Alvarlegt bílslys í Hveradalabrekku Harkalegur árekstur varð á Suðurlandsvegi til móts við Skíðaskálann í Hveradölum á öðrum tímanum í dag þegar lítil jeppabifreið hafnaði aftan á snjóruðningstæki. 4.1.2023 13:35
Bugaðir starfsmenn héldu grátandi heim og fólk fékk ekki bílinn sinn Fjölmargar fjölskyldur biðu í fleiri klukkustundir í fyrrinótt eftir að fá bílinn sinn afhentan á Keflavíkurflugvelli. Framkvæmdastjóri Lagningar segist aldrei hafa lent í öðru eins ástandi. Starfsmenn hafi hver á fætur öðrum bugast undan álagi og hörðustu menn fellt tár. 4.1.2023 10:09
Inga Þórsdóttir hlýtur virt alþjóðleg verðlaun á sviði næringarfræði Inga Þórsdóttir, prófessor í næringarfræði og fyrrverandi forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, hlaut heiðursverðlaun Alþjóðasamtaka næringarfræði og vísinda (e. International Union of Nutritional Sciences) í desember síðastliðnum. 4.1.2023 09:06
Veitingaskáli í Hörgslandi í ljósum logum Eldur kviknaði í sölu- og veitingaskála á Hörgslandi í Skaftárhreppi nærri Kirkjubæjarklaustri í dag. Ljóst er að um stórtjón er að ræða. 3.1.2023 17:10
Ákærður fyrir að hafa nauðgað tíu ára dreng Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa með grófum hætti brotið kynferðislega á tíu ára dreng, við nokkur tilefni sumarið 2015. Brotin eru sögð hafa átt sér stað bæði utan- og innandyra. 3.1.2023 16:18
Greta Baldursdóttir fallin frá Greta Baldursdóttir fyrrverandi hæstaréttardómari lést á nýársdag. Frá þessu er greint á vef Hæstaréttar. Greta var 68 ára gömul en hún varð fjórða konan til að verða skipuð hæstaréttardómari árið 2011 og starfaði við réttinn til 2020. 3.1.2023 13:52
Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Egill Helgason, fjölmiðlamaður og samfélagsrýnir, segir að honum hrjósi hugur við kröfu um að túristar komist þangað sem þeir vilji í alls kyns veðrum og björgunarsveitir standi vaktina. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar sakar Egil um væl enda sé eðlileg krafa að hægt sé að koma ferðamönnum til og frá Keflavíkurflugvelli. 3.1.2023 11:27
Sekta fimmtán veitingastaði í mathöllum Fimmtán veitingastaðir í mathöllum landsins hafa verið sektaðir um fimmtíu þúsund krónur fyrir að bregðast ekki við athugasemdum Neytendastofu um ófullnægjandi verðmerkingar. Alls gerði Neytendastofu athugasemd við merkingar hjá 37 af 54 veitingastöðum. 2.1.2023 17:03
Hugsar daglega hvort hann eigi ekki að leggja árar í bát Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður kenndur við Slippinn í Vestmannaeyjum og Næs, segist íhuga það daglega að hætta í veitingarekstri. Rekstrarumhverfið sé orðið yfirþyrmandi lýjandi. Hann spyr hvað sé til bragðs að taka? 2.1.2023 16:15
Níðstangargrín fór öfugt ofan í hestafólk og ekki bætti annállinn úr skák Formaður Landssambands hestamanna segir hestafólk almennt ekki geta hlegið að gríni þess efnis að kaupa eigi fallegan hest til þess eins að saga af honum hausinn. Formaðurinn tjáir sig í tilefni atriðis í Áramótaskaupinu þetta árið. Hann ítrekar áhyggjur af ofbeldi sem þrífist í starfsemi Sólsetursins. Þá er hestafólk svekkt að ekkert hafi verið fjallað um Landsmót hestamanna í íþróttaannál RÚV. 2.1.2023 14:19