Hertha Wendel fallin frá Hertha Wendel Jónsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Barnaspítala Hringsins, lést 26. janúar síðastliðinn á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut, 86 ára að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum. 31.1.2023 14:38
Sérfræðingar með sautján tillögur að úrbótum hjá Seðlabankanum Þrír erlendir sérfræðingar sem skipuðu úttektarnefnd að beiðni forsætisráðherra hafa skilað sautján tillögum að úrbótum hjá Seðlabanka Íslands er varða peningastefnu, fjármálastöðugleika, fjármálaeftirlit og stjórnarhætti. Nefndin telur ástæðu til að endurskoða umboð fjármálaeftirlitsnefndar. 31.1.2023 14:29
Aðalsteinn frændi ekki hátt skrifaður hjá Sólveigu Önnu Oft er sagt að Ísland sé lítið og þar þekkist allir. Fyrir vikið sé frændhygli mikil á landinu kalda þar sem skyldmenni hjálpist að. Það virðist þó ekki vera tilfellið þegar kjaradeila Eflingar við Samtök atvinnulífsins er annars vegar. Þar takast skyldmenni á. 31.1.2023 10:26
Verkfræðinemar við HR fengu Nýsköpunarverðlaun forsetans Axel Pálsson, Tómas Frostason og Tómas Orri Pétursson hlutu Nýsköpunarverðlaun Forseta Íslands við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Verðlaunin hlutu þeir fyrir verkefnið „Vélræn endurhæfing í heimahúsi með sýndarveruleika“. 30.1.2023 15:41
Efling þarf að skila greinargerð á föstudaginn Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað í morgun að Efling fengi til föstudags til að skila greinargerð í deilu félagsins við ríkissáttasemjara um hvort félaginu sé skylt að afhenda félagatal sitt vegna miðlunartillögu sáttasemjara. Fyrirtaka í málinu fór fram í héraðsdómi eftir hádegið. 30.1.2023 13:39
Sektaður á leiðinni til mömmu á 37 kílómetra hraða Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður á Rás 2 er hugsi eftir að hafa í annað sinn á einu ári verið sektaður fyrir að aka á 37 kílómetra hraða í heimabæ sínum Akranesi. Skiptar skoðanir er á því hvernig bregðast eigi við kappakstri á Seltjarnarnesinu á föstudagskvöld. 30.1.2023 12:54
Stefna á enn stærri bridgehátíð í Hörpu á næsta ári Sveitin Black vann nokkuð öruggan sigur í sveitakeppni Reykjavík Bridge Festival í Hörpu sem lauk síðdegis í gær. Þrír liðsmenn sveitarinnar voru sænskir en tveir enskir. Sveitin endaði með 142,9 stig en meðalskor var 100 stig. 30.1.2023 11:37
Harma að sjálfboðaliðar séu dregnir fyrir dóm Forsvarsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar harma að ákæruvaldið hafi ákveðið að ákæra sjálfboðaliða sem fengnir voru til að sinna miðasölu og umsjón með risastórum hoppukastala á Akureyri sumarið 2021. Sér í lagi þar sem eigandi hoppukastalans hafi ítrekað lýst ábyrgð sinni í fjölmiðlum. Forseti bæjarstjórnar er annar sjálfboðaliðanna sem sætir ákæru. Meirihlutinn á Akureyri lýsir yfir fullu trausti við störf hans. 30.1.2023 10:18
Tveggja ára skilorðsbundinn dómur og 283 milljóna króna sekt Kaare Nordbö, stjórnarmaður og framkvæmdastjóri einkahlutafélagsins Concretum, hefur verið dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi. Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í fyrra. 27.1.2023 16:11
Erlendur risi í samkeppni við íslenska aðila um nýja Björgunarmiðstöð Níu arkitektastofur tóku þátt í forvali fyrir samkeppni um húsnæði löggæslu- og viðbragðsaðila. Þátttökubeiðnum var skilað þann 17. janúar. Meðal þátttakenda eru stórir erlendir aðilar. Þetta kemur fram í ný fréttabréfi Framkvæmdasýslunnar. 27.1.2023 14:59