Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hin­segin fólk

Utanríkisráðuneytið hefur gefið út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk. Viðhorf gagnvart hinsegin fólki eru á mörgum stöðum í heiminum frábrugðin því sem við eigum að venjast á Íslandi.

Lang­flestir telja af­sögn Ást­hildar rétta á­kvörðun

Þrír af hverjum fjórum landsmönnum telja að Ásthildur Lóa Þórsdóttir hafi tekið rétta ákvörðun þegar hún ákvað að segja af sér sem mennta- og barnamálaráðherra á dögunum. Mikill meirihluti telur hana eiga að sitja áfram á þingi. Þá segir rúmur meirihluti landsmanna fréttaflutning um mál hennar hafa verið ósanngjarnan.

Það sem við vitum og vitum ekki um mann­drápið hrotta­lega

Þrír karlmenn sæta enn einangrun grunaðir um aðkomu að manndrápi karlmanns í Þorlákshöfn á sjötugsaldri. Tveir þeirra hafa komið við sögu lögreglu í umtöluðum sakamálum. Spurningunni hvernig og hvers vegna ofbeldisfólkið komst í samband við karlmanninn er ósvarað. Vinkona segir hinn látna hafa verið einstakan mann.

Þyngdu refsingu karl­manns fyrir vændiskaup af barni

Karlmaður á 23. aldursári hefur verið sakfelldur í Landsrétti fyrir að hafa samræði og önnur kynferðismök við stúlku í bíl sínum þegar hún var fjórtán og fimmtán ára gömul og sömuleiðis að hafa um leið greitt fyrir vændi barns. Maðurinn fékk tveggja ára dóm í héraði en Landsréttur þyngdi dóminn sem nemur hálfu ári.

Tekur við starfi þing­manns í leyfi frá borginni

Steinþór Einarsson hefur verið ráðinn í starf sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar. Hann tekur við starfinu af Eiríki Birni Björgvinssyni sem er í fimm ára leyfi frá borginni eftir að hafa verið kjörinn á þing fyrir Viðreisn í nóvember í fyrra.

Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnar­mál í breyti­legum heimi

Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi er yfirskrift málstofu Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál, Sendinefndar Evrópusambandsins á Íslandi og Pólska sendiráðsins í Reykjavík, sem haldin er klukkan 15:45 í Veröld, húsi Vigdísar. Viðburðinum er streymt á Vísi.

Á­tján ára í bullandi bisness og anna vart eftir­spurn

Félagarnir Arngrímur Egill Gunnarsson og Andri Þór Bergmann eru einungis átján ára gamlir en eru komnir í bullandi bissness og anna vart eftirspurn. Þeir stofnuðu garðyrkjufyrirtækið Garðfix og verða viðskiptavinum sínum úti um slátturóbota og annast umhirðu þeirra. Þeir stefna á að fjórfalda umsvif sín í sumar.

Fimm ára nauðgunardómur stendur

Hæstiréttur hefur hafnað beiðni 43 ára karlmanns um að taka fyrir mál hans. Maðurinn, Vilhelm Norðfjörð Sigurðsson, var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að nauðga fyrrverandi unnustu sinni og brjóta með öðrum hætti gegn henni í byrjun árs 2022.

Sjá meira