Braut gegn dóttur sinni og tveimur systurdætrum Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungri dóttur sinni og tveimur systurdætrum sínum. Honum er gert að greiða stúlkunum samanlagt fimm og hálfa milljóna króna í bætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness fyrir helgi. 21.2.2022 18:14
Goðsögn hjá Breiðabliki fallin frá Einar Ragnar Sumarliðason, starfsmaður hjá Breiðabliki til margra áratuga, er fallinn frá 71 árs gamall. Óhætt er að segja að Einar hafi verið goðsögn hjá Kópavogsfélaginu. Maður sem gekk í öll verk, með húmor og góðmennsku að vopni. 21.2.2022 16:51
Bílarnir ráði við saltkassana og undanþága veitt fyrir nagladekk Skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins segir alla þá atvinnubíla sem voru boðnir út árið 2020 hafa burðargetu upp á 1180 kíló og valdi því saltkössum upp á eitt onn. Saltgeymslur séu vissulega í gömlum bröggum en hafi fengið nauðsynlegt viðhald er á þurfi að halda. Þá hafi undanfararbílar fengið undanþágu og megi vera á nagladekkjum. 21.2.2022 16:14
Borgarstjóri sá síðasti í fjölskyldunni til að fá Covid-19 Dagur B. Eggertsson hefur fengið staðfestingu á Covid-19 smiti. Hann segir niðurstöðuna ekki koma á óvart enda sé hann sá síðasti af sex meðlimum fjölskyldunnar sem hafa skipst á að smitast frá því í janúar. 21.2.2022 15:13
Laus hross vegna yfirfullra skurða Skurðir á Suðurlandi eru víða að fyllast eða þegar orðnir fullir af snjó. Af þeim sökum eru girðingar víða á bólakafi. Vegna þessa eiga hross greiða leið út á vegi. 21.2.2022 14:12
Framsókn heldur fast í fylgi sitt úr kosningunum Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr með mest fylgi allra flokka á Alþingi samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi flokksins er 21,9 prósent í dag en flokkurinn fékk 24,4 prósent fylgi í Alþingiskosningunum í september. 21.2.2022 14:06
Örn Geirsson býður fram krafta sína í Hafnarfirði Örn Geirsson, verkefnastjóri og sölumaður auglýsinga hjá Fréttablaðinu og öðrum miðlum, gefur kost á sér í 4. til 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Þetta kemur fram í tilkynningu. 18.2.2022 15:44
Sagt upp hjá PLAY vegna gruns um ofbeldi Millistjórnanda hjá flugfélaginu PLAY hefur verið sagt upp störfum í kjölfar atviks á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur um síðustu helgi. Millistjórnandinn er samkvæmt heimildum fréttastofu grunaður um ofbeldi gagnvart samstarfsmanni, flugliða hjá félaginu. 18.2.2022 15:34
Langar raðir en rosalega góð stemmning í Hlíðarfjalli Fjöldi fjölskyldna af höfuðborgarsvæðinu er mættur í vetrarparadís norður yfir heiðar til að renna sér í snjónum í Hlíðarfjalli. Þriggja barna móðir í Fossvoginum er ein þeirra sem er mætt með börnin norður og er spennt fyrir opnun nýju stólalyftunnar á morgun. 18.2.2022 15:27
Biðin loks á enda: Nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli ræst á morgun Mikill fjöldi skíða- og brettafólks rennir sér í brekkunum í Hlíðarfjalli um helgina í nýföllnum snjó og veðurblíðu. Stór stund verður á morgun klukkan 13 þegar ný stólalyfta í fjallinu verður ræst. Biðin hefur verið löng en nú virðist allt klappað og klárt. 18.2.2022 14:30