Sá sem liggur undir grun laus úr haldi lögreglu Karlmaður sem var handtekinn í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á bruna í húsi við Auðbrekku í Kópavogi í fyrrinótt er laus úr haldi. Húsið var ekki samþykkt íbúðahúsnæði. 4.3.2022 12:54
Lækjartorg verður inngangurinn að Kvosinni Lækjartorg mun taka stakkaskiptum á næstu misserum og verður lyft upp á spennandi og áhugaverðan hátt samkvæmt tillögunni Borgaralind eftir Sp(r)int Studio og Karrens en Brands, sem bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppni um Lækjartorg og aðliggjandi gatnarými. Reykjavíkurborg vekur athygli á þessu í tilkynningu. 4.3.2022 11:08
Fjöldi fólks ætlar sér tvær skrifstofustjórastöður Alls bárust 36 umsóknir um tvær skrifstofustjórastöður í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu sem auglýstar voru 10. febrúar sl. en umsóknarfrestur rann út 28. febrúar. 4.3.2022 10:58
Snæbjörn Ingi frá Origo til Itera Snæbjörn Ingi Ingólfsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri alþjóðlega tæknifyrirtækisins Itera á Íslandi. Itera opnaði á síðasta ári skrifstofu í Reykjavík en aðalskrifstofur fyrirtækisins eru í Noregi. 4.3.2022 10:36
Herdís tekur sæti Katrínar í peningastefnunefnd Herdís Steingrímsdóttir, dósent í hagfræði við Copenhagen Business School, hefur verið skipuð í peningastefnunefnd Seðlabankans til næstu fimm ára. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. 4.3.2022 10:24
Meirihluti Norðurskautsráðs fordæmir innrás formannsins Rússlands Aðildarríki Norðurskautsráðsins, utan Rússlands, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem tilefnislaus innrás Rússlands í Úkraínu er fordæmd. 3.3.2022 15:36
Slógust á Selfossi og talið að myndband sé í dreifingu Til átaka kom meðal fjögurra drengja á unglingastigi á Selfossi um tíuleytið í morgun. Þetta kemur fram í tölvupósti skólastjóra Vallaskóla til foreldra og forráðamanna. Hann segir hluta drengjanna nemendur við skólann og grunur á að myndskeið af átökunum sé í dreifingu. Hugrakkt starfsfólk hafi skorist í leikinn. 3.3.2022 14:51
Bein útsending: Læsi er lykill að menntun Ráðstefna um mikilvægi læsis og lesskilnings fyrir menntun og möguleika fólks til þátttöku í samfélaginu fer fram í Skriðu, fyrirlestrarsal Menntavísindasviðs Háskóla Íslands í Stakkahlíð klukkan 15 í dag. Ráðstefnan stendur í þrjár klukkustundir og verður streymt á Vísi. 3.3.2022 14:16
„Rimlar fyrir öllum gluggum og dregið fyrir en auðvitað heyra þau alveg í okkur“ Söngkonurnar Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Hallveig Rúnarsdóttir efndu til söngmótmæla við Sendiráð Rússlands. Þær vildu nota sönginn og fegurðina til að mynda samstöðu. Söngur hafi verið notaður sem vopn í mjög mörgum byltingum og stríði. 3.3.2022 11:08
Fjáröflunin í Vinabæ snerist upp í andhverfu sína eftir hrunið Guðlaugur Friðgeir Sigmundsson, framkvæmdastjóri Vinabæjar sem stóð fyrir bingókvöldum í Skipholti 33 í rúma þrjá áratugi, segir marga ekki gera sér grein fyrir ástandinu í þjóðfélaginu. Þar séu margir einstæðingar og hluti þeirra sem sótt hafi bingó í Vinabæ hafi varla farið út fyrir hússins dyr, nema til að fara í bingó. 2.3.2022 15:35