Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fimm ára fangelsi eftir sýknudóm í héraði

Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í Þorlákshöfn í nóvember 2018. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag en karlmaðurinn hafði áður verið sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands.

Yfirstjórn í NV biður kjósendur og frambjóðendur afsökunar

Yfirkjörstórn í Norðvesturkjördæmi biður frambjóðendur til Alþingis og kjósendur afsökunar á þeim mistökum sem áttu sér stað við talningu atkvæða í kjördæminu. Yfirkjörstjórnin harmar þá stöðu sem upp er komin. Framkvæmd kosninga hefur bæði verið kærð til lögreglu og kjörbréfanefndar.

Kæran komin í hendur forseta Alþingis

Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi og lögmaður, segist trúa því og treysta að þingmenn skoði kosningakæru sem hann afhenti forseta Alþingis í dag af fullri sanngirni og alvöru.

Snarpur jarðskjálfti fannst á suðvesturhorninu

Snarpur skjálfti fannst víða á suðvesturhorninu klukkan 11:28. Skjálftinn fannst meðal annars vel á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesbæ og á Akranesi. Á vef Veðurstofunnar segir að skjálftinn hafi verið 3,8 að stærð. 

Svona hljóðar ásökunin sem Aron Einar sver af sér

„Ég má segja frá, ég má bara ekki nafngreina. Mig langar ekki að burðast með þetta ein í hjartanu, mig langar ekki að hugsa í hvert skipti sem ég fer á meðal fólks: „Ætli þau viti þetta, ætli þau trúi mér“, því það er ógeðslega íþyngjandi og heftandi félagslega.

Katrín heimsótti forseta Íslands

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands átti í morgun fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanni Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu.

Dönskukennari og poppari blandar sér í baráttuna um formann kennara

Heimir Eyvindarson, dönskukennari og deildarstjóri í Grunnskólanum í Hveragerði, hefur boðið fram krafta sína sem formaður Kennarasambands Íslands. Heimir tilkynnti þetta bréfleiðis til framboðsnefndar KÍ í gærkvöld að því er fram kemur á vef sambandsins.

Skoða hvalinn í fjörunni á Álftanesi

Nokkur fjöldi fólks hefur gert sér ferð í fjöruna á Álftanesi í morgun til að skoða hvalhræ sem liggur þar í fjörunni. Lögreglan hefur sett gulan borða við hvalinn en fólk fer áhyggjulaust að hvalnum, strýkur honum og lyktar.

Sjá meira