Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Á­rásar­maður Ingunnar í sjö og hálfs árs fangelsi hið minnsta

Nemandi sem stakk íslenskan dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla ítrekað í fyrra hlaut sjö og hálfs árs fangelsisdóm sem er skilyrtur því að hann svari meðferð og sé ekki metinn hættulegur samborgurum sínum. Refsingin er í takti við kröfu saksóknara.

Börnin bíða, bíða og bíða

Börnum sem bíða eftir því að komast að hjá Geðheilsumiðstöð barna eða í greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð fjölgar á milli ára. Biðtíminn er ekki mældur í dögum, vikum eða mánuðum heldur árum.

Þær 25 að­gerðir sem fjár­magna á vegna of­beldis barna

Stjórnvöld hafa ákveðið að fjölga aðgerðum vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum og auka fjármagn til aðgerðanna. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í gær. Alvarlegt ofbeldi sem hefur átt sér stað á síðustu misserum undirstrikar þörfina á samstilltu átaki til að bregðast við þróuninni af festu.

Flugrisar funda í Hörpu vegna seinkana og aflýsinga

Fulltrúar flugfélaganna United, Southwest, British Airways, Virgin Atlantic, SAS, Emirates, Etihad, Icelandair og Play eru meðal þeirra sem komin eru saman til fundar í Hörpu til að ræða hvernig bæta megi upplifun farþega við röskun á flugi.

Kveður ostasnakkið fyrir Wolt

Jóhann Már Helgason hefur verið ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs hjá heimsendingaþjónustunni Wolt á Íslandi. Hann hefur undanfarin fimm ár starfað sem fjármálastjóri Lava cheese.

Bein út­sending: Krefjast að­gerða fyrir heimilin strax

Alþýðusam­band Íslands (ASÍ), BSRB og Kenn­ara­sam­band Íslands (KÍ) boða til mót­mæla á Aust­ur­velli klukkan 16. Á sama tíma hefst fyrsti þingfundur vetrarins. Streymt verður frá mótmælunum á Vísi.

Grunaður um hnífaárás eftir strok frá Stuðlum

Einn þeirra þriggja sem handtekinn var í póstnúmeri 108 í Reykjavík í nótt í tengslum við hnífstunguárás skömmu áður var í stroki frá Stuðlum. Hann hefur verið vistaður aftur á meðferðarheimilinu.

Þrettán nýjar heimildir ráð­herra

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra fær ýmsar nýjar heimildir verði fjárlagafrumvarp hans samþykkt á Alþingi eins og reikna má fastlega með. Þar má meðal annars finna leyfi til að vinna með losunarheimildir, selja fasteignir í sveitum, kaupa húsnæði fyrir Rannsóknarnefnd samgönguslysa og stofnun sjóðs um verk Jóns Leifs.

Óvissustig vegna veðurs á Ströndum og Norður­landi

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra, lýsir yfir óvissustigi Almannavarna vegna veðurs þar sem spáð er norðanáttar sem gæti fylgt slydda og snjókoma.

Sjá meira