Falla frá málinu og greiða Hafdísi Helgu miskabætur Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur ákveðið að falla frá áframhaldandi málarekstri gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að sáttin hljóði upp á 2,3 milljóna króna miskabótagreiðslu auk málskostnaðar. 25.2.2022 15:04
Landspítali færður á neyðarstig Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Farsóttarnefnd tók þessa ákvörðun og tók nýtt ástand gildi klukkan 14 í dag. 25.2.2022 14:50
Brjánn nýr samskiptastjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Brjánn Jónasson hefur nú hafið störf sem samskiptastjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hann var ráðinn úr hópi níu umsækjenda. 25.2.2022 14:37
Fannst skrýtið að sjá lögreglu yfirheyra mann í blóði sínu Rúnar Snær Reynisson, fréttamaður Ríkisútvarpsins á Austfjörðum, segir að honum hafi fundist skrýtið að fylgjast með lögreglu yfirheyra mann í blóði sínu á Egilsstöðum í ágúst. Rúnar er meðal vitna í máli héraðssaksóknara gegn Árnmari Jóhanni Guðmundssyni sem sætir ákæru fyrir tvær tilraunir til manndráps. 25.2.2022 13:34
Rut ráðin framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands Rut Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Hún hefur störf í næstu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 25.2.2022 12:01
Hefja neyðarsöfnun fyrir börn í Úkraínu UNICEF á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna umfangsmikilla verkefna UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Úkraínu þar sem börn og fjölskyldur þurfa tafarlausa aðstoð. Vopnuð átök ógna nú lífi og velferð milljóna barna. 25.2.2022 11:44
Dánarbú Tryggva Rúnars fær leyfi frá Hæstarétti Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar sem fékk engar bætur dæmdar í einkamáli við íslenska ríkið. Hæstiréttur telur mál Tryggva hafa fordæmisgildi og verður því fjallað um málið á æðsta dómstigi landsins. 25.2.2022 10:59
Ármann og Þróttur þjóna nýjum hverfum Íþróttafélögin Ármann og Þróttur munu sameiginlega þjóna nýjum hverfum í Voga- og Höfðabyggð. Þá munu félögin einnig þjóna Bryggjuhverfi þegar skóli verður kominn þangað. Svo segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 25.2.2022 10:00
Mótmæltu við rússneska sendiráðið Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráðið í Túngötu klukkan 17:30 í dag vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Fréttastofa verður í beinni frá mótmælunum á Vísi. 24.2.2022 17:02
Bein útsending: Nýtt kort sem sýnir áformaðar virkjanir í íslenskri náttúru Nýr og uppfærður vefur Náttúrukorts Landverndar verður formlega opnaður í dag klukkan 12:30. Sýnt verður beint frá viðburðinum í streymi hér að neðan. 24.2.2022 11:45