Hitafundur félagsmanna Eflingar hafinn á Hlíðarenda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. apríl 2022 18:00 Pallborðið kosningar í Eflingu Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Félagsfundur Eflingar þar sem umræðuefnið er skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins hefst klukkan 18 í Valsheimilinu. Boðað var til fundarins í kjölfar þess að tillaga nýkjörins formanns Eflingar þess efnis að segja upp öllu starfsfólki á skrifstofunni. Nýi formaðurinn, Sólveig Anna Jónsdóttir, segir í færslu á Facebook von að fólk mæti á fundinn til að styðja hana og félaga hennar á B-listanum, Baráttulistanum. „Ég spyr ykkur: Ætlum við að halda áfram að byggja upp félagið á okkar eigin forsendum með okkar eigin hagsmuni í fyrirrúmi eða ætlum við að sætta okkur við að skrifstofuvirkið í Guðrúnartúni lokist á ný, sérfræðingaveldi hinnar menntuðu millistéttar taki yfir kjarabaráttuna okkar og fólk sem bókstaflega engan skilning hefur á róttækri verkalýðsbaráttu og enga getu til að leiða hana taki yfir stjórn félagsins?“ Sólveig Anna segist vona að fólk sé sammála henni um að slík framtíðarsýn sé ömurleg. „Leyfum ekki skemmdarverkum á möguleikum okkar til að ná raunverulegum árangri í baráttu verka og láglaunafólks að eiga sér stað. Stöndum saman og með okkur sjálfum.“ Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður Eflingar sem bauð sig fram til formennsku en laut í lægri haldi fyrir Sólveigu Önnu, var hugsi fyrir fundinn. „Fyrir fundinn í kvöld velti ég því aðallega fyrir mér hve miklu við viljum fórna bara fyrir ekki neitt. Ef við verkalýðurinn sem vitum sannarlega hvers virði við erum en erum við tilbúin að rífa niður aðra stétt launafólks bara afþví að.. já afþví að hvað?“ spyr Ólöf Helga. „Við fáum ekki hærri laun þó laun starfsfólks á skrifstofunni lækki. Það sem gerist er að Efling sem vinnuveitandi hefur sett það fordæmi að hópuppsagnir vegna skipulagsbreytinga séu í lagi. Að Efling sem stéttarfélagi viðurkenni að hópuppsagnir vegna skipulagsbreytinga séu í lagi. Hvar stöndum við þá?“ Ólöf Helga segir hópuppsagnir kannski ekki svo tíðar á opinbera vinnumarkaðinum. „En við hin sem vinnum á hinum almenna vinnumarkaði erum í verri stöðu. Okkar atvinnuöryggi er ógnað með þessari ákvörðun. Erum við í alvöru tilbúin að fórna atvinnuöryggi okkar fyrir tækifæri til þess að rífa aðra stétt niður?“ Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Nýi formaðurinn, Sólveig Anna Jónsdóttir, segir í færslu á Facebook von að fólk mæti á fundinn til að styðja hana og félaga hennar á B-listanum, Baráttulistanum. „Ég spyr ykkur: Ætlum við að halda áfram að byggja upp félagið á okkar eigin forsendum með okkar eigin hagsmuni í fyrirrúmi eða ætlum við að sætta okkur við að skrifstofuvirkið í Guðrúnartúni lokist á ný, sérfræðingaveldi hinnar menntuðu millistéttar taki yfir kjarabaráttuna okkar og fólk sem bókstaflega engan skilning hefur á róttækri verkalýðsbaráttu og enga getu til að leiða hana taki yfir stjórn félagsins?“ Sólveig Anna segist vona að fólk sé sammála henni um að slík framtíðarsýn sé ömurleg. „Leyfum ekki skemmdarverkum á möguleikum okkar til að ná raunverulegum árangri í baráttu verka og láglaunafólks að eiga sér stað. Stöndum saman og með okkur sjálfum.“ Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður Eflingar sem bauð sig fram til formennsku en laut í lægri haldi fyrir Sólveigu Önnu, var hugsi fyrir fundinn. „Fyrir fundinn í kvöld velti ég því aðallega fyrir mér hve miklu við viljum fórna bara fyrir ekki neitt. Ef við verkalýðurinn sem vitum sannarlega hvers virði við erum en erum við tilbúin að rífa niður aðra stétt launafólks bara afþví að.. já afþví að hvað?“ spyr Ólöf Helga. „Við fáum ekki hærri laun þó laun starfsfólks á skrifstofunni lækki. Það sem gerist er að Efling sem vinnuveitandi hefur sett það fordæmi að hópuppsagnir vegna skipulagsbreytinga séu í lagi. Að Efling sem stéttarfélagi viðurkenni að hópuppsagnir vegna skipulagsbreytinga séu í lagi. Hvar stöndum við þá?“ Ólöf Helga segir hópuppsagnir kannski ekki svo tíðar á opinbera vinnumarkaðinum. „En við hin sem vinnum á hinum almenna vinnumarkaði erum í verri stöðu. Okkar atvinnuöryggi er ógnað með þessari ákvörðun. Erum við í alvöru tilbúin að fórna atvinnuöryggi okkar fyrir tækifæri til þess að rífa aðra stétt niður?“
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira