Nýja Vínbúðin tekur rússneskar vörur úr sölu Nýja Vínbúðin, vefverslun með áfengi, hefur tekið allar rússneskar vörur úr sölu á vefverslun sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá búðinni. 1.3.2022 11:02
Eltihrellir dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi 27 ára gamall karlmaður hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir frelsissviptingu, rán, líkamsárás, eignaspjöll, ítrekaðan akstur undir áhrifum fíkniefna, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni og fíkniefnalagabrot. 28.2.2022 17:07
Biðja Abramovich um hjálp í friðarviðræðum við Pútín Úkraínsk yfirvöld hafa leitað til rússneska milljarðarmæringsins Roman Abramovich, sem er eigandi fótboltaliðsins Chelsea, og óskað eftir aðstoð hans í yfirstandandi friðarviðræðum Úkraínumanna við Rússa, að sögn talsmanns Abramovich. 28.2.2022 14:00
Bandaríkin loka sendiráðinu í Hvíta-Rússlandi Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákveðið að loka sendiráði sínu í Hvíta-Rússlandi vegna ólgunnar eftir innrás Rússa í Úkraínu. 28.2.2022 13:30
Danmerkurskuld fyrrverandi þingmanns tífaldaðist í Landsrétti Anna Kolbrún Árnadóttir, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, þarf að greiða danska innheimtufyrirtækinu Lowell Danmark 623 þúsund danskar krónur vegna láns sem hún tók hjá danska bankanum Fionia Banka og fór í vanskil. Landsréttur kvað upp dóm sinn þess efnis á föstudag. 28.2.2022 08:57
Pétri Erni vikið úr hljómsveitunum Buff og Dúndurfréttum Tónlistarmanninum Pétri Erni Guðmundssyni hefur verið vísað úr hljómsveitunum Buff og Dúndurfréttum. Pétur var söngvari í báðum sveitunum. 26.2.2022 18:02
Sex ára dómur fyrir tilraun til manndráps Landsréttur dæmdi í dag karlmann í sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps á Hótel Borg í Reykjavík í lok janúar í fyrra. Landsréttur þyngdi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði dæmt karlmanninn í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás á eiginkonu sína. 25.2.2022 16:32
Dómurinn yfir Þormóði staðfestur fyrir hnefahöggið Landsréttur hefur staðfest þrjátíu daga fangelsisdóm yfir Þormóði Árna Jónssyni, þreföldum Ólympíufara og fánabera Íslands á leikunum í Ríó 2016, fyrir líkamsárás. Þormóður var sakfelldur fyrir að slá dyravörð með krepptum hnefa eftir að hafa rifist við eiganda Lebowski bar sem hafði vísað honum út af barnum. 25.2.2022 15:54
„Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25.2.2022 15:39
Tveggja og hálfs árs dómur fyrir nauðgun staðfestur Landsréttur staðfesti í dag tveggja og hálfs árs dóm fangelsisdóm yfir Augustin Dufatanye fyrir að hafa nauðgað konu. 25.2.2022 15:20