Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Straukst utan í vegfaranda í háskalegum akstri um miðborgina

Rúmlega tvítugur karlmaður sem olli almannahættu þann 8. júlí síðastliðinn með ofsaakstri í miðbæ Reykjavíkur og víðar hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 27. ágúst. Hann er grunaður um fjölmörg afbrot undanfarnar vikur.

Yfir 200 þúsund flugu með Icelandair í júlí

Farþegum Icelandair fjölgaði verulega í júlí í millilanda- og innanlandsflugi, bæði frá júnímánuði og miðað við sama tíma í fyrra. Þá hefur farþegum í tengiflugi yfir hafið fjölgað töluvert og hafa þeir ekki verið fleiri frá því áður en faraldurinn hófst.

Ástin virðist blómstra hjá Katrínu Tönju

Svo virðist sem Katrín Tanja Davíðsdóttir crossfitkempa og Brooks Laich, kanadískur fyrrverandi atvinnumaður í íshokkí, séu að slá sér upp. Katrín Tanja smellti kossi á Laich að loknum Heimsleikunum í crossfit á dögunum og nú njóta þau lífsins saman á Havaí.

Skimun bólusettra landsmanna á landamærum til skoðunar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að eitt af því sem sé til skoðunar í augnablikinu sé tillaga sóttvarnalæknis um skimun bólusettra einstaklinga á landamærum sem búsettir eru hér á landi. Lagaheimildir í þeim efnum þurfi að vera skýrar. Hún merkir mikla þreytu hjá landanum eftir átján mánaða faraldur og aðgerðir honum tengdum.

Lögreglan lýsir eftir Guðbrandi Ólafssyni

Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir Guðbrandi Ólafssyni. Síðast er vitað um ferðir hans í nágrenni við Selfoss seinni partinn í gær. Var hann þá á bifreiðinni YB-720, KIA SORENTO blá að lit.

Sjá meira