Skellti upp úr og segir Guðmund eiga að skammast sín Sólveig Anna Jónsdóttir, sem sagði af sér sem formaður Eflingar á sunnudagskvöld, segist hafa hlegið þegar hún heyrði kröfu Guðmundar Baldurssonar þess efnis að Agnieszka Ewa Ziólkowska segði af sér sem varaformaður stéttarfélagsins. Sú krafa sé fyndin þegar verk Agnieszku og Guðmundar fyrir Eflingu séu borin saman. 2.11.2021 11:44
Segir að auðveldlega hefði mátt leysa vandann hjá Eflingu Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segist eins og fleiri vera sleginn vegna afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur sem formanns Eflingar og uppsagnar Viðars Þorsteinssonar framkvæmdastjóra. 2.11.2021 11:25
Bæta í siglingar milli Þorlákshafnar og Rotterdam Smyril Line hefur ákveðið að bæta skipi við áætlunasiglingar til Þorlákshafnar og þar með stórauka þjónustuna við út- og innflytjendur á Íslandi og í Færeyjum. Nýja vöruflutningaferjan M/V Akranes mun þjónusta nýju áætlunina. 2.11.2021 10:46
Fæðingarsprengja hjá Íslendingum Alls fæddust 1310 börn í júlí, ágúst og september árið 2021. Fæðingar á einum ársfjórðungi hafa ekki verið fleiri frá því byrjað var að taka tölurnar saman ársfjórðungslega árið 2010. Mun færri féllu frá á sama tímabili eða 580 einstaklingar. 2.11.2021 10:30
Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga ofarlega í huga Viðars Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Eflingar, segist ekki geta rætt við fjölmiðla í dag þar sem hann sé upptekinn heima hjá sér að sinna heimili og fjölskyldu. Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga er þó ofarlega í huga Viðars í dag, í kjölfar þess að Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sagt af sér sem formaður Eflingar. 1.11.2021 16:31
Svansí flogin til Icelandair Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir hefur verið ráðinn vörustjóri auglýsingatekna hjá Icelandair. Hún upplýsir um vistaskipti sín á Facebook. 1.11.2021 14:18
Yfirlýsing frá Guðmundi: Sakar Sólveigu Önnu um leynimakk Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, segir Sólveigu Önnu Jónsdóttur hafa haldið lykilupplýsingum leyndum frá stjórninni til að hylma yfir vanlíðan starfsfólks á skrifstofu Eflingar. 1.11.2021 13:48
Bilun hjá Landsbankanum og fólk hvatt til að nota netbankann Landsbankaappið hefur verið óaðgengilegt viðskiptavinum stóran hluta dagsins. Unnið er að viðgerð á appinu og eru viðskiptavinir hvattir til að nota netbankann á meðan. 1.11.2021 13:00
Bein útsending: Formannsefni kennara skiptast á skoðunum í Pallborðinu Fjögur gefa kost á sér í embætti formanns Kennarasambands Íslands. Formannsefnin mæta í Pallborðið í dag og ræða stöðuna í menntamálum hér heima og hvernig þau sjá fyrir sér að leiða kennara næstu árin. 1.11.2021 11:38
72 greindust innanlands í gær 72 greindust innanlands með Covid-19 í gær. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. 61 prósent smitaðra eru fullbólusettir. Þá voru 53 prósent í sóttkví við greiningu. 1.11.2021 11:01