetta staðfestir Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra. 12.12.2023 12:00