Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Jóhanna tekur við Banönum

Jóhanna Þ. Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Banana ehf., dótturfélags Haga hf.. Hún tekur við starfinu af Kjartani Má Friðsteinssyni.

Biðst afsökunar á að hafa brotið reglu um grímuskyldu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa gert mistök sem henni þyki mjög leiðinlegt. Katrín var ekki með grímu á Meistaravöllum í gær þar sem hún fylgdist með KR bursta Víking 6-0 í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu.

Foreldrar barna þurfi ekki endilega að fara í sóttkví

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir smíðar nú tillögur að breyttum reglum er varða meðal annars sóttkví foreldra skólabarna. Þannig þyrftu foreldrar barna sem þurfa að fara í sóttkví ekki endilega að fara í sóttkví með börnum sínum.

Fækkar hægt í hópi ísraelsku ferða­mannanna sem eru mis­hressir

Þrjátíu smitaðir ísraelskir ferðamenn dvelja í farsóttarhúsnæði Rauða krossins þessa dagana og óvíst hvenær fólkið kemst úr landi. Eftir að lokað var á sóttkví ferðamanna í farsóttarhúsi opnaðist mikið rými til að sinna fólki í einangrun.

Reykjavíkurmaraþonið blásið af

Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2021 hefur verið aflýst í ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Þar segir að álagið á samfélagið sem og heilbrigðiskerfið hafi verið mikið og mikil óvissa sé ennþá um framhaldið.

„200 manna takmörkunin þýðir bara tap“

Páll Óskar Hjálmtýsson hefur ákveðið að fresta afmælistónleikum sínum í enn eitt skiptið. Um er að ræða fimmtugsafmælistónleika en Páll Oskar stefnir á að halda tónleikana í mars 2022 þegar hann verður nýorðinn 52 ára.

Svandís og Brynjar tókust á í Pallborðinu

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins verða gestir Pallborðsins sem verður í beinni útsendingu klukkan 14 á Vísi. 

Sjá meira