Aukafréttatími í hádeginu vegna innrásar í Úkraínu Rússneski herinn gerði í morgun innrás í Úkraínu að skipan Vladimír Pútín forseta Rússlands. Sprengjum hefur rignt yfir nokkrar borgir Úkraínu, innrás úr norðri, austri og suðri en fólksflótti er frá höfuðborginni Kiev í vestur. 24.2.2022 10:22
Ágúst hættur hjá KKÍ í ljósi umræðu síðustu daga Ágúst S. Björgvinsson er hættur störfum fyrir Körfuknattleikssamband Íslands að eigin ósk. Þetta kemur fram í yfirlýsingu hjá Körfuknattleikssambandi Íslands. Ágúst hafði sinnt fjölbreyttum verkefnum hjá sambandinu undanfarin sex ár. 23.2.2022 15:57
Meint brot blaðamanna tengjast ekki gögnum sem birtust í umfjöllun um Samherja Fyrirhuguð skýrslutaka lögreglustjórans á Norðurlandi eystra yfir fjórum blaðamönnum tengist ekki þeim gögnum sem voru birt í umfjöllun þeirra um hina svo kölluðu „skæruliðadeild“ Samherja. Blaðamennirnir eru grunaðir um brot gegn friðhelgi einkalífs vegna annarra gagna en þeirra sem notuð voru í viðkomandi umfjöllun. 23.2.2022 11:58
Hellisheiðinni lokað á nýjan leik og fjöldi bíla fastur Lokað var fyrir umferð um Hellisheiðina klukkan 9:40 í morgun. Nokkur fjöldi bíla er fastur í Hveradalabrekku. Opið er fyrir umferð um Sandskeið og Þrengsli. 23.2.2022 10:32
Samræmdu prófin blásin af og óvissa um framtíð þeirra Samræmd könnunarpróf verða ekki lögð fyrir á skólaárinu. Gert hafði verið ráð fyrir að þau yrðu lögð fyrir nemendur í fjórða, sjöunda og níunda bekk í mars. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef mennta- og barnamálaráðuneytisins. Óvissa hafði verið um framkvæmd prófanna í grunnskólum landsins og hvort af þeim yrði. 22.2.2022 15:32
Mikill missir ef Höllin rís ekki á ný Þórhallur Einisson, formaður íþróttafélagsins Hamars, segir skilaboðin sem hann fékk í morgun þegar hann kveikti á símanum hafa verið einföld. Hamarshöllin væri farin. Bæjarstjóri segir áfallið mikið fyrir bæjarfélagið. 22.2.2022 14:57
Sá elsti á Íslandi fagnar 104 ára afmæli á Skaganum Snæbjörn Gíslason fagnar 104 ára afmæli sínu í dag en hann fagnar deginum með afmælisköku og kaffi á Dvalarheimilinu Höfða þar sem hann er búsettur. Snæbjörn er elstur núlifandi íslenskra karla. 22.2.2022 14:36
Öllu aflétt í síðasta lagi á föstudag Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra á von á því að tilkynnt verði um afléttingar innanlands og á landamærum í allra síðasta lagi á föstudaginn. Þetta kom fram í máli hans að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. 22.2.2022 14:13
Þingkona í Borgarbyggð í baráttu við storminn Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins er ein þeirra sem hefur fengið að kynnast storminum sem nú gengur yfir landið frá fyrstu hendi. Hún rétt brá sér út til að gæta að ruslatunnum við heimili sitt í Borgarbyggð og fékk salíbunu í boði hvassviðrisins. 21.2.2022 21:24
Braut gegn dóttur sinni og tveimur systurdætrum Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungri dóttur sinni og tveimur systurdætrum sínum. Honum er gert að greiða stúlkunum samanlagt fimm og hálfa milljóna króna í bætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness fyrir helgi. 21.2.2022 18:14