Sjúklingur á geðdeild með Covid-19 og allir skimaðir Inniliggjandi sjúklingur á geðdeild Landspítalans greindist með Covid-19 í gær. Sjúklingar jafnt sem starfsfólk er komið í sóttkví og óskar Landspítalinn eftir liðsinni fólks með bakgrunn í geðheilbrigðisþjónustu. 9.11.2021 15:33
Ófært í Árneshrepp í fyrra fallinu í ár Ófært varð í Árneshrepp í gær í fyrsta skipti í vetur, þetta fámennasta sveitarfélag landsins sem telur 42 íbúa. Oddviti sveitarfélagsins hélt sig heima í gær og lagði ekki í bílferðina úr Djúpavík á skrifstofuna í Norðurfirði. 9.11.2021 14:15
Fjórtán vilja taka við keflinu af Páli Fjórtán manns vilja verða forstjóri Landspítalans. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 9.11.2021 10:42
Pétur orðinn formaður Hallveigar Pétur Marteinn Urbancic Tómasson var kjörinn formaður Hallveigar, ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, á aðalfundi félagsins sem fór fram föstudaginn 5. nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu, 8.11.2021 12:08
144 greindust með Covid-19 í gær Alls greindust 144 með Covid-19 hér á landi í gær. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Tæplega þriðjungur þeirra sem greindust eru á Akranesi. 4.11.2021 11:20
Ástand á Akranesi: Fimmtíu greindust og skólum lokað Alls greindust fimmtíu manns með Covid-19 á Akranesi í gær að því er Lögreglan á Vesturlandi greinir frá. Allir skólar í bænum verða lokaðir á morgun. 4.11.2021 10:51
„Þér geta orðið á mistök í lífinu, geturðu þá aldrei komið til baka?“ Jóhann Rúnar Skúlason, sem nýverið var vikið úr landsliði Íslands í hestaíþróttum vegna kynferðisbrotadóms frá árinu 1994, er verulega ósáttur við að hafa verið vikið úr landsliðinu. Hann var dæmdur fyrir að hafa haft önnur kynferðismök með þrettán ára stúlku í gáleysi um aldur hennar. Hann segist iðrast gjörða sinna en vill að það sé skýrt að hann hafi ekki fengið dóm fyrir nauðgun eins og haldið hafi verið fram í fjölmiðlum. 3.11.2021 14:58
Lýsir hrottalegu ofbeldi og umsáturseinelti á Akureyri Helena Dögg Hilmarsdóttir móðir á Akureyri lýsir heimilisofbeldi og í framhaldi umsáturseinelti sem hún hafi orðið fyrir undanfarin ár. Hún lýsir lífsreynslunni sem ógeðslegri og ber starfsfólkinu í Bjarmahlíð á Akureyri afar vel söguna sem hafi reynst henni afar vel á erfiðum tímum. 2.11.2021 16:18
Ekki vilji starfsmanna að Sólveig Anna segði af sér Trúnaðarmenn hjá Eflingu segja í yfirlýsingu fyrir hönd starfsmanna stéttarfélagsins að ekki hafi verið vilji eða meining starfsmannafundar síðastliðinn föstudag að Sólveig Anna segði af sér formennsku. 2.11.2021 12:32
Bein útsending: Katrín ávarpar gesti á COP26 í Glasgow Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpar gesti á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í hádeginu í dag. 2.11.2021 12:01