611 þúsund íbúar á Íslandi árið 2074 Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar verða íbúar á Íslandi 611 þúsund árið 2074 og gætu orðið 500 þúsund innan 20 ára. Íbúum á Íslandi fjölgar úr 388 þúsund skráðum einstaklingum árið 2023 í 518 til 760 þúsund íbúa á næstu 50 árum, með 90% líkum. 7.12.2023 10:19
Tveggja ára fangelsi fyrir samræði við þrettán ára stúlku 23 ára karlmaður og hælisleitandi sem búið hefur á Íslandi í þrjú ár hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Önnur var þrettán ára sem hann kynntist á Snapchat en hin var dóttir kærustu hans og glímdi við þroskaskerðingu. 6.12.2023 17:56
Túristi verður FF7 Ferðamálavefurinn Túristi fær innan tíðar nýtt nafn, FF7 - Frásagnir og fréttir alla daga. Áfram verður ferðamál í öndvegi en til stendur að leita fanga víðar með tilliti til áhuga áskrifenda miðilsins. 6.12.2023 15:09
Fimmtíu nýjar dýnur frá föngum til neyðarskýla borgarinnar Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, afhenti neyðarskýlum Reykjavíkurborgar að Lindargötu og Granda, ásamt úrræði Reykjavíkurborgar á Njálsgötu, nýjar dýnur í gær. 6.12.2023 14:17
Sigurlín mátti sín lítils í baráttunni við RÚV Ríkisútvarpið hefur verið sýknað af kröfu Sigurlínar Margrétar Sigurðardóttur sem flutti táknmálsfréttir í sjónvarpinu í 36 ár. Hún vildi fá staðfest að vinnusamband hennar við RÚV hefði verið launþegasamband en ekki verktakavinna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og var afdráttarlaus. 6.12.2023 12:15
Fullur og á ofsahraða þegar banaslysið varð Ökumaður fólksbifreiðar sem valt á Meðallandsvegi sunnan við Kirkjubæjarklaustur sumarið 2022 var undir áhrifum áfengis og langt yfir hámarkshraða þegar slysið varð. Tvítug kona lést í bílslysinu. 6.12.2023 11:10
Bjarni ósáttur við Kveik: „Mér fannst þessi þáttur eiginlega hneyksli“ Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir umfjöllun Kveiks í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi hafa verið samfelldan áróður gegn íslensku krónunni sem hafi verið grunnurinn að miklum hagvexti á Íslandi undanfarinn áratug. Hann segir þáttinn „eiginlega hneyksli“. 6.12.2023 10:22
Enn fjölgar Bæjarins beztu á flugvellinum Pylsuvagnar Bæjarins beztu pylsna eru orðnir þrír á Keflavíkurflugvelli eftir opnun nýs staðar í síðustu viku. 6.12.2023 07:01
Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2023 Lesendum Vísis og hlustendum Bylgjunnar gefst færi á að útnefna mann ársins 2023 nú um áramótin. Opnað hefur verið fyrir tilnefningar og er öllum frjálst að senda inn. 5.12.2023 20:15
Tíu tilnefnd sem framúrskarandi ungir Íslendingar Tíu einstaklingar hafa verið tilnefndir sem framúrskarandi ungur Íslendingur af Junior Chamber International á Íslandi. Verðlaunin eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni. 30.11.2023 16:37