Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hnýtur um viðbrögð borgarstjóra og segir framtíð íþrótta bjarta

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að til þess að lausn fáist í umræðunni um nýjan þjóðarleikvang þurfi að ljúka samtali sem hófst árið 2018 um að samkomulag þyrfti að nást milli ríkis og borgar um fjárhagslegt framlag. Engar fjárhagslegar skuldbindingar varðandi þjóðarleikvang er að finna í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2023-2027.

Ekki verður af uppboði á sumarbústað Gylfa Þórs

Sumarbústaður í Grímsnes- og Grafningshreppi í eigu knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar verður ekki boðinn upp á nauðungarsölu Sýslumannsins á Suðurlandi á fimmtudaginn. Telja má líklegt að knattspyrnukappinn hafi náð sáttum við Skattinn sem hafði farið fram á söluna.

Sex ára fangelsi fyrir brot á þroskaskertum konum

Tæplega sextugur karlmaður hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum sem allar eru með þroskaskerðingu. Þá var hann dæmdur til að greiða þeim milljónir króna í bætur.

Kennari fyrir norðan dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn nemanda

Kennari á fertugsaldri á Norðurlandi eystra hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot og barnaverndarlagabrot gegn fimmtán ára nemanda sínum. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis.

Aðalsteinn þarf að gefa skýrslu eftir frávísun í Hæstarétti

Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, þarf að gefa skýrslu hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Þetta er ljóst eftir að Hæstiréttur vísaði kæru Aðalsteins frá dómi í dag. Hæstiréttur taldi að Aðalsteinn hefði ekki heimild til að kæra frávísunarúrskurð Landsréttar til Hæstaréttar.

Lay Low syngur Með Hækkandi sól í söfnunarmessu fyrir Úkraínu

Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low, mun flytja lagið Með hækkandi sól í söfnunarmessu fyrir hjálparstarf kirkjunnar í Úkraínu í sunnudagsmessu í Fella- og Hólakirkju á sunnudaginn. Lagið er framlag Íslands til Eurovision í ár.

Nýr formaður SGS segir átökin í hreyfingunni nauðsynleg

Vilhjálmur Birgisson, nýkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins, segir umboð sitt sem formaður ótvírætt. Mikilvægt sé að verkalýðssamtökin takist á um mál. En þegar stefnan liggi ljós fyrir þurfi allir að leggjast á eitt. Það sé samfélaginu til ævarandi skammar að lágmarkslaun dugi ekki fyrir nauðsynjum.

Vil­hjálmur nýr for­maður Starfs­greina­sam­bandsins

Vilhjálmur Birgisson hefur verið kjörinn nýr formaður Starfsgreinasambandsins. Vilhjálmur hlaut sjötíu atkvæði (53,85 prósent) og Þórarinn G. Sverrisson sextíu atkvæði (46,15 prósent). Alls greiddu 130 manns atkvæði í formannskjörinu.

Sjá meira