Esther, Kristín og Jóhanna heiðraðar af Kvenréttindafélagi Íslands Þrjár konur sem hafa látið sig kvenréttindi varða svo áratugum skiptir voru heiðraðar á 116 ára afmæli Kvenréttindafélags Íslands í Iðnó í Reykjavík í hádeginu. 27.1.2023 13:59
Doktor og fyrrverandi bæjarstjóri vilja taka við af Skúla Eggerti Sjö sóttu um embætti ráðuneytisstjóra menningar- og viðskiptaráðuneytisins, en staðan var auglýst þann 27. desember 2022 og umsóknarfrestur rann út þann 23. janúar síðastliðinn. 27.1.2023 10:06
Tók dæmi af bankaráni til að útskýra ákæruna í hryðjuverkamálinu Saksóknari og verjendur í hryðjuverkamálinu svokallaða takast nú um það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hvort tilefni sé til að vísa frá þeim hluta ákærunnar sem snýr að tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í brotinu. Saksóknari segir ekki unnt að lýsa ætluðum brotum ákærðu með nákvæmari hætti en gert sé í ákærunni. Hann tók sem dæmi ímyndað bankarán til að styðja þá skoðun sína að ákæran ætti að fá efnislega meðferð fyrir dómi. 26.1.2023 11:01
Skiljanlegt í ljósi sögunnar að Þjóðverjar hafi tekið sinn tíma Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skiljanlegt í ljósi sögunnar að Þjóðverjar hafi tekið sér tíma í að ákveða að senda Úkraínumönnum þungavopn. 25.1.2023 16:42
„Ógeðslegt að verða vitni að þessu helsjúka ástandi“ Formaður Eflingar segist sannfærð um að samninganefnd Eflingar muni hafa sigur í baráttu sinni við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning. Ríka fólkið í landinu fyrirlíti ekkert meir en verkakonur íslensks vinnumarkaðar. 25.1.2023 10:19
„Ég hef aldrei talað við þessa konu eða sent önnur eins skilaboð“ Lína Móey Bjarnadóttir, ekkja Johns Snorra Sigurjónssonar, er vægast sagt ósátt við fullyrðingu norsku fjallgöngukonunnar Kristinu Harila um að hafa fengið beiðni frá íslenskri konu um að klippa á taug á fjallinu K2 sem lík íslenska fjallgöngugarpsins hangir á. 24.1.2023 16:05
Gríðarleg fjölgun meðal útskrifaðra kennara hér á landi Á fimmta hundrað kennarar hafa útskrifast úr háskólum hér á landi undanfarin tvö ár. Það eru tæplega jafnmargir og árin fimm á undan. Menntamálaráðuneytið segir átaki stjórnvalda um fjölgun kennara að þakka. 24.1.2023 15:20
Oddný Mjöll verður dómari við MDE eftir langa fæðingu Þing Evrópuráðsins kaus í dag Oddnýju Mjöll Arnardóttur dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Oddný Mjöll var ein af þremur sem tilnefnd voru sem dómaraefni af hálfu íslenskra stjórnvalda. Oddný tekur við af Róberti Spanó sem hefur verið fulltrúi Íslands hjá dómstólnum frá 2013. 24.1.2023 15:07
Sanna nýtur mestra vinsælda borgarfulltrúa Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, er sá borgarfulltrúi sem Reykvíkingum finnst hafa staðið sig best á yfirstandandi kjörtímabili. Helstu breytingar á fylgi flokka frá því í kosningunum í fyrravor eru hjá Framsókn og Pírötum. Framsókn fer úr 18,7 prósentum niður í 8,2 prósent. Pírata fara úr 11,6 prósentum upp í 20,4 prósent. 24.1.2023 14:50
Á fjórða tug fjár brann inni í miklum eldsvoða í Ásahreppi Bóndi á Syðri-Hömrum í Ásahreppi í Rangárvallasýslu syrgir 35 kindur sem brunnu inni í fjárhúsi í gærkvöldi. Fjölmennt lið slökkviliðs sinnti útkallinu. 23.1.2023 16:12