„Dæmdur morðingi á Litla-Hrauni getur keypt í svona útboði“ Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að veita þurfi heimild í lögum til að hægt sé að koma í veg fyrir að ákveðinn hópur fólks geti tekið þátt í útboðum á borð við nýlokið útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir hafa komið á óvart sá fjöldi lítilla fjárfesta sem uppfyllti kröfur sem gerðar eru til fagfjárfesta. Fjármálaeftirlitið sé með það til skoðunar. 27.4.2022 10:49
Hart tekist á í Pallborðinu: „Að segja að ekkert sé að gerast, það er ósanngjarnt“ „Þegar það er fólksfækkun í bænum þá er eitthvað mikið að,“ segir oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Bæjarstjórinn segir uppbyggingu í bænum svo mikla að hann sé í daglegu tali kallaður Kranafjörður. 26.4.2022 15:40
Öskruðu „Bjarni burt“ en Bjarni segist ekki á förum Hópur fólks, um tíu manns, kom saman fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í morgun til að mótmæla bankasölunni á meðan á reglulegum fundi ríkisstjórnarinnar stóð. 26.4.2022 14:39
Lögregla til taks vegna mótmæla við Ráðherrabústaðinn Nokkrir lögreglumenn standa vaktina við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu þar sem á annan tug mótmælenda er saman kominn og bíður þess að fundi ríkisstjórnarinnar ljúki. 26.4.2022 11:00
„Það er skelfilegt að sjá þetta“ Útivistarunnanda blöskraði aðkoman á bílastæði í Leirdal sunnan við Fagradalsfjall þegar hann hugðist ganga Langahrygg ásamt eiginkonu sinni. Erlendum ferðamönnum á svæðinu var ekki skemmt enda áttu þeir ekki von á slíku ástandi í landi með náttúruna sem flaggskip. 26.4.2022 10:45
Full Eldborg af Keflvíkingum er ávísun á bestu mögulegu læti Hún var aldeilis biðarinnar virði kvöldstundin í Hörpu laugardaginn 23. apríl þegar keflvísku rokkararnir í hljómsveitinni Valdimar héldu loksins upp á tíu ára afmæli sveitarinnar. Eftir endurteknar frestanir af augljósum ástæðum undanfarin tvö ár var komið að því. Það yrðu læti í Eldborg. 26.4.2022 10:31
Elsta manneskja í heimi látin Japönsk kona sem ber titilinn elsta manneskja í heimi samkvæmt skráðum gögnum er látin 119 ára gömul. 25.4.2022 16:46
Lóðaskiptin handsöluð og Björgunarmiðstöð fram undan Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, og Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytis, undirrituðu síðdegis samning um lóð fyrir Björgunarmiðstöð. 25.4.2022 16:28
Útrýma þurfi gráu svæðunum þar sem fólk lendir á milli úrræða Ríkisendurskoðun leggur áherslu á að efla þurfi söfnun upplýsinga, meðferð gagna og aðgengi að þeim þegar geðheilbrigðisþjónusta er annars vegar. Eyða þurfi lagalegri óvissu um skil á gögnum til embættis landlæknis og halda betur utan um upplýsingar um tíðni óvæntra atvika í geðheilbrigðisþjónustu og kvartanir henni tengdri. 25.4.2022 15:46
Forsetinn keypti fyrsta ljósið eftir æsilega Síkisferð Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, keypti fyrsta ljósið í landssöfnun Barnaheilla-Save the Children á Íslandi en söfnunin hófst í dag og stendur til 4. maí. Safnað er til styrktar verkefninu Verndarar barna, sem er forvarnaverkefni Barnaheilla gegn kynferðisofbeldi á börnum. Söfnunin ber heitið „Hjálpumst að við að vernda börn”. 25.4.2022 13:42