Ræðir íslensku við Apple, Amazon og Microsoft Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. maí 2022 10:10 Guðni forseti er mikill tungumálamaður og spreytir sig reglulega á öðrum tungumálum. Íslenskan verður í aðalhlutverki í þessari ferð hans vestur um haf. Vísir/Vilhelm Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hélt í gærkvöldi til Kaliforníu í Bandaríkjunum þar sem hann leiðir íslenska sendinefnd á fund bandarískra stórfyrirtækja í tækniiðnaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu. Þar segir að markmið ferðarinnar sé að sýna forsvarsmönnum þessara fyrirtækja fram á mikilvægi þess að íslensk tunga eigi sinn sess í þróun á nýjustu máltæknilausnum svo unnt verði að tala íslensku við tölvur og tæki og tryggja þannig framtíð íslenskunnar í stafrænum heimi. Auk forseta er sendinefndin skipuð Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Almannaróms, Jóni Guðnasyni, forstöðumanni Gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík, og Vilhjálmi Þorsteinssyni, stofnanda hugbúnaðarfyrirtækisins Miðeindar. Dagskrá ferðarinnar hefst í San Jose í Kaliforníu í dag með heimsókn til höfuðstöðva Apple og Meta þar sem fundað verður með forsvarsmönnum fyrirtækjanna. Á morgun, þriðjudag, verður fundað með framkvæmdastjóra gervigreindarfyrirtækisins Open AI. Á miðvikudag verður flogið frá San Jose til Seattle. Þá um kvöldið opnar forseti Íslands viðburð í Norræna safninu í Seattle þar sem leiddir verða saman fjárfestar og fulltrúar nýsköpunarfyrirtækja í tækniiðnaði. Fimmtudaginn 19. maí flytur forseti svo erindi á norrænni nýsköpunarráðstefnu, Nordic Innovation Summit, sem fram fer í Norræna safninu í Seattle. Síðar þann dag heldur sendinefndin til höfuðstöðva Amazon og Microsoft þar sem fundað verður með forsvarsmönnum fyrirtækjanna. Á fimmtudagskvöld verður svo flogið til Boston. Þar mun sendinefndin heimsækja tækniháskólann í Massachusetts (MIT) á föstudag og eiga fundi bæði með forsvarsmönnum háskólans og íslenskum starfsmönnum sem stunda þar rannsóknir og kennslu. Flogið verður aftur til Íslands á föstudagskvöld. Forseti Íslands Íslendingar erlendis Íslenska á tækniöld Guðni Th. Jóhannesson Apple Amazon Microsoft Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Þar segir að markmið ferðarinnar sé að sýna forsvarsmönnum þessara fyrirtækja fram á mikilvægi þess að íslensk tunga eigi sinn sess í þróun á nýjustu máltæknilausnum svo unnt verði að tala íslensku við tölvur og tæki og tryggja þannig framtíð íslenskunnar í stafrænum heimi. Auk forseta er sendinefndin skipuð Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Almannaróms, Jóni Guðnasyni, forstöðumanni Gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík, og Vilhjálmi Þorsteinssyni, stofnanda hugbúnaðarfyrirtækisins Miðeindar. Dagskrá ferðarinnar hefst í San Jose í Kaliforníu í dag með heimsókn til höfuðstöðva Apple og Meta þar sem fundað verður með forsvarsmönnum fyrirtækjanna. Á morgun, þriðjudag, verður fundað með framkvæmdastjóra gervigreindarfyrirtækisins Open AI. Á miðvikudag verður flogið frá San Jose til Seattle. Þá um kvöldið opnar forseti Íslands viðburð í Norræna safninu í Seattle þar sem leiddir verða saman fjárfestar og fulltrúar nýsköpunarfyrirtækja í tækniiðnaði. Fimmtudaginn 19. maí flytur forseti svo erindi á norrænni nýsköpunarráðstefnu, Nordic Innovation Summit, sem fram fer í Norræna safninu í Seattle. Síðar þann dag heldur sendinefndin til höfuðstöðva Amazon og Microsoft þar sem fundað verður með forsvarsmönnum fyrirtækjanna. Á fimmtudagskvöld verður svo flogið til Boston. Þar mun sendinefndin heimsækja tækniháskólann í Massachusetts (MIT) á föstudag og eiga fundi bæði með forsvarsmönnum háskólans og íslenskum starfsmönnum sem stunda þar rannsóknir og kennslu. Flogið verður aftur til Íslands á föstudagskvöld.
Forseti Íslands Íslendingar erlendis Íslenska á tækniöld Guðni Th. Jóhannesson Apple Amazon Microsoft Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira