Ákærður fyrir smygl á „öflugasta hugbreytandi vímuefninu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. apríl 2023 11:24 Lögregla hefur um nokkurt skeið haft miklar áhyggjur af svokölluðum DMT pennum. Fertugur reykvískur karlmaður sætir ákæru fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa staðið að innflutningi á 5,4 kílóum af dímetýlryptamíni (DMT) til landsins. Efnin voru flutt til landsins með póstsendingu. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness þar sem það var þingfest á dögunum. Innflutningurinn átti sér stað í ágúst 2021. Tollverðir fundu og lögðu hald á efnin í vörugeymslu USP/express ehf. á Keflavíkurflugvelli. Þau voru í fimm pakkningum. Fram kemur í ákæru að efnin hafi verið með 1,9 prósent styrkleika sem svari til 2443 neysluskammta. Talið er að karlmaðurinn hafi ætlað að selja efnin hér á landi í ágóðaskyni. DMT hefur verið lýst sem sterku ofskynjunarlyfi sem svipar til LSD og ofskynjunarsveppa. Annars vegar er hægt að vinna efnið úr plöntum eða búa það til. Fjallað var um efnið í fréttum Stöðvar 2 árið 2020. Annar karlmaður sætir ákæru fyrir innflutning á sama efni. Hann var gripinn með 32 kíló af efninu við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli árið 2020. Málið er sömuleiðis til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness. Þrír karlmenn hlutu að mestu óskilorðsbundna dóma í nóvember 2021 fyrir að hafa staðið að framleiðslu á DMT árið 2020. Í kröfu lögreglu um gæsluvarðhald í því máli lýsti Lögreglustjórinn á Suðurnesjum DMT sem „öflugasta hugbreytandi vímuefnið“ og að „hættueiginleilkar DMT séu miklir“. Dómari í málinu fann að því að ekki hefði verið aflað álits eða mats óháðra sérfræðinga varðandi eiginleika DMT. Samantekt lögreglu um efnið hefði ekki sama vægi og mat óháðra sérfræðinga. Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA, lýsti í viðtali við Vísi í janúar hvernig hann hefði sprengt sig frá höfuðkvölum, þunglyndi og lyfjafíkn með hjálp hugvíkkandi efna, á borð við DMT. Lögreglumál Hugvíkkandi efni Fíkniefnabrot Smygl Tengdar fréttir Sprengdi sig frá höfuðkvölum, þunglyndi og lyfjafíkn með hjálp hugvíkkandi efna Þórarinn Ævarsson, landsþekktur athafnamaður, segir annus horriblis nú að baki. Þórarinn fór í dýpstu dali, svartnættið eitt blasti við og hann sá aðeins eina leið út. Nefnilega þá að ljúka þessu sjálfur. Þórarinn var orðinn háður ópíóðalyfjum, þjáðist af heiftarlegum höfuðverkjaköstum og þunglyndi en með hjálp hugvíkkandi efna segist Þórarinn hafa öðlast nýtt líf. 5. janúar 2023 07:01 Gripinn með fullar ferðatöskur af ofskynjunarefnum Karlmaður hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa fyrir rúmum tveimur árum verið gripinn með rúmlega 32 kíló af sterku ofskynjunarlyfi við komuna til landsins. Mál hans verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 18. nóvember 2022 10:35 Grunaðir um framleiðslu á hættulegu ofskynjunarlyfi Þrír menn sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í gær í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu eru grunaðir um framleiðslu á ofskynjunarlyfinu DMT. Ríkisútvarpið greinir frá þessu. 4. desember 2020 19:28 Hafa áhyggjur af pennum með ofskynjunarlyfi sem eru nýjung á fíkniefnamarkaði Svokallaðir DMT pennar sem innihalda ofskynjunarlyf eru nýjung á íslenskum fíkniefnamarkaði og ganga kaupum og sölum á netinu. 12. janúar 2020 19:54 „Ég hef í alvöru séð verur, hvort sem þær eru til eða ekki“ Notkun suður-ameríska ofskynjunarlyfsins ayahuasca hefur færst í aukarnar hér á landi. Ayahuasca er náttúrseyði sem á uppruna sinn í perúska hluta Amazon-frumskógarins þar sem frumbyggjar hafa í margar aldir bruggað það til náttúrulækninga. 6. janúar 2020 20:52 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness þar sem það var þingfest á dögunum. Innflutningurinn átti sér stað í ágúst 2021. Tollverðir fundu og lögðu hald á efnin í vörugeymslu USP/express ehf. á Keflavíkurflugvelli. Þau voru í fimm pakkningum. Fram kemur í ákæru að efnin hafi verið með 1,9 prósent styrkleika sem svari til 2443 neysluskammta. Talið er að karlmaðurinn hafi ætlað að selja efnin hér á landi í ágóðaskyni. DMT hefur verið lýst sem sterku ofskynjunarlyfi sem svipar til LSD og ofskynjunarsveppa. Annars vegar er hægt að vinna efnið úr plöntum eða búa það til. Fjallað var um efnið í fréttum Stöðvar 2 árið 2020. Annar karlmaður sætir ákæru fyrir innflutning á sama efni. Hann var gripinn með 32 kíló af efninu við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli árið 2020. Málið er sömuleiðis til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness. Þrír karlmenn hlutu að mestu óskilorðsbundna dóma í nóvember 2021 fyrir að hafa staðið að framleiðslu á DMT árið 2020. Í kröfu lögreglu um gæsluvarðhald í því máli lýsti Lögreglustjórinn á Suðurnesjum DMT sem „öflugasta hugbreytandi vímuefnið“ og að „hættueiginleilkar DMT séu miklir“. Dómari í málinu fann að því að ekki hefði verið aflað álits eða mats óháðra sérfræðinga varðandi eiginleika DMT. Samantekt lögreglu um efnið hefði ekki sama vægi og mat óháðra sérfræðinga. Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA, lýsti í viðtali við Vísi í janúar hvernig hann hefði sprengt sig frá höfuðkvölum, þunglyndi og lyfjafíkn með hjálp hugvíkkandi efna, á borð við DMT.
Lögreglumál Hugvíkkandi efni Fíkniefnabrot Smygl Tengdar fréttir Sprengdi sig frá höfuðkvölum, þunglyndi og lyfjafíkn með hjálp hugvíkkandi efna Þórarinn Ævarsson, landsþekktur athafnamaður, segir annus horriblis nú að baki. Þórarinn fór í dýpstu dali, svartnættið eitt blasti við og hann sá aðeins eina leið út. Nefnilega þá að ljúka þessu sjálfur. Þórarinn var orðinn háður ópíóðalyfjum, þjáðist af heiftarlegum höfuðverkjaköstum og þunglyndi en með hjálp hugvíkkandi efna segist Þórarinn hafa öðlast nýtt líf. 5. janúar 2023 07:01 Gripinn með fullar ferðatöskur af ofskynjunarefnum Karlmaður hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa fyrir rúmum tveimur árum verið gripinn með rúmlega 32 kíló af sterku ofskynjunarlyfi við komuna til landsins. Mál hans verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 18. nóvember 2022 10:35 Grunaðir um framleiðslu á hættulegu ofskynjunarlyfi Þrír menn sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í gær í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu eru grunaðir um framleiðslu á ofskynjunarlyfinu DMT. Ríkisútvarpið greinir frá þessu. 4. desember 2020 19:28 Hafa áhyggjur af pennum með ofskynjunarlyfi sem eru nýjung á fíkniefnamarkaði Svokallaðir DMT pennar sem innihalda ofskynjunarlyf eru nýjung á íslenskum fíkniefnamarkaði og ganga kaupum og sölum á netinu. 12. janúar 2020 19:54 „Ég hef í alvöru séð verur, hvort sem þær eru til eða ekki“ Notkun suður-ameríska ofskynjunarlyfsins ayahuasca hefur færst í aukarnar hér á landi. Ayahuasca er náttúrseyði sem á uppruna sinn í perúska hluta Amazon-frumskógarins þar sem frumbyggjar hafa í margar aldir bruggað það til náttúrulækninga. 6. janúar 2020 20:52 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sprengdi sig frá höfuðkvölum, þunglyndi og lyfjafíkn með hjálp hugvíkkandi efna Þórarinn Ævarsson, landsþekktur athafnamaður, segir annus horriblis nú að baki. Þórarinn fór í dýpstu dali, svartnættið eitt blasti við og hann sá aðeins eina leið út. Nefnilega þá að ljúka þessu sjálfur. Þórarinn var orðinn háður ópíóðalyfjum, þjáðist af heiftarlegum höfuðverkjaköstum og þunglyndi en með hjálp hugvíkkandi efna segist Þórarinn hafa öðlast nýtt líf. 5. janúar 2023 07:01
Gripinn með fullar ferðatöskur af ofskynjunarefnum Karlmaður hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa fyrir rúmum tveimur árum verið gripinn með rúmlega 32 kíló af sterku ofskynjunarlyfi við komuna til landsins. Mál hans verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 18. nóvember 2022 10:35
Grunaðir um framleiðslu á hættulegu ofskynjunarlyfi Þrír menn sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í gær í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu eru grunaðir um framleiðslu á ofskynjunarlyfinu DMT. Ríkisútvarpið greinir frá þessu. 4. desember 2020 19:28
Hafa áhyggjur af pennum með ofskynjunarlyfi sem eru nýjung á fíkniefnamarkaði Svokallaðir DMT pennar sem innihalda ofskynjunarlyf eru nýjung á íslenskum fíkniefnamarkaði og ganga kaupum og sölum á netinu. 12. janúar 2020 19:54
„Ég hef í alvöru séð verur, hvort sem þær eru til eða ekki“ Notkun suður-ameríska ofskynjunarlyfsins ayahuasca hefur færst í aukarnar hér á landi. Ayahuasca er náttúrseyði sem á uppruna sinn í perúska hluta Amazon-frumskógarins þar sem frumbyggjar hafa í margar aldir bruggað það til náttúrulækninga. 6. janúar 2020 20:52