Á leið út úr dyrunum þegar kviknaði í spjaldtölvu heimilisins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2022 17:44 Spjaldtölvan er eðli máls samkvæmt gjörónýt. Elva Hrönn Smáradóttir Móðir á Akureyri virðist hafa brugðist hárrétt við aðstæðum þegar eldur kviknaði í spjaldtölvu heimilisins. Litlu hefði mátt muna að afleiðingarnar hefðu orðið alvarlegar. Elva Hrönn Smáradóttir, íbúi í Heiðarlundi á Akureyri, var á leið út um dyrnar til að sækja dóttur sína á leikskólann í gær þegar hún heyrði skrýtið hljóð. Þegar hún staldraði við og athugaði málið sá hún reykjarmökk og eldglæringar standa úr spjaldtölvu fjölskyldunnar. „iPad sem tæplega fjögurra ára dóttir mín notaði fyrr um morguninn á meðan hún fékk fléttu í hárið. Þá var hann batteríislaus svo ég stakk honum í samband svo hún sæti mögulega kyrr í þessar tvær mínútur. Slökktum þegar við fórum og ég pældi ekki meira i því,“ segir Elva Hrönn í Facebook-færslu, öðrum til lærdóms. Hún segir stofuna hafa fyllst af reyk á augabragði. Hún hafi gargað á son sinn sem var á efri hæð hússin með vin í heimsókn. Þeir ættu að drífa sig út. „Eftir að hafa snúist hálfan hring um sjálfa mig mundi ég eftir eldvarnateppinu og slökkvitækinu sem voru meðal jólagjafa á síðustu jólum. Náði í teppið, vafði því um reykspúandi spjaldtölvuna og reif hana úr sambandi. Á meðan ég brasaði við teppið fór reykskynjarinn i gang.“ Elva segir atburðarrásina hafa spannað tvær til þrjár mínútur en mikill reykur hafi fyllt rýmið. Hún segist þó ekki hafa þurft að kalla til slökkvilið vegna þess hve fljót hún var að slökkva eldinn. „Þetta fór ótrúlega vel og er í rauninni ekkert tjón nema bara í iPadinum sem gaf þarna upp öndina,“ segir Elva. Aðspurð hvort hún telji að hún muni grípa til einhverra varúðarráðstafana með raftæki í framtíðinni segir Elva, „ég hugsa að maður verði nú aðeins meðvitaðri um það að passa sig að skilja þetta ekki eftir uppi í rúmi eða sófanum eða eitthvað þess háttar. Þetta klárlega vekur mann til umhugsunar og mér var allaveganna mjög brugðið.“ Hún veltir fyrir sér hvernig atburðum hefði lyktað hefði hún lagt tveimur mínútum fyrr af stað að sækja skottuna á leikskólann. „Borðið sem tölvan stóð á, tölvan og teppið eru nú úti á palli. Sófinn angar eins og ég veit ekki hvað, búið er að reykræsta og allir eru heilir.. hvert er ég að fara með þetta?! Jú tékkið á ykkar eldvörnum kids og ekki skilja allar þessar rafmagnssnúrur og dót eftir í sambandi, maður veit aldrei!“ Facebook færslu Elvu má sjá hér að neðan. Tækni Akureyri Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn mælist enn á flugi Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Sjá meira
Elva Hrönn Smáradóttir, íbúi í Heiðarlundi á Akureyri, var á leið út um dyrnar til að sækja dóttur sína á leikskólann í gær þegar hún heyrði skrýtið hljóð. Þegar hún staldraði við og athugaði málið sá hún reykjarmökk og eldglæringar standa úr spjaldtölvu fjölskyldunnar. „iPad sem tæplega fjögurra ára dóttir mín notaði fyrr um morguninn á meðan hún fékk fléttu í hárið. Þá var hann batteríislaus svo ég stakk honum í samband svo hún sæti mögulega kyrr í þessar tvær mínútur. Slökktum þegar við fórum og ég pældi ekki meira i því,“ segir Elva Hrönn í Facebook-færslu, öðrum til lærdóms. Hún segir stofuna hafa fyllst af reyk á augabragði. Hún hafi gargað á son sinn sem var á efri hæð hússin með vin í heimsókn. Þeir ættu að drífa sig út. „Eftir að hafa snúist hálfan hring um sjálfa mig mundi ég eftir eldvarnateppinu og slökkvitækinu sem voru meðal jólagjafa á síðustu jólum. Náði í teppið, vafði því um reykspúandi spjaldtölvuna og reif hana úr sambandi. Á meðan ég brasaði við teppið fór reykskynjarinn i gang.“ Elva segir atburðarrásina hafa spannað tvær til þrjár mínútur en mikill reykur hafi fyllt rýmið. Hún segist þó ekki hafa þurft að kalla til slökkvilið vegna þess hve fljót hún var að slökkva eldinn. „Þetta fór ótrúlega vel og er í rauninni ekkert tjón nema bara í iPadinum sem gaf þarna upp öndina,“ segir Elva. Aðspurð hvort hún telji að hún muni grípa til einhverra varúðarráðstafana með raftæki í framtíðinni segir Elva, „ég hugsa að maður verði nú aðeins meðvitaðri um það að passa sig að skilja þetta ekki eftir uppi í rúmi eða sófanum eða eitthvað þess háttar. Þetta klárlega vekur mann til umhugsunar og mér var allaveganna mjög brugðið.“ Hún veltir fyrir sér hvernig atburðum hefði lyktað hefði hún lagt tveimur mínútum fyrr af stað að sækja skottuna á leikskólann. „Borðið sem tölvan stóð á, tölvan og teppið eru nú úti á palli. Sófinn angar eins og ég veit ekki hvað, búið er að reykræsta og allir eru heilir.. hvert er ég að fara með þetta?! Jú tékkið á ykkar eldvörnum kids og ekki skilja allar þessar rafmagnssnúrur og dót eftir í sambandi, maður veit aldrei!“ Facebook færslu Elvu má sjá hér að neðan.
Tækni Akureyri Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn mælist enn á flugi Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Sjá meira