Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lands­net fagnar sigri í bar­áttu við land­eig­endur

Landsréttur hafnaði í dag kröfu nokkurra landeigenda um að ógilda ákvörðun umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra frá 21. júní 2024 um heimild Landsnets til eignarnáms vegna lagningar Suðurnesjalínu 2 í Sveitarfélaginu Vogum.

Hús­leit hjá Terra

Samkeppniseftirlitið lét framkvæma húsleit hjá Terra í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Terra. Þar segir að málið varði rannsókn eftirlitsins á meintum brotum á samkeppnislögum í tengslum við útboð sveitarfélaga á sorphirðu.

Falsað mynd­band af kennara og nemanda fór í dreifingu

Gervigreindarmyndband af kennara og nemanda í Víðistaðaskóla í sleik fór í dreifingu meðal nemenda við skólann. Nemandi á unglingastigi stóð á bak við myndbandið. Persónuvernd segir það að líkja eftir fólki með notkun gervigreindar geta falið í sér brot gegn persónuverndarlögum eða öðrum lögum svo sem um ærumeiðingar.

Gagn­rýna lítinn fyrir­vara á skipu­lagi kvennafrí­dagsins

Samtök atvinnulífsins gagnrýna breytingu á kvennafrídeginum á morgun þar sem konur og kvár séu nú með nær engum fyrirvara hvött til að leggja niður störf allan daginn. Þá minna þau á að engin skylda hvíli á atvinnurekendum að greiða laun í fjarvistum enda í misgóðri aðstöðu til að missa starfsfólk úr vinnu.

Titringur í hreppnum vegna lög­heimilis­flutninga

Fulltrúar meirihlutans í Grímsnes- og Grafningshreppi segja hættu á að íbúar í hreppnum glati trausti á því sem haldi samfélaginu saman gefist fólki kostur á að hringla með lögheimilisskráningu sína korteri fyrir kosningar. Sumarhúsaeigendur í hreppnum hafa verið hvattir til að breyta skráningu sinni tímabundið nú þegar sjö mánuðir í kosningar.

Halla tekur sér frí og vill að karl­menn axli á­byrgð

Halla Tómasdóttir forseti Íslands ætlar að taka sér frí á morgun til að standa með systrum sínum og bræðum gegn ofbeldi. Hún segir brýnt að kalla eftir enn virkari þátttöku karla og drengja í jafnréttisbaráttunni.

Grunuð um í­kveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi

Lögreglan á Suðurlandi segir vonbrigði að gæsluvarðhald yfir konu sem grunuð er um endurteknar íkveikjur á Selfossi í haust hafi verið fellt úr gildi. Áfram verði vel fylgst með svæðinu þar sem eldsvoðar hafa ítrekað komið upp. Nágrannar konunnar segja um sorglegt mál að ræða, vona að konan fái viðeigandi aðstoð en óttast um leið um öryggi sitt.

Kona í fjöl­býlis­húsinu talin brennu­vargur en gengur laus

Kona sem grunuð er um endurteknar íkveikjur í geymslum fjölbýlishúss á Selfossi þar sem hún er meðal íbúa auk íkveikju í verslunum og stigagangi í bænum hefur verið látin laus. Landsréttur féllst ekki á að skilyrði um varðhald væru uppfyllt þótt lögregla telji konuna brennuvarg. Meðal gagna lögreglu er myndbandsupptaka þar sem konan virðist kveikja eld í verslun.

Klórar sér í kollinum yfir kvenna­verk­fallinu

Fyrrverandi þingmaður segist ekkert skilja í því að konur eigi að fá auka frídag á föstudag þegar kvennaverkfall er boðað á fimmtíu ára afmæli þess fyrsta. Hún segist ekki myndu vilja reka fyrirtæki á Íslandi í dag.

Götulokanir vegna kvennaverkfalls

Götulokanir verða í gildi í miðborg Reykjavíkur vegna kvennaverkfallsins föstudaginn 24. október. Hluti miðborgarinnar verður lokaður akandi umferð frá tíu að morgni til fimm síðdegis. 

Sjá meira