Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lykilsönnunargagn ófundið í lífs­hættu­legri skot­á­rás

Héraðssaksóknari hefur ákært Shokri Keryo, karlmann á 21. aldursári, fyrir tilraun til manndráps við Silfratjörn í Úlfarsárdal í nóvember síðastliðnum. Miskabótakrafa fimm einstaklinga sem ýmist urðu fyrir skoti eða stóð ógn af skotunum hljóðar upp á samanlagt níu milljónir króna. Skotvopnið er ófundið.

Guðni leysir Guð­jón af hólmi

Guðni Aðalsteinsson verður forstjóri Reita fasteignafélags. Hann tekur við starfinu af Guðjóni Auðunssyni sem lætur af starfi eftir þrettán ár í forstjórastól. Stólaskiptin verða þann 1. apríl.

Sigurður Hjartar­son er látinn

Sigurður Hjartarson, fyrrverandi menntaskólakennari og stofnandi Hins íslenzka reðasafns, er látinn 82 ára að aldri. Lilja Svanbjörg Sigurðardóttir rithöfundur og dóttir Sigurðar greinir frá andláti hans á Facebook.

Vara við að­stæðum í Reynisfjöru næstu daga

Lögreglan á Suðurlandi vill vekja athygli á slæmri veðurspá sem hefur áhrif á aðstæður á Suðurlandi næsta sólahringinn. Sérstaklega er bent á að aðstæður í Reynisfjöru geti reynst mjög varhugaverð.

Sex börn með sex konum, ó­skráð sam­búð og fær ekki krónu með gati

Karlmaður sem sagður er faðir sex barna með jafnmörgum konum fær ekki helming af söluverðmæti fasteignar kærustu sinnar til þrjátíu ára. Hann lagði lítið sem ekkert til heimilishaldsins á sambúðartímanum og vildi ekki vera á launaskrá verslunar konunnar því þá færu peningarnir í meðlag. Hann sagðist meðal annars hafa lagt lottóvinninga til sameiginlegs heimilishalds.

Snýr aftur eftir stutt stopp hjá Laufinu

Íslandsbanki hefur ráðið Brynjólf Bjarnason í stöðu forstöðumanns fyrirtækjaráðgjafar bankans. Brynjólfur, sem hefur áratugareynslu af störfum í fjármálageiranum, kemur nú aftur til liðs við Íslandsbanka eftir að hafa sinnt starfi framkvæmdastjóra hjá Laufinu frá því í fyrra.

Verð á brauði frá Myllunni hækkaði mest

Verð á brauði, kexi og kökum hækkaði á bilinu 0-7% frá októberlokum til janúarloka í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ. Verð hækkuðu ekki í Extra og Bónus, en hækkuðu um 7% í Iceland. Þar munaði mestu um Finn Crisp vörur, sem hækkuðu um fjórðung í Iceland á þessum þremur mánuðum.

Sjá meira