Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Óttast föður sinn sem eltir þær á röndum

Karlmaður á Suðurnesjum hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. desember. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis. Karlmaðurinn sætir ákæru fyrir fyrir stórfelld brot í nánu sambandi gegn fjórum dætrum sínum og fyrrum eiginkonu.

Grunur um blóðþorra í fyrsta skipti á Íslandi

Rökstuddur grunur er um blóðþorra, svonefnda ISA-veiru, í laxi í sjókví Laxa fiskeldis í Reyðarfirði. Veiran uppgötvaðist við krufningu og sýnatöku í kjölfar vaxandi óútskýrðra affalla í sjókví númer sjö hjá Löxum. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir fyrirtækið komið með þykkan skráp fyrir áföllum.

Ætla að kynna nýja ríkisstjórn á sunnudaginn

Formenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks ætla að funda með lykilfólki í flokkunum sínum á morgun og kynna fyrir þeim stjórnarsáttmála. Leggi þeir blessun sína yfir stjórnarsáttmálann verður hann kynntur fyrir þjóðinni á sunnudag.

Sækja slasaðan göngumann á Strandir

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð laust eftir klukkan hálf eitt vegna göngumanns sem rann niður fjallshlíð í Norðurfirði á Ströndum og slasaðist. Þetta segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.

Hin látna í Vogunum á sjötugsaldri

Konan sem lést þegar strætisvagni var ekið á hana við gatnamót Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í gær var á sjötugsaldri, af erlendum uppruna og búsett hér á landi.

Konfettísprengja og Carlsen byrjar með svart

Fyrsta skákin í heimsmeistaraeinvígi Magnúsar Carlsen og Ian Nepomniachtchi hefst klukkan 12:30 að íslenskum tíma í morgun. Teflt er í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

YAY-arar segjast steinhissa á niðurstöðu Persónuverndar

Framkvæmdastjóri stafræna gjafakortasmáforritsins YAY segir erfitt að una við niðurstöðu Persónuverndar sem sekaði fyrirtækið um fjórar milljónir króna vegna vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við ferðagjöf stjórnvalda.

Arion banki hækkar vextina

Arion banki hækkar breytilega vexti sína á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,40 prósentustig. Þetta gerir bankinn í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans þann 17. nóvember að hækka stýrivexti um 0,5 prósentur. Hækkunin tekur gildi á morgun.

Sjá meira