Morðið í Rauðagerði verður tekið fyrir í Hæstarétti Hæstiréttur hefur fallist á beiðni verjenda í Rauðagerðismálinu svokallaða að málið fái meðferð fyrir æðsta dómstigi landsins. Þetta herma heimildir fréttastofu. 23.1.2023 14:54
Hundrað kíló af kókaíni eða tíu? Aðalmeðferð í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar heldur áfram í dag þegar lögreglumenn sem komu að rannsókn málsins og hollenskir tollverðir gefa skýrslu. Verjendur munu leggja áherslu á að ekki sé hægt að færa sönnur á að lagt hafi verið hald á hundrað kíló af kókaíni. 23.1.2023 10:36
Björgvin ráðinn verkefnastjóri Sundabrautar Björgvin Þorsteinsson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri Sundabrautar. Hann mun vinna fyrir verkefnisstjórn um undirbúning Sundabrautar sem skipuð var á síðasta ári. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. 20.1.2023 16:51
Lausagöngubann katta varð aldrei og hugmyndin virðist úr sögunni Ekkert verður af banni við lausagöngu katta að næturlagi á Akureyri. Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir breytingu hafa orðið í viðhorfi með myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn. Ekkert hafi breyst varðandi lausagöngu katta því málið hafi aldrei farið í aðra umræðu. 20.1.2023 14:40
Bein útsending: Fylgst með streyminu í Ölfusá Íbúar í Árborg hafa verið hvattir til að vera ekki að óþarfi á göngu í kringum Ölfusá í asahlákunni. Elstu menn muna ekki eftir jafn miklum ís í ánni. 20.1.2023 10:37
Bein útsending: Sérfræðingur fræðir Íslendinga um breytingaskeiðið Af hverju eru allir að tala um tíðahvörf og breytingaskeið kvenna? Hvaða áhrif hefur testósterón á kynlífið? Og er þetta bara þyngdaraukning og þras? Þessum spurningum og öðrum um breytingaskeiðið verður svarað á opnum fyrirlestri í Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn 19. janúar milli klukkan 17 og 19. 19.1.2023 17:00
Hafa allir svarað fyrir sig í stóra kókaínmálinu Fjórir karlmenn sem sæta ákæru í stóra kókaínmálinu svokallaða gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Óhætt er að segja að framburður ákærðu hafi verið um margt athyglisverður. Héraðsdómari tók skýrt fram við upphaf aðalmeðferðar í morgun að fjölmiðlar mættu ekki grein frá því sem fram kæmi fyrr en að lokinni aðalmeðferð. 19.1.2023 16:38
Opna allar sundlaugarnar á morgun en Árbæjarlaug á laugardag Reykjavíkurborg stefnir á að opna sundlaugar í höfuðborginni klukkan 15 á morgun ef frá er talin Árbæjarlaug. Þar verða dyrnar opnaðar klukkan níu á laugardagsmorgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 19.1.2023 16:22
Iceland Airwaves valin besta innihátíð ársins 2022 Iceland Airwaves vann verðlaunin „besta innihátíðin“ á Evrópsku hátíðarverðlaununum (e. European Festival Awards) í Groningen í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta skipti síðan 2020 sem verðlaunin eru afhent. 19.1.2023 14:44
Páll og fleiri læknar taka upp hanskann fyrir Skúla Tómas Páll Matthíasson fyrrverandi forstjóri Landspítalans veltir því upp í stuðningsyfirlýsingu við Skúla Tómas Gunnlaugsson hjartalækni hvort það sé aflagt að fólk sé saklaust uns sekt sé sönnuð. Hann segir fjölmiðla hafa farið offari í málinu. Páll og Skúli Tómas eru samkvæmt upplýsingum fréttastofu miklir vinir, hluti af nánum vinahóp og voru samferða í gegnum læknanámið hér á landi á sínum tíma. 19.1.2023 13:34