Sex sækjast eftir tveimur embættum aðstoðarlögreglustjóra Hulda Elsa Björgvinsdóttir, staðgengill lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og sviðsstjóri ákærusviðs, og Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, sækjast eftir lausri stöðu embættis aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Greint er frá þessu á vef dómsmálaráðuneytisins. 18.2.2022 12:35
Akrahreppur og Skagafjörður gætu orðið að einu um helgina Kosið verður um sameiningu Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar á morgun, laugardaginn 19. febrúar. Samþykki meirihluta kjósenda beggja sveitarfélaga þarf til að sameiningin gangi eftir. 18.2.2022 10:27
Stór vöruflutningabíll í vegkantinum á Suðurlandi Stór vöruflutningabíll liggur á hliðinni úti í vegkantinum á Hringveginum austan Þjórsár. Þetta sýna ljósmyndir sem blaðamaður Vísis náði á svæðinu í dag. 17.2.2022 16:46
Vara við mögulegum snjóflóðum í heimafjöllum við þéttbýli Slysavarnafélagið Landsbjörg minnir göngufólk á að í mörgum heimafjöllum við þéttbýli kunni að skapast töluverð snjóflóðahætta. Tilefnið er að töluvert hefur snjóað í fjöll undanfarið, bæði við höfuðborgarsvæðið og víðar á landinu 17.2.2022 16:36
Þvertaka fyrir að sérsveitin hafi miðað byssu á íbúa Samskiptastjóri hjá ríkislögreglustjóra þvertekur fyrir að sérsveitarmaður hafi beint vopni að húsráðanda við húsleit í Kórahverfinu í Kópavogi aðfaranótt fimmtudagsins 10. febrúar. Íbúi fullyrti í viðtali á Vísi í gær að sérsveitarmaður hefði miðað á hann vopni. 17.2.2022 16:06
Helgi ætlar sér sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í borginni Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og stórmeistari í skák, gefur kost á sér í fimmta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Prófkjörið fer fram 12. eða 19. mars næstkomandi. 17.2.2022 15:48
Pollapönkarar kaupa hlut í elstu hljóðfæraversluninni Þeir Arnar Gíslason og Guðni Finnson hafa keypt sig inn í rekstur Hljóðfærahússins. Þeir vinna saman í versluninni auk þess að standa vaktina í hljómsveitum á borð við Pollapönk, Dr. Mugison, Dr. Spock, Jónas Sig og Ensími svo eitthvað sé nefnt. 17.2.2022 15:28
Skilur að marga svíði vegna óréttlætis en kallar eftir hófsemi Páll Steingrímsson, skipstjóri hjá Samherja, segir undanfarna daga hafa verið honum og hans fólki mjög erfiðir. Hann hefur fulla trú á því að rannsókn lögreglu á hvarfi síma hans muni leiða hið sanna í ljós. Hann gefur í skyn að málið sé viðkvæmt en fólk muni skilja hvers vegna hann vilji ekki ræða málið efnislega þegar upplýst verði opinberlega um málið. 17.2.2022 10:27
Heiðar Örn ráðinn fréttastjóri RÚV Heiðar Örn Sigurfinnsson hefur verið ráðinn fréttastjóri hjá Ríkisútvarpinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Hann tekur við starfinu af Rakel Þorbergsdóttir sem sagði upp störfum í nóvember. 16.2.2022 17:30
Sakaður um nauðgun fyrir tólf árum meðan konan svaf Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa á heimili sínu í desember fyrir rúmum tólf árum haft samræði og önnur kynferðismök við konu. 16.2.2022 17:00