Takmörkuð starfsemi á Litla-Hrauni vegna Covid-19 smits Komið hefur upp Covid-19 smit meðal starfsmanna í fangelsinu Litla-Hrauni. Nokkur hópur starfsmanna er í sóttkví og ljóst að næstu daga verður starfsemi fangelsisins takmörkuð. Öllum heimsóknum gesta er frestað fram yfir helgina. 11.11.2021 16:13
Ástand á geðdeild og hertra aðgerða krafist strax Tveir sjúklingar og fimm starfsmenn á geðdeild Landspítalans hafa greinst jákvæðir fyrir kórónuveirunni. Ein geðdeild er lokuð fyrir innlagnir og önnur í sóttkví að hluta vegna þessa. 11.11.2021 15:59
Helgi segir sig úr stjórn Ferðafélags Íslands Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá Landsvirkjun, hefur sagt sig úr stjórn Ferðafélags Íslands. Það gerði hann í morgun og var nafn hans fjarlægt af heimasíðu félagsins í framhaldinu. 11.11.2021 11:34
Banastuð hjá Of Monsters and Men í Gamla bíói Óhætt er að segja að stuð hafi verið í Gamla bíó í gærkvöldi á fyrstu af fernum tónleikum Of Monsters and Men í vikunni. Gestir báru grímur en það virtist ekki hafa áhrif á stemmninguna. 10.11.2021 20:00
Sá fjögur fara í sjóinn og konu reka langt frá landi Björgunarsveitir leita enn ungrar konu sem lenti í sjónum við Reynisfjöru í dag. Leiðsögumaður sem var í fjörunni þegar slysið varð segir aðstæður hafa verið slæmar og mikill öldugangur. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á svæðinu auk þess sem nærstaddur togari verður nýttur til að lýsa upp svæðið þegar fer að rökkva. 10.11.2021 16:39
Arnór gerir athugasemdir við vinnubrögð Auðnast Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, gerir athugasemdir við áhættumat mannauðsfyrirtækisins Auðnast á starfsumhverfi Menntamálastofnunar. 10.11.2021 14:00
Ökumaður rafhlaupahjólsins lést í slysinu við Sæbraut Banaslys varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10.11.2021 13:37
Skoða hvort átt hafi verið við hjólin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun við rannsókn sína á alvarlegu slysi við Sæbraut í morgun skoða hvort átt hafi verið við farartækin að því leyti að hægt væri að aka um á þeim yfir leyfilegum hámarkshraða. 10.11.2021 13:03
Mjög alvarlegt slys á göngustíg við Sæbraut Tveir voru fluttir slasaðir á slysadeild Landspítalans eftir árekstur tveggja farartækja á göngustíg við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun. Þetta staðfestir varðstjóri hjá slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu. 10.11.2021 10:13
Annar ökumaðurinn alvarlega slasaður Ökumaður annars bílsins í árekstri á Moldhaugnahálsi í Eyjafirði upp úr hádegi í gær er töluvert slasaður. Aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir þetta í samtali við Mbl.is. 9.11.2021 16:48