Aukinn hagnaður Sýnar milli ára Hagnaður Sýnar á fyrsta ársfjórðungi ársins nam 207 milljónum krónum samanborið við 231 milljóna króna tap á sama tímabili í fyrra. Tekjur félagsins á ársfjórðungnum námu 5,7 milljörðum krónum og jukust um tæplega 700 milljónir á milli ára. 11.5.2022 17:47
Kappræður í borginni í beinni á Stöð 2 klukkan 18:55 Oddvitar níu framboða í Reykjavík mætast í kappræðum á Stöð 2 klukkan 18:55 í kvöld. Við sama tilefni verður greint frá niðurstöðum nýrrar könnunar Maskínu fyrir fréttastofu um fylgið í borginni. 11.5.2022 15:54
Ráðherra hefur til 10. júní til að ákveða sig varðandi Fjaðrárgljúfur Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur til skoðunar forkaupsrétt ríkisins á jörðinni Heiði í Skaftárhreppi sem Fjaðrárgljúfur tilheyrir. Ráðherra ætlar ekki að tjá sig um málið að svo stöddu. 11.5.2022 13:17
Lilja heimsótti Pussy Riot Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hitti meðlimi hljómsveitarinnar Pussy Riot á æfingu sveitarinnar í Reykjavík. Hljómsveitin undirbýr tónleikaröð sína um Evrópu hér á landi og hefur verið við æfingar undanfarna daga í Þjóðleikhúsinu. Sveitin flaug af landi brott í morgun. 11.5.2022 10:31
Þessi eru tilnefnd til verðlauna á UT-messunni UTmessan fer fram þann 25. maí næstkomandi á Grand hóteli þar sem venju samkvæmt verða veitt UT-verðlaunin. 11.5.2022 10:25
Bein útsending: AGS kynnir mat sitt á stöðu mála á Íslandi Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur verið hér á landi undanfarna daga og lagt mat á stöðu mála hér á landi. Sendinefndin greinir frá niðurstöðu sinni á blaðamannafundi í fundarsal í Hannesarholti í Þingholtunum í Reykjavík. 11.5.2022 09:44
Aðalsteinn frá Byggðastofnun í skrifstofustjóra Sigurðar Inga Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur skipað Aðalstein Þorsteinsson í embætti skrifstofustjóra sveitarfélaga og byggðamála hjá innviðaráðuneytinu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef ráðuneytisins. 10.5.2022 16:22
Enginn flugstjóri fæst á vakt hjá Landhelgisgæslunni í dag Enginn flugstjóri er á vakt til að fljúga þyrlum Landhelgisgæslunnar í dag. Fyrir vikið er þyrlan ekki til taks. Verið er að flytja einstakling landleiðina sem slasaðist alvarlega undir Eyjafjöllum í morgun. 10.5.2022 13:24
„Ég var fæddur til að bumpa“ Love Bump 22 er ný útgáfa Love Guru af fyrsta laginu sem Boney M gáfu út, „Baby do ya wanna bump“ sem kom út árið 1975. Love Guru segir að hér sé sungið um þokkafyllsta dans sögunnar, The Bump sem á einmitt 50 ára afmæli um þessar mundir. 10.5.2022 09:01
Bjarni Kristinn ráðinn áhættustjóri Lífsverks Bjarni Kristinn Torfason hefur verið ráðinn áhættustjóri Lífsverks. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lífsverk. 9.5.2022 17:15