Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Forseti Íslands heimsækir Færeyjar

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heldur í kvöld til Færeyja vegna opinberrar heimsóknar dagana 10. og 11. maí. Heimsóknin hefst á morgun þriðjudag í Þinganesi í Þórshöfn þar sem forseti fundar með lögmanni Færeyja, Bárði á Steig Nielsen.

Ármann og Þróttur fái Laugardalshöll fyrir sig

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir að með nýrri þjóðarhöll skapist skilyrði fyrir því að félögin í Laugardal, Ármann og Þróttur, fái Laugardalshöll út af fyrir sig. Endurgerð stendur yfir á höllinni sem Dagur segir að verði lokið um miðjan ágúst.

Blóðug mótmæli við bústað rússneska sendiherrans

Mótmæli hófust við bústað rússneska sendiherrans á Íslandi klukkan tólf í dag. Mótmælendur eru margir hverjir klæddir í hvítar flíkur sem ataðar hafa verið rauðum lit sem táknar blóð. Um er að ræða vísun til þeirrar blóðúthellingar sem orðið hefur í Úkraínu eftir innrás Rússa.

Söguleg skóflustunga í beinu framhaldi af útskrift

Íbúar á Flateyri og nemendur Lýðskólans á Flateyri tóku í dag sameiginlega fyrstu skóflustunguna að nýbyggingu Nemendagarða Lýðskólans. Þetta kemur fram í skeyti frá Runólfi Ágústssyni skólastjóra.

Ný hljóð við Hörpu með komu nýs útilistaverks

Útilistaverkið Himinglæva var afhjúpað fyrir framan Hörpu í dag. Listaverkið er eftir Elínu Hansdóttur myndlistarkonu og er fagurlega formað hljóðfæri. Tónar heyrast frá listaverkinu þegar vindurinn blæs.

Frænka situr uppi með kostnaðinn eftir deilur um faðerni

Kona nokkur hefur verið dæmd til að greiða ekkju bróður síns og syni hans málskostnað og kærumálskostnað vegna faðernismáls sem hún höfðaði eftir að bróðir hennar féll óvænt frá. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti á dögunum.

Sjá meira